Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 2009 11 DÓMSMÁL Maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 200 þúsunda króna í skaðabætur fyrir að nefbrjóta mann á tjaldstæðinu á Flúðum í sumar sem leið. Árásarmaðurinn kom fyrir dóminn við þingfestingu málsins og játaði sök, en mótmælti fram- kominni bótakröfu. Kvaðst hann í umrætt sinn hafa verið áreittur af fórnarlambinu, sem hann hefði ekki þekkt. Árásarmaðurinn var sautján ára þegar hann nefbraut hinn. Með vísan til játningar hans og ungs aldurs þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna. - jss Tveir mánuðir skilorðsbundnir: Nefbraut mann á tjaldstæði MÓTMÆLI Samtökin Nýtt Ísland standa fyrir mótmælum fyrir utan húsnæði fimm fyrirtækja sem lána til bifreiðakaupa í dag. Safnast verður saman fyrir utan fyrirtækin og flautað stanslaust í þrjár mínútur. „Mótmælin byrja klukkan 12 hjá Íslandsbanka Kirkjusandi. Bílalestin fer síðan að höfuðstöðv- um SP Fjármögnunar að Sigtúni 42, þaðan að Lýsingu í Ármúla. Tryggingamiðstöðin Síðumúla verður heimsótt og við endum á Suðurlandsbrautinni hjá Avant. Aðgerðir eru boðaðar í hádeginu alla þriðjudaga í vetur eða þar til „réttlátar leiðréttingar vegna höf- uðstólshækkunar bílasamninga bílalánafyrirtækjanna gagnvart lántakendum verður mætt“ eins og segir í tilkynningu. Samtökin Nýtt Ísland: Vilja réttlátar leiðréttingar á bílalánum DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vinkonu hennar. Stúlkurnar voru tólf ára þegar hann braut gegn þeim í sumarhúsi árið 2008. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Héraðsdómur taldi sekt hans sannaða og að hann ætti sér engar málsbætur. Auk þess að greiða sakarkostnað var mannin- um gert að greiða dóttur sinni 450 þúsund í bætur og vinkonu hennar 200 þúsund krónur. - jss Tíu mánaða fangelsi: Braut gegn dóttur og vin- konu hennar ALÞINGI Seðlabanki Íslands gerði afdrifarík mistök þegar hann ákvað að taka svoköll- uð ástarbréf sem veð fyrir lánafyrirgreiðsl- um til íslensku bankanna. Þetta sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í gær. Björn Valur Gíslason, Vinstri grænum, innti Gylfa eftir skoðun sinni á nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á störfum Seðlabank- ans í aðdraganda bankahrunsins. Spurði Björn Valur hvort Gylfa þætti tilefni til að rannsaka aðkomu æðstu stjórnenda Seðla- bankans að þessum ákvörðunum. Gylfi sagði ljóst að Seðlabankinn hefði beðið verulegt tjón af lánveitingum til íslenskra banka. Það væri nú metið á 270 milljarða, kynni að hækka eða lækka, en sé þó augljóslega stærsta einstaka áfallið sem íslenski ríkissjóðurinn varð fyrir. Ekkert sé við það að athuga að Seðla- bankinn veiti bönkum sem hann þjónustar lánafyrirgreiðslu. „Það er hins vegar alveg ljóst að Seðlabankinn gerði afdrifarík mis- tök þegar ákveðið var hvaða veð voru tekin voru fyrir lánunum,“ sagði Gylfi. Ástarbréf- in sem tekin voru að veði séu í dag verðlaus, en sem dæmi nefnir Gylfi að evrópski seðla- bankinn, sem einnig lánaði íslensku bönk- unum, hafi gert kröfu um veð í ríkisskulda- bréfum og útlánasöfnum bankanna og hafi litlu sem engu tapað. Hugsanlegt sé að rannsaka þurfi málið sérstaklega, en þó sé rétt að bíða niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis fyrst. - sh Efnahags- og viðskiptaráðherra gagnrýnir ótrygg veð fyrir lánum Seðlabankans: Seðlabankinn gerði afdrifarík mistök BJÖRN VALUR GÍSLASONGYLFI MAGNÚSSON Ryksugur - fyrsta flokks. Stór orð sem reynslan réttlætir. Hátúni 6a . 105 Reykjavík Sími 552 4420 . www.fonix.is Varfærni, einfalt þjónustuframboð og örugg vinnubrögð skipta öllu máli fyrir fólk og fyrirtæki. Þannig á banki að vera. Það er minna mál að skipta um banka en þú heldur. Hafðu samband í síma 540 3200. Borgartúni 26 · www.mp.is Netgreiðsluþjónusta Gjaldeyrisreikningar Sparnaðarreikningar Yfirdráttur Debetkort Launareikningur Kreditkort Netbanki Já, við bjóðum upp á vildarþjónustu. Fyrir alla okkar viðskiptavini. Súsanna Antonsdóttir, viðskiptastjóri F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.