Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 27
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég hef bara rosalegan áhuga á jaðarsporti, þar á meðal köfun. Ég kann svakalega vel við mig í vatni,“ útskýrir Eva, sem segir áhugann hafa kviknað þegar hún kafaði í fyrsta sinn í Dahab í Egyptalandi. „Ég fékk að busla aðeins þarna og vildi eiginlega ekki koma upp úr aftur. Mér fannst bara svo gaman að uppötva nýjan litríkan og falleg- an heim. Þannig byrjaði þetta,“ rifj- ar hún upp. Eva þreytti þarna frumraun sína í sportköfun en ekki leið á löngu þar til hún fékk tækifæri til að spreyta sig á svokallaðri „open water“-köfun fyrir utan strendur Keníu. „Ég fór alveg niður á átján metra og synti um meðal annars með höfrungum, skjaldbökum og djöflaskötum,“ segir hún og bætir við að eftir það hafi ekki verið aftur snúið, enda gerði hún sér lítið fyrir og lauk bóklegu prófi í köfun. Síðan hefur Eva smám saman verið að bæta við þekkinguna og víða fengið útrás fyrir þetta áhugamál. Þar á meðal fyrir utan strendur Höfðaborgar í Suður-Afr- íku þar sem hún komst í tæri við fimm metra langa hákarla. „Þetta voru hvítháfar, sem eru með fáum hákarlategundum sem geta ráðist á menn. Þeir geta verið ansi ágeng- ir en við í hópnum vorum vel varin í búrum þannig að hættan var í sjálfu sér engin. Draumurinn er svo að geta einhvern tímann synt óvarin innan um þessar skaðræð- isskepnur.“ Eva kafar þó ekki aðeins í frí- tíma sínum, því hún er jafnframt fullgildur kafari í Björgunarsveit- inni Ársæli. „Það er auðvitað mik- ill munur á því að vera í fríi eða í björgunarleiðangri,“ segir Eva, sem hefur fengið nokkur útköll þau fjögur ár sem hún hefur verið í sveitinni. „Ég hef til dæmis lent í því að leita að manni, en við slíkar aðstæður kemur sér vel að vera í góðum félagsskap og eins að vera ágætu formi, því þá eyðir maður minna súrefni og getur kafað leng- ur,“ útskýrir hún og bætir við að tvennt ólíkt sé að kafa hérlendis og til dæmis í litríkum neðansjáv- arheimi Rauðahafsins eða Kyrra- hafsins. roald@frettabladid.is Synti um með hákörlum Eva Lind Oliversdóttir er áhugasöm um allt sem viðkemur jaðaríþróttum, til að mynda fallhlífarstökki, ísklifri og köfun. Hún hefur oft komist í hann krappan og meðal annars synt um með hákörlum. GAMLÁRSHLAUP ÍR verður þreytt í 33. sinn á gamlársdag. Hlaupið hefst klukkan 12 fyrir framan hús Hjálpræðishersins. Skapast hefur hefð fyrir því að hlauparar mæti í hinum ýmsu búningum og verða veitt verðlaun fyrir þann besta. www.hlaup.is Eva Lind Oliversdóttir hefur kafað víða um heim. Meðal annars í Keníu, Egyptalandi og við strendur Höfðaborgar í Suður-Afríku þar sem hún komst í tæri við fimm metra langa hákarla. MYND/ÚR EINKASAFNI Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is Bjóðum úrval af döskum ReSound heyrnartækjum * Heyrnarþjónusta * Heyrnarvernd * Heyrnarmælingar * Heyrnartæki * Ráðgjöf Hjá Heyrn er veitt alhliða þjónusta til að bæta úr heyrnarskerðingu undir faglegri ábyrgð Ellisifjar K. Björnsdóttur, heyrnarfræðings. Ellisif K . Björnsdóttir heyrnar fræðingur jóð rval af önskum ReSound heyrnat j Ellisif K . Björnsdóttir heyrnar fræðingur Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.