Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 34
WLMANN
Já!!! auðvitað
fékk ég
eldavélasamstæðuna
AWL/VNANN
Já! Hún er
Vesturþýzk
og á alveg sér-
staklega hag-
stæðu verði.
Sighvatur Einarsson & Co.
Skipholti 15 Símar: 24133 — 24137
Fegurð
hársins hefst með
Hversvegna? Vegna þess, að
með því að nota White Rain
verður hárið lifandi og blæfagurt.
Þessi silkimjúki vökvi er með
lokkandi ilmi, gerir hárið glitr-
andi, gefur þvi blæbrigði ... vek-
ur hina duldu fegurð þess. White
Rain er framleitt á þrennan mis-
munandi hátt til þess að fegra
sérhverja hárgerð — ein þeirra
hæfir einmitt yðar hári.
White Rain fegrunar shampoo
— hæfir ölln hári.
frá Toni
Perluhvítt fyrir venjulegt hár
Fölblátt fyrir þurrt hár
Bleikfölt fyrir feitt hár
HVAÐSEGIRÞÓR
BALDURS.
Framhald af bls. 24.
inn fyrir heimilislif og sækir mjög
eftir að auka fegurð þess og prýða
þar sem Venus er einnig í Krabba-
merkinu. Hann er minnugur og hef-
ur sérstakt yndi af að rif ja upp fyrir
sér endurminningar fyrri tíma.
Afstaða mánans i Ljónsmerkinu
gefur honum mikinn metnað og
höfðinglyndi. Þessi afstaða hvetur
hann til þess að ná fram á veginn
og afla sér viðurkenningar og er
raunar lyftistöng frama hans. Mað-
urinn er ekki ein af þessum topp-
figúrum heldur hefur hann fulikom-
lega hæfileika til frama sins á því
sviði sem hann hefur haslað sér
völl. Hann er kærleiksríkur vinum
sínum og raunar flestum öðrum,
sem ekki eru að skipa honum mikið
fyrir verkum. En kærleikur hans
verður sjaldan goldinn. Hann verð-
ur þvi oft fyrir vonbrigðum sakir
kaldlyndi annara. Þetta gildir
einnig um ástamálin, fólk með þessa
afstöðu hlýtur sjaldnast þá ástúð,
sem það gefur maka sínum.
Þrátt fyrir að hann getur verið
ágætur sem yfirmaður hættir hon-
um til að líta um of niður á sam-
starfsfólkið og þetta kemur sér sér-
lega illa þegar í hlut á annar ráð-
rikur einstaklingur. Þá er hætt við
að snurður hlaupi á þráðinn. Þeir,
sem honum gengur verst að semja
sig að, eru fæddir undir Nauts-
merkinu, Vatnsberamerkinu og
Sporðdrekamerkinu. Beztu vinir
hans eru Krabbamerkisfólk, Hrúts-
merkisfólk og Bogmerkisfólk. Einn-
ig er mikið samræmi milli hans og
þeirra sem fæddir eru undir Vogar-
merkinu.
Þessi mánaafstaða veldur því
einnig að honum er lítt gefið um
alla smámunasemi. Hann vill aðeins
fást við hið stóra, en láta litlu karl-
ana fást við smámunina.
í ævisjá þessari -er Steingeitar-
merkið hið rísandi merki og sú af-
staða virkar mjög gagnverkandi á
hina breytilegu og tilfinningariku
eðlisþætti sólarmerki mannsins,
Krabbamerkisins, þannig að liann
verður fastari fyrir en hægt er að
búast við af flestum, sem fæddir
eru undir þvi sólmerki. Þessi af-
staða veldur því að það versta sem
hann getur gert sjáifum sér er svart-
sýni. Hann getur minnkað þessi á-
hrif með þvi að rækta með sér von-
gleði og sjálfsstjórn.
Það er freistandi að taka til um-
ræðu hið merkilega og hið sérkenn-
andi fyrir kort hans, en það er hinn
óvenjuiegi styrkieiki piánetanna i
sjöunda húsi, en það samsvarar að
nokkru ieiti stjörnumerkinu Vog.
Þessar afstöður marka aðallega
höfuðeinkenni hans i iifinu. En þar
er mest áberandi mikiil næmieiki
fyrir réttlæti, samræmi og samúð
með hinum þjáðu. Þetta geíur hon-
um einnig rikan fegurðarsmekk.
Hann er mjög aiþýðlegur og vin-
sæil, og gengur bezt i sambandi og
samstarfi við aðra, annað hvort í
sambandi við hjúskap sinn, eða ein-
hvern náinn féiagsskap. Hann er
vel aðlöðunarhæfur, kurteis og hon-
um býr mjög sjaldan sú tilíinning
í brjósti að vinna öðrum tjón.
Honum er ósýnt um allt sem lýtur
að hinni grófu hlið lífsins og er ilia
fyrir kaliaður til erfiðisvinnu, sér-
slaklega ef það heíur í för með sér
grófann íélagsskap.
Ævistarf manns með þessar af-
stöður er bezt komið 1 tvennskonar
atvinnugreinum; annað hvort sem
lögfræðingur, sakir óvenjulegrar
næmni fyrir réttu og röngu eða við
störf sem lúta að myndun úr ýms-
um efnum svo sem höggmyndalist
eða arkitektur. Hið fyrrnefnda er
þó miklu líklegra í þessu tilfelli.
Hann mundi sóma sér smjög vel i
sæti dómarans. Honum mun hafa
gengið sérlega vel i skóla og það er
undirstaðan að velgengni hans núna.
Lang sterkasti og áhrifamesti
þáttur ævi hans er milli fjörutíu
og fimm ára og fimmtíu ára. Hann
á í sérstökum erfiðleikum nú á
fertugasta árinu og það mun koma
skyndilega fram á heilsunni, án þess
að gera boð á undan sér. Hann ætti
að athuga vel sérhvert skref sitt á
þessu tímabili, því nú fara í hönd
noltkuð viðsjárverðir timar hjá hon-
um. Venjulega lcemur þessi gagnaf-
staða sólar og Úranusar fram, sem
skyndileg köst fyrir hjartanu og
einmitt þessi afstaða getur oft á
tiðum þýtt endir lifsins ef ekki er
farið því betur með sig.
34 VIKAW