Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 42
 15. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR14 ● fréttablaðið ● jólagjöfi n hennar ● EFTIR BAÐIÐ Gæðalegur sloppur kemur vel til greina þegar hugað er að gjöf handa henni. Hvort sem það er einn af þessum þykku og hlýlegu sem hún getur vafið utan um sig eða þynnri og léttari sem gott er að smeygja sér í eftir heita sturtu, henta vel að sumrinu og frábært er að taka með sér í ferðalögin. Dekurgjafir gleðja og næra og þá sérstaklega ef þeim fylgir loforð um nudd og góða hvíld. Góður dekurpakki getur innihaldið líkamsskrúbb, svampa, freyðibað, baðbombur, sápur, krem, nudd- olíur, ilmkjarnaolíur, handklæði og naglasett svo dæmi séu tekin. Mælt er með því að kaupa pakkann í verslun sem selur mildar vörur sem fara vel með húðina en þannig má forðast ofnæmi og ertingu. Eins er ráð að halda sig við aðeins einn ilm við val á sápum og kremum. Pakkanum ætti að fylgja loforð um dekurdag og er upplagt að taka einn af hátíðisdögunum frá, láta renna í freyðibað, kveikja á kertum og vera síðan tilbúinn með nuddolí- urnar á eftir. Margir kaupa gjafabréf í dekur sem er góðra gjalda vert og ávísun á fagmannleg vinnu- brögð. Gjafir til heimadekurs eru þó óneitanlega persónu- legri auk þess sem dekrið má endurtaka að vild og því um að ræða gjöf sem endist. - ve Láttu renna í freyðibað fyrir elskuna og kveiktu á kertum. Ilmkjarnaolíur virkja skynfærin til hins ýtrasta en þær má bæði bera á húðina og anda að sér. Svampar og grófir húðburstar hreinsa burtu dauðar húðfrumur og gera húðina silkimjúka. Á eftir er gott að eiga ilmandi krem. NORDICPHOTOS/GETTY Góðar nuddolíur skipta sköpum og þá sérstaklega ef loforð um nudd fylgir með. Endurnærandi heimadekur Með þessu tæki er hægt að veita fyrir- taks axlarnudd. N O RD ICPH O TO S/G ETTY ●HRYLLINGUR HITTIR Í MARK Í gegnum kvikmyndasög- una hafa hryllingsmyndir og as- ískar bardagamyndir verið þær tegundir kvikmynda sem gefið hafa kvensöguhetjum einna mest vægi. Eitthvað á þá leið hljómar að minnsta kosti ein af mörgum fem- inískum útleggingum á þeirri um- ræðu. Sé tekið mið af því er margt vitlausara en að splæsa í eins og eina góða horrormynd handa konunum í lífi þínu í jólagjöf, sér- staklega þeim sem orðnar eru átján ára gamlar. Til dæmis er einhver rosalega notalegur sjarmi yfir gömlum hryllingsmyndum eins og Exorcist og Rosemary‘s Baby og Hitchcock-safninu eins og það leggur sig. Kvenfólk- ið getur þá um leið skemmt sér yfir flottum klæðaburði nostalgíunnar, svo gripið sé til enn einnar steríótýpunnar. Hryllingurinn ætti að hitta hryllilega vel í mark. Úr Hitchcock-myndinni Psycho frá 1960.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.