Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 13jólagjöfi n hennar ● fréttablaðið ●
● GJÖF SEM GLEÐUR BÆÐI Gjafabréf fyrir tvo
í leikhús eða óperuna er góð gjöf frá honum til henn-
ar. Hún er fyrirheit um ánægjulega kvöldstund sem bæði
geta notið, ekki síst ef búið er að tryggja barnapössun líka,
þurfi hennar með.
Fjölmargt áhugavert er í boði á fjölunum bæði sunnan
og norðan heiða svo vandalítið ætti að vera fyrir þiggj-
andann að velja. Það fer eftir áhugasviðinu hvort hann vill
hafa verkið létt eða þungt; gefa hlátrinum lausan tauminn
eða láta snerta við tilfinningunum. Sum verk sameina
þetta tvennt með mikilli prýði.
Gefandinn nýtur góðs af gjöfinni líka og getur bætt
við huggulegheitin með því að bjóða upp á létt staup í
hléinu.
Sumar konur eru svo vandlátar að
óráðlegt er að reyna að koma þeim
á óvart. Sé vilji til að gefa slíkum
konum fallega flík vilja þær yfir-
leitt fá að máta sjálfar og þarf
flíkin helst að passa
eins og flís við rass.
Slíkum konum ætti
helst að gefa gjafa-
bréf hjá sauma-
konu. Þó að það kosti
sitt að láta sérsauma kjól,
svo dæmi séu tekin, þá er
næsta víst að notagildi
hans eykst til muna ef
hann er sem steyptur á
konuna.
Vilji menn sýna fyr-
irhyggju og hafa kjól-
inn tilbúinn fyrir jól er
um að gera að teyma konuna
inn til saumakonu nokkru fyrir
jól, láta sníða kjólinn og sækja
hann svo nokkrum dögum fyrir
jól og þá getur konan spókað sig í
honum yfir hátíðarnar. Svo er um
að gera að lauma einhverju óvæntu
með, eins og eyrnalokkum, geisla-
diski eða bók, en það kunna flestar
konur að meta og jafnvel þær allra
vandlátustu líka. - ve
Sérsaumað fyrir
vandlátar
Þó að það kosti sitt að láta sérsauma er
nánast öruggt að útkoman verði góð.
● SKRÍN UNDIR SKART-
IÐ Hirsla fyrir hálsfestar, hringa
og annað fínerí er góð og nyt-
söm gjöf handa þeim sem eiga
mikið af slíku góssi. Hirslan
getur verið hvort sem er skrín
eða standur. Hvorutveggja tekur
sig vel út á borði. Til eru alls
konar skrín í verslunum, sum
láta lítið yfir sér og líkjast krukk-
um. Önnur eru íburðarmeiri og
minna á litlar kommóður. Þau
hafa yfir að ráða hinum ýmsu
hólfum og skúffum sem eigend-
urnir geta raðað í og látið fara
vel um dýrgripina.
Frjáls framlög www.jolagjofin.is
904-1000 kr. 1.000
904-2000 kr. 2.000
904-3000 kr. 3.000
kl.19-21
STYRKTARTÓNLEIKAR
Draumur Stígamóta er að geta endurvakið verkefnið “Stígamót á
staðinn”. Verkefnið fólst í því að ráðgjafar okkar flugu/sigldu eða
óku til fólksins okkar á sex stöðum utan höfuðborgarsvæðisins og
snéru síðan aftur með leyndarmál þeirra. Starfsemi Stígamóta fór
þannig fram á sjö stöðum á landinu. Mikil vinna var lögð í þetta kæra
verkefni og alls staðar komust færri að en vildu.
Fjárhagsstaða Stígamóta versnaði mjög við kreppuna og þurfti m.a.
að segja upp tveimur starfskonum og lækka laun, auk þess sem
starfskonur skúruðu í vinnutímanum. Engin leið var til þess að halda
úti svo dýrri og tímafrekri vinnu og verkefnið varð að leggja niður.
Sú ákvörðun var erfið, því það er
vont að klippa á vinnuferli sem
farin eru í gang.
Til þess að endurvekja megi
starfið, þarf að safna a.m.k. 6
milljónum króna.
jolagjofin.is
gjöfin
BEIN ÚTSENDING 21.DES. kl.18:55-19:25
JÓLAÞORPINU
ABC - MÆÐRASTYRKSNEFND - RAUÐI KROSSINN - STÍGAMÓT - ENZA