Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 18
18 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
STYTTA AF OBAMA Þessi stytta af
Barack Obama Bandaríkjaforseta á
barnsaldri var sett upp í almennings-
garði í Djakarta, höfuðborg Indónesíu.
Obama ólst þar upp að hluta og gekk
þar í skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Ætla má að kröfuhafar
sem lýstu kröfum í bú Glitnis fái á
bilinu 690 til 860 milljarða króna
af þeim 3.436 milljörðum sem
sendar voru inn, eða á bilinu 20 til
23 prósent.
Þrír vogunarsjóðir eiga saman
rúm tíu prósent krafna í þrotabú
bankans, eða upp á um 350 millj-
arða króna. Fjármálafyrirtækið
Burlington Loan Managment, sem
skráð er á Írlandi en tengist banda-
ríska vogunarsjóðnum Davidson
Kempner Capital Management, á
hæstu kröfuna, sem hljóðar upp á
150 milljarða króna. Það jafngildir
um fjórum prósentum af heildar-
kröfum. Hinir tveir eru alþjóðlega
félagið York Capital Management
og bandaríski sjóðurinn Eton Park
Capital Management. Kröfulýsing-
ar síðastnefndu félaganna falla
undir nokkra undirsjóði. Krafa
hvors þeirra hljóðar upp á um
hundrað milljarða króna.
Sjóðirnir, ásamt Davidson Kemp-
ner, áttu allir kröfu í bú Lands-
bankans og má gera ráða fyrir að
þeir verði jafnframt fyrirferðar-
miklir í kröfuhafahópi Kaupþings
þegar frestur rennur út til að lýsa
kröfu í búið um áramót.
Á meðal annarra kröfuhafa eru
hefðbundnari fjármálafyrirtæki.
Þeirra stærst er breski bankinn
Royal Bank of Scotland með kröfu
upp á 130 milljarða króna. Þá gerir
Deka Bank í Þýskalandi kröfu upp
á níutíu milljarða og þýski bank-
inn KfW, kröfu upp á 34 milljarða.
Aðrir bankar gera öllu lægri kröf-
ur í búið.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, segir að lýst hafi
verið kröfum í búið upp á hundr-
uð milljarða af varúðarástæðum.
Þar á meðal er hundrað milljarða
króna krafa frá Tryggingarsjóði
innstæðueig-
enda, sem hafi
verið lýst til vara
ef neyðarlög-
in héldu ekki og
upp á 127 millj-
arða króna frá
Glitni í Lúxem-
borg. „Krafan
frá Lúxemborg
er varúðarkrafa
sem var send inn
til vara ef samkomulag við Seðla-
banka Lúxemborgar um uppgjör
við dótturfélag Glitnis þar gengi
ekki eftir. Líkurnar á að okkur tak-
ist ekki að efna þann samning eru
nánast engar,“ segir Árni en vill
ekki segja til um hvað megi ætla
að há krafa falli niður. Ljóst er að
hún hljóðar upp á rúma tvo hundr-
uð milljarða króna.
Skilanefndin fundar með kröfu-
höfum á næstu dögum þar sem
farið verður yfir kröfuhafaskrána.
jonab@frettabladid.is
Þrír vogunarsjóðir eiga
rúm tíu prósent krafnanna
Fjölda varúðarkrafna var lýst í þrotabú Glitnis og mun heildarkrafan lækka um hundruð milljarða. Erlend-
ir vogunarsjóðir eru fyrirferðarmestir. Búist er við að þeir sömu verði meðal helstu kröfuhafa Kaupþings.
Fjármálafyrirtækið Burlington Loan
Management var stofnað á þessu
ári í tengslum við kaup á skulda-
bréfum Glitnis á eftirmarkaði. Það
tengist bandaríska vogunarsjóðn-
um Davidson Kempner Capital
Management, sem sérhæfir sig í
fjárfestingum á skráðum hluta- og
skuldabréfamarkaði. Það veðjaði
á fall banka og fjármálafyrirtækja í
bankahrinunni í fyrra, þar á meðal
breska bankans Lloyds í byrjun
september, samkvæmt gögnum
breska fjármálaeftirlitsins.
York Capital Management og Eton
Park sérhæfa sig bæði í kaupum á
skuldabréfum fallinna fyrirtækja og
endurreisn þeirra.
Á meðal annarra fyrirferðamikilla
sjóða sem gera milljarðakröfur í
bú Glitnis eru bandarísku vogunar-
sjóðirnir Longacre Capital
Partners og Centerbridge
Credit Partners.
Þá eru í kröfu-
skránni kröfur frá
innlendum félögum
og einstaklingum,
svo sem Eftirlaunasjóði starfs-
manna Glitnis banka, sem gerir
5,8 milljarða kröfu í búið. Á meðal
einstaklinga er Ragnar Önundar-
son, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna.
Ein krafa vekur sérstaka athygli.
Hún er frá Williams-liðinu í Formúlu
1. Hún hljóðar upp á tvo milljarða
króna vegna slita á samningum við
liðið. Ekki hefur fengist gefið upp
hvers eðlis sá samingur er.
Kröfuhafaskrá Glitnis telur 217
blaðsíður og eru lýstar kröfur 8.658
talsins.
BÍLL FRÁ WILLIAMS-LIÐINU
Formúluliðið Williams gerir
kröfu í bú Glitnis upp á tvo
milljarða króna vegna rofa á
samningi.
KENNIR ÝMISSA GRASA Í KRÖFUHAFASKRÁ
ÁRNI TÓMASSON
Arion banki býður
nú viðskiptavinum
með erlend og innlend
íbúðalán lausnir sem
lækka höfuðstól lána
og létta greiðslubyrði.
Hafðu samband
sími 444 7000 • arionbanki.is
Skoðaðu hvaða leið gæti hentað þér á arionbanki.is. Nánari upplýsingar fást
hjá þjónusturáðgjöfum í útibúum Arion banka eða í síma 444 7000.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
A
R
I
48
40
9
12
/0
9
SVEITARSTJÓRNIR Grunnskólinn á
Hólmavík mun spara 1,4 millj-
ónir króna á að kaupa lítið not-
aðar tölvur í stað þess að kaupa
nýjar eins og til stóð. Um er
að ræða öflugar tölvur með 19
tommu skjá og Windows 7 stýri-
kerfi á aðeins 35 þúsund krónur
stykkið að því er segir í skýrslu
Ásdísar Leifsdóttur sveitar-
stjóra.
„Er um að ræða lítt notað-
ar nýlegar tölvur sem keypt-
ar voru fyrir fjármálastofnun á
síðasta ári og ekki er not fyrir.
Með þessu móti eignast skólinn
loksins góðan tölvukost þar sem
allar tölvurnar eru með nýjustu
forritum,“ segir í fundargerð
sveitarstjórnarinnar. - gar
Eins dauði er annars brauð:
Skólakrakkar fá
tölvur úr banka