Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 12
12 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR MÓTMÆLA TALIBÖNUM Stuðnings- menn íslamska stjórnmálaflokksins Jamiat Ulema í Pakistan komu saman í Karachi til að mótmæla sjálfsvígsárás- um talibanahreyfingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Álfheiður Ingadóttir heil- brigðisráðherra sér ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á þátttöku sinni í mótmælunum síðasta vetur eða ummælum sem hún lét falla um fram- göngu lögreglu í þeim. Þetta sagði hún á Alþingi í gær. Gunnar Bragi Sveinsson, Framsókn- arflokki, beindi þeirri fyrirspurn til Álfheiðar hvort hún væri enn sömu skoðunar og þegar hún sagði í fjöl- miðlum að handtaka ungs manns sem leiddi til uppþots við lögreglustöðina á Hverfisgötu hefði verið hefndarað- gerð lögreglu gegn mótmælendum. Jafnframt hvort hún væri tilbúin til að biðja lögreglu afsökunar á ummælun- um og þátttöku sinni í mótmælunum. Vísaði Gunnar Bragi meðal annars til harðorðrar gagnrýni formanns Landssambands lögreglumanna á framgöngu Álfheiðar, og frétta af því að níu lögreglumenn hygðust sækja sér bætur vegna meiðsla sem þeir hlutu í mótmælunum, sumir hverjir varanlegra. „Sú sem hér stendur hefur ekki beitt neinu ofbeldi með þátttöku í mótmælaaðgerðum og hefur þvert á móti fordæmt ofbeldi,“ svaraði Álf- heiður. Hún hygðist því ekki biðj- ast afsökunar. „Við gerðum það sem þurfti að gera, við fórum út á götur og mótmæltum og, háttvirtur þingmað- ur, það bar tilætlaðan árangur,“ sagði hún. - sh Heilbrigðisráðherra fordæmir ofbeldisverk í mótmælum síðasta vetrar: Álfheiður biðst ekki afsökunar GERÐI ÞAÐ SEM ÞURFTI Álfheiður minnti á að mótmælendur hefðu myndað skjaldborg um lög- regluna fyrir utan Stjórnarráðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN A ug lý si ng as ím i – Mest lesið www.lapulsa.is GASA, AP Tugir þúsunda komu saman í Gasaborg í gær til að fagna 22 ára afmæli Hamas-sam- takanna og sýna að samtökin njóti enn víðtæks stuðnings á Gasa- svæðinu, þrátt fyrir að Ísrael haldi svæðinu í nánast algerri einangr- un með viðvarandi fátækt. Samtökin hafa farið með völd á Gasasvæðinu eftir að Palest- ínustjórn hraktist þaðan í kjölfar blóðugra átaka milli Hamas og Fatah, hinna tveggja helstu hreyf- inga Palestínumanna. Gasaborg var fagurlega skreytt í tilefni dagsins með grænum borðum og fánum Hamas-hreyf- ingarinnar. Nokkrir helstu leið- togar Hamas fluttu ræður og hljómsveitir komu fram. „Gasa er frjáls, Gasa er stað- föst,“ söng karlakór og Isma- il Hanyeh, leiðtogi Hamas, sagði að hreyfingin muni hvorki leggja niður vopn né viðurkenna tilveru- rétt Ísraelsríkis. „Þessi hreyfing frelsaði Gasa- svæðið með hjálp herskárra hópa,“ sagði hann, og bætti því við að samtökin ætli ekki að láta sér nægja Gasa, heldur horfi til allr- ar Palestínu. „Frelsun Gasasvæðis er aðeins skref í áttina að frelsun allrar Pal- estínu.“ Ísrael lokaði Gasasvæðinu í júní 2006 eftir að herskáir Palestínu- menn tengdir samtökunum rændu ísraelska hermanninum Gilad Schalit. Einangrunin var hert ári síðar þegar Hamas hrakti sveit- ir tengdar Fatah-samtökunum og Palestínustjórn frá svæðinu. Ghazi Hamad, einn af hófsam- ari leiðtogum samtakanna, segir að þau geti ekki stjórnað svæðinu upp á eigin spýtur til lengdar: „Enginn getur rekið Hamas út af leiksviði stjórnmálanna, en Hamas getur ekki leikið einleik og það getur Fatah ekki heldur.“ gudsteinn@frettabladid.is Frelsi fagnað í einangrun Hamassamtökunum tókst að fá tugi þúsunda til þess að fagna frelsun Gasasvæðis, þrátt fyrir lam- andi einangrun, fátækt og harðvítug stríðsátök. ISMAIL HANIYEH Leiðtogi Hamas ætlar ekki að láta sér nægja Gasa. NORDICPHOTOS/AFP FÓLK Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var gerður að heiðursdoktor Ríkisháskól- ans í Ohio, fjölmennasta háskóla Bandaríkjanna, á sunnudag. „Forseta var veittur þessi heið- ur fyrir framlag hans til alþjóða- samfélagsins og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, fyrir að efla samstarf vísindamanna og fræðastofnana á vettvangi umhverfismála og nýtingar nátt- úruauðlinda og stuðla þannig að lausnum á brýnum vandamálum veraldar,“ segir í fréttatilkynn- ingu sem embætti forseta sendi frá sér í gær. - sbt Forseti Íslands í Ohio: Gerður að heið- ursdoktor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.