Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 2
2 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR VÍSINDI Tilraunarækt á svokall- aðri repju hérlendis þykir lofa afar góðu. Úr fræjum plöntunnar er gerð lífdísilolía og fóðurmjöl. „Ég sé þetta þróast þannig að þetta verði viðbótartekjulind fyrir bænd- ur sem geta framleitt eldsneyti eða matarolíu fyrir sjálfa sig og sömu- leiðis fóðurmjöl. Þetta eru vörur sem annars þarf að flytja inn í landið og borga fyrir með gjald- eyri,“ segir Jón Bernódusson, verk- fræðingur á rannsóknar- og þróun- arsviði Siglingastofnunar. Um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða sem hófst á vegum Sigl- ingastofnunar í fyrra og er unnið í samstarfi við Landbúnaðarhá- skólann og nokkra bændur hér og þar um landið. Fyrsta árið var sáð repju og systurtegundinni nepju í tíu hektara og misheppnaðist sumt vegna mistaka. Á næsta ári á að taka uppskeru af fimmtíu hekt- urum og sumarið 2011 verða tvö hundruð hektarar lagðir undir. Gerð er tilraun með mismunandi jarðveg og aðferðir. Jón segir fyrstu uppskeruna benda til þess að afraksturinn hér- lendis geti orðið um allt að þriðj- ungi meiri en gerist í Evrópu, eða yfir fjögur tonn á hektara. „Repjan nærist mikið á birtunni og hún er meiri hér yfir sumartímann því við erum með miðnætursólina,“ útskýrir hann. Verkefnið ber heitið Umhverf- isvænir orkugjafar. Jón segir að úr um þriðjungi uppskerunnar fáist olía sem megi annars vegar sía og fá matarolíu eða hins vegar bæta í hana tréspíra og sóda og fá þannig góða lífdísilolíu sem megi nota á bæði skip og bíla í stað hefð- bundinnar olíu. Úr tveimur þriðju hluta uppskerunnar er síðan hægt að gera fóðurmjöl. Jón segir verð- mæti mjölsins eins vera það sama og tilkostnaðinn við ræktunina. Því megi segja að olían sé frí. Hluti af hugmyndafræðinni er að Íslend- ingar geti með ræktun repju orðið sjálfir sér nógir með olíu á skipa- flotann. Jón segist ekki geta svarað því hvort það geti orðið raunhæfur kostur fjárhagslega séð. „Það fer eftir því hvernig stjórn- völd ætla að skattleggja. Mitt verk- efni er að kalla fram umhverfis- vænan orkugjafa – síðan verða stjórnvöld að meta það hvort þau ætla að skattleggja hann eða ekki,“ segir Jón og bendir á að á hverjum hektara repjuakurs bindist um sex tonn af koltvísýringi á ári. Losun koltvísýrings með brennslu þess eldsneytis sé hins vegar tvöfalt minni, eða þrjú tonn. gar@frettabladid.is Íslensk miðnætursól fóstrar nýtt eldsneyti Tilraunir í ræktun repju benda til að þriðjungi meiri uppskera fáist á Íslandi en í Evrópu. Afraksturinn er bæði fóðurmjöl og olía sem nýta má sem eldsneyti og í matargerð. Tekjulind sem sparar gjaldeyri segir stjórnandi tilraunarinnar. Á REPJUAKRI Á MÖÐRUVÖLLUM Þóroddur Sveinsson, tilraunastjóri Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Möðruvöllum. TILRAUN SEM TEKST Jón Bernódusson er hér ásamt Ásgeiri Valhjálmssyni og Guðbjarti Einarsyni að setja í gang vél sem keyrð er á íslenskri lífdísilolíu. EFNAHAGSMÁL Forsvarsmenn Ind- efence-hópsins hafa borið til baka ásakanir um að starfsmenn Frétta- blaðsins hafi verið meðal þeirra sem staðið hafi að árás á undir- skriftasöfnun hópsins á föstudag. „Talsmaður Indefence hljóp aug- sýnilega illa á sig í þessum yfir- lýsingum um þátt Fréttablaðsins, eins og aðrir sem runnu í far hans við samsæriskenningasmíðarnar. Það hefði nú verið kurteislegra ef Indefence hefði beðist afsökunar á þessu gönuhlaupi sínu,“ segir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að um 100 rangar und- irskriftir hafi verið skráðar á nokkrum klukkustundum á föstu- dag. Við því brást einn forsvars- maður söfnunarinnar með því að segja í samtali við vefmiðilinn mbl.is að þar virtist vera um til- raun að ræða til að gera söfnun- ina ótrúverðuga, og að furðu hafi vakið að rangar skráningar hafi komið frá tölvum í Stjórnarráðinu, Hagstofu Íslands, Ríkisútvarpinu og Fréttablaðinu. Með yfirlýsingu Indefence er staðfest að aðeins hafi verið um eina skráningu að ræða frá Frétta- blaðinu, og að skýring blaðamanns sé tekin „fullkomlega gild“. Blaðamaðurinn var að vinna frétt um undirskriftasöfnunina og setti inn nafnið „XXXXXX“ með augljóslega rangri kennitölu til að athuga hvort vefsíðan tæki við skráningum með kennitölu sem ekki endaði á níu eða núlli, eins og allar íslenskar kennitölur ein- staklinga. Frétt um málið var birt í Fréttablaðinu á laugardag. „XXXXXX“ var notað til að ekki færi á milli mála að ekki væri um raunverulega skráningu að ræða. Um 34 þúsund undirskrift- ir voru komnar á lista Indefence í gærkvöldi. Að sögn forsvars- manna hópsins verður listinn samkeyrður við þjóðskrá að söfn- un lokinni. - bj Fréttablaðið tók ekki þátt í meintri árás á undirskriftalista vegna Icesave: Indefence ber ásökun til baka LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu leitar leigubíl- stjóra í tengslum við rannsókn nauðgunarmálsins sem Frétta- blaðið greindi frá um helgina. Maðurinn ók leigubíl í mið- borginni aðfaranótt sunnudags- ins 29. nóvember. Um klukkan 04.07, tók kona á þrítugsaldri sér far með bílnum. Ökuferð- inni lauk við heimili konunnar í Árbæ. Leigubílstjórinn fór inn með konunni og hafði við hana samræði. Leigubílstjórinn er talinn vera um fertugt, 175 sm á hæð og með músarlitað eða dökkt, stutt hár. Hann er íslenskur og 10 til 15 kíló yfir kjörþyngd. Leigubíllinn sem hann ók gæti verið Honda eða Toyota-jepplingur með taxa- merki. Gjaldmælir var líka í bílnum og sætin trúlega klædd leðri. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000. - jss Nauðgun til rannsóknar: Lögregla leitar leigubílstjóra FULLT HÚS JÓLAGJAFA 3.990 kr. UMHVERFISMÁL Kertaljósavaka til að krefjast þess að þjóðarleiðtog- ar heims nái bindandi samkomu- lagi á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn verður haldin á Lækjartorgi í dag klukkan 17.30. Vökunni var frestað á laugar- dag vegna votviðris. Athöfnin er hluti af alþjóðlegri kertaljósavöku sem netsamfélag- ið Avaaz hefur haft forystu um að skipuleggja vegna loftslagsráð- stefnunnar í Kaupmannahöfn. - pg Vilja bindandi samkomulag: Kertaljósavaka haldin í dag SÍLE, AP Milljarðarmæringurinn Sebastian Pineira fékk 44 prósent atkvæða í fyrri umferð forseta- kosninga í Síle á sunnudaginn. Hann þykir eiga góða möguleika á sigri í seinni umferðinni í jan- úar. Eduardo Frei, fyrrverandi for- seti, fékk 30 prósent atkvæða, og því verður kosið á milli þeirra tveggja í seinni umferðinni. Frei er fulltrúi miðju- og vinstriafla, sem hafa stjórnað Síle samfleytt í nærri tvo áratugi. Pineira er aftur á móti fulltrúi hægri aflanna, sem hafa ekki náð völdum síðan harðstjórinn Augu- sto Pinochet fór með stjórn lands- ins. - gb Kosningar í Síle: Milljarðamær- ingur í slaginn SEBASTIAN PINERA Helsta von hægri- manna í Síle. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Lalli, er þetta töfrasprotafyr- irtæki? „Ég veit ekki með það, en á bak við Kvöldin með Lalla töframanni er töfrasprotinn í ár.“ Lárus Guðjónsson, Lalli töframaður, gefur út kennslumynddisk með töfrabrögðum fyrir jólin. STJÓRNMÁL Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir alþingismaður vill að ríkisstjórnin láti rannsaka ógildar undirskriftir á lista Ind- efence sem rekja megi til opin- berra stofnana. „Það er óeðlilegt í jafn mikilvægu máli að svona und- irskriftir séu raktar til RÚV eða Stjórnarráðsins, hvort sem það var gert í einkapósti eða ekki.“ Þorgerður segir ýmsar leiðir til að rannsaka uppruna undirskrift- anna, svo sem að skipa hóp sem fari yfir málið. „Aðalatriðið er að eyða tortryggni og byggja upp trú- verðugleika gagnvört kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem verða algengari í framtíðinni.“ - bs Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Vill rannsókn á undirskriftum SPÁNN, AP Ellefu manns voru sakfelldir á Spáni fyrir að hafa skipulagt sjálfsvígsárásir, sem hefðu orðið þær fyrstu í landinu. Mennirnir, sem eru frá Pakist- an og Indlandi, fengu allt að 14 ára dóm. Lögreglan á Spáni komst á snoðir um áformin í janúar 2008 eftir að einn úr hópnum hætti við að sprengja sjálfan sig í loft upp og kjaftaði frá. Áformin snerust um að sprengja sprengjur í jarðlesta- kerfi Barcelonaborgar. Árið 2004 urðu hryðjuverka- menn nærri 200 manns að bana með árásum á almenningssam- göngukerfið í Madrid. - gb Ellefu menn á Spáni: Skipulögðu sjálfsvígsárás SKIPULAGSMÁL Borgarráð hefur samþykkt að rekstr- araðila Hressingarskálans í Austurstræti verði gert að taka niður samkomutjald í garði staðarins. „Forvarnardeild Slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins hefur metið svo að umtalsverð hætta sé fyrir hendi á öryggi gesta veitingastaðarins,“ segir í greinargerð Magnúsar Sædals byggingarfulltrúa. „Þeir segja hættu á að það kvikni í tjaldinu en það er nú samt úr sérstöku óbrennanlegu efni sem upp- fyllir kröfur Evrópusambandsins,“ segir Valdimar Hilmarsson, annar tveggja eigenda Hressingarskál- ans. Að sögn Valdimars var tjaldið sett upp í góðri trú í garði Hressingarskálans fyrir um sex vikum til að styrkja rekstur staðarins yfir veturinn. „Þeir komu og skipuðu okkur að taka tjaldið niður en við báðum þá um að fá skriflegan rökstuðning fyrir því. Nú er lögfræðingurinn okkar búinn að kæra þeirra ákvörðun.“ Valdimar segir það hart að borgin sæki að Hress- ingarskálanum vegna tjaldsins eftir að staðurinn hafi í tvö og hálft ár goldið fyrir slugs af hálfu borg- arinnar eftir stóra brunann á næstu lóð. Til dæmis hafi verið lokað fyrir göngustíg frá Austurstræti. „Borgin gerir það sem henni sýnist án þess að spyrja nokkurn en eltir svo litla aðila með kröfum um leyfi hingað og þangað.“ - gar Borgaryfirvöld óttast um öryggi gesta Hressingarskálans: Skipað að fella samkomutjald Í GARÐI HRESSINGARSKÁLANS Tjaldið sem sett var upp fyrir sex vikum er hættulegt segir slökkviliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.