Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 12
12 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
MÓTMÆLA TALIBÖNUM Stuðnings-
menn íslamska stjórnmálaflokksins
Jamiat Ulema í Pakistan komu saman í
Karachi til að mótmæla sjálfsvígsárás-
um talibanahreyfingarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ALÞINGI Álfheiður Ingadóttir heil-
brigðisráðherra sér ekki ástæðu til
að biðjast afsökunar á þátttöku sinni
í mótmælunum síðasta vetur eða
ummælum sem hún lét falla um fram-
göngu lögreglu í þeim. Þetta sagði hún
á Alþingi í gær.
Gunnar Bragi Sveinsson, Framsókn-
arflokki, beindi þeirri fyrirspurn til
Álfheiðar hvort hún væri enn sömu
skoðunar og þegar hún sagði í fjöl-
miðlum að handtaka ungs manns sem
leiddi til uppþots við lögreglustöðina
á Hverfisgötu hefði verið hefndarað-
gerð lögreglu gegn mótmælendum.
Jafnframt hvort hún væri tilbúin til að
biðja lögreglu afsökunar á ummælun-
um og þátttöku sinni í mótmælunum.
Vísaði Gunnar Bragi meðal annars
til harðorðrar gagnrýni formanns
Landssambands lögreglumanna á
framgöngu Álfheiðar, og frétta af því
að níu lögreglumenn hygðust sækja
sér bætur vegna meiðsla sem þeir
hlutu í mótmælunum, sumir hverjir
varanlegra.
„Sú sem hér stendur hefur ekki
beitt neinu ofbeldi með þátttöku í
mótmælaaðgerðum og hefur þvert á
móti fordæmt ofbeldi,“ svaraði Álf-
heiður. Hún hygðist því ekki biðj-
ast afsökunar. „Við gerðum það sem
þurfti að gera, við fórum út á götur og
mótmæltum og, háttvirtur þingmað-
ur, það bar tilætlaðan árangur,“ sagði
hún. - sh
Heilbrigðisráðherra fordæmir ofbeldisverk í mótmælum síðasta vetrar:
Álfheiður biðst ekki afsökunar
GERÐI ÞAÐ SEM ÞURFTI Álfheiður
minnti á að mótmælendur hefðu
myndað skjaldborg um lög-
regluna fyrir utan Stjórnarráðið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið
www.lapulsa.is
GASA, AP Tugir þúsunda komu
saman í Gasaborg í gær til að
fagna 22 ára afmæli Hamas-sam-
takanna og sýna að samtökin njóti
enn víðtæks stuðnings á Gasa-
svæðinu, þrátt fyrir að Ísrael haldi
svæðinu í nánast algerri einangr-
un með viðvarandi fátækt.
Samtökin hafa farið með völd
á Gasasvæðinu eftir að Palest-
ínustjórn hraktist þaðan í kjölfar
blóðugra átaka milli Hamas og
Fatah, hinna tveggja helstu hreyf-
inga Palestínumanna.
Gasaborg var fagurlega skreytt
í tilefni dagsins með grænum
borðum og fánum Hamas-hreyf-
ingarinnar. Nokkrir helstu leið-
togar Hamas fluttu ræður og
hljómsveitir komu fram.
„Gasa er frjáls, Gasa er stað-
föst,“ söng karlakór og Isma-
il Hanyeh, leiðtogi Hamas, sagði
að hreyfingin muni hvorki leggja
niður vopn né viðurkenna tilveru-
rétt Ísraelsríkis.
„Þessi hreyfing frelsaði Gasa-
svæðið með hjálp herskárra hópa,“
sagði hann, og bætti því við að
samtökin ætli ekki að láta sér
nægja Gasa, heldur horfi til allr-
ar Palestínu.
„Frelsun Gasasvæðis er aðeins
skref í áttina að frelsun allrar Pal-
estínu.“
Ísrael lokaði Gasasvæðinu í júní
2006 eftir að herskáir Palestínu-
menn tengdir samtökunum rændu
ísraelska hermanninum Gilad
Schalit. Einangrunin var hert ári
síðar þegar Hamas hrakti sveit-
ir tengdar Fatah-samtökunum og
Palestínustjórn frá svæðinu.
Ghazi Hamad, einn af hófsam-
ari leiðtogum samtakanna, segir
að þau geti ekki stjórnað svæðinu
upp á eigin spýtur til lengdar:
„Enginn getur rekið Hamas
út af leiksviði stjórnmálanna, en
Hamas getur ekki leikið einleik og
það getur Fatah ekki heldur.“
gudsteinn@frettabladid.is
Frelsi fagnað
í einangrun
Hamassamtökunum tókst að fá tugi þúsunda til
þess að fagna frelsun Gasasvæðis, þrátt fyrir lam-
andi einangrun, fátækt og harðvítug stríðsátök.
ISMAIL HANIYEH Leiðtogi Hamas ætlar ekki að láta sér nægja Gasa. NORDICPHOTOS/AFP
FÓLK Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, var gerður
að heiðursdoktor Ríkisháskól-
ans í Ohio, fjölmennasta háskóla
Bandaríkjanna, á sunnudag.
„Forseta var veittur þessi heið-
ur fyrir framlag hans til alþjóða-
samfélagsins og baráttunnar
gegn loftslagsbreytingum, fyrir
að efla samstarf vísindamanna
og fræðastofnana á vettvangi
umhverfismála og nýtingar nátt-
úruauðlinda og stuðla þannig að
lausnum á brýnum vandamálum
veraldar,“ segir í fréttatilkynn-
ingu sem embætti forseta sendi
frá sér í gær.
- sbt
Forseti Íslands í Ohio:
Gerður að heið-
ursdoktor