Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 8
8 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR 1. Hvað hafa ástralskir vísinda- menn séð hryggleysingja gera í fyrsta sinn? 2. Hve margir Reykvíkingar tóku þátt í fyrstu netkosning- unni um forgangsröðun fram- kvæmda hjá borginni? 3. Hvað heitir erlendi kvik- myndaleikstjórinn sem niðurgreiðir hér námskeið í inn hverfri íhugun? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 82 SAMA VERÐ fyrir alla jólapakka hvert á land sem er Hámarksþyngd 30 kg eða 0,1 m3 Við erum sérfræðingar í matvælaflutningum Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma er að finna á landflutningar.is 790 kr. DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fang- elsi fyrir að reyna að smygla til landsins tæplega sex þúsund fíkni- efnatöflum, sem innihéldu meðal annars metamfetamín. Mennirn- ir, Marcin Piotr Gosz og Apoldeusz Wincenty Wroblewski, eru báðir pólskir ríkisborgarar. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fíkniefnin fundust í farangri mannanna þegar þeir komu til landsins með flugi í september síð- astliðnum frá Varsjá. Þeir höfðu falið þau í niðursuðudósum. Annar mannanna bar að hann hefði verið þvingaður til að fara til Íslands með pakka sem hann vissi ekki hvað var í. Hefði hópur karl- manna komið á heimili hans í Pól- landi 4. eða 5. september og sagt honum að hann ætti að fara með pakka til Íslands og að þeir myndu meiða hann og son hans ef hann yrði ekki við kröfu þeirra. Hinn maðurinn sagðist hafa keypt niðursuðudósirnar sem hann var með á markaði í Varsjá skömmu áður en hann lagði upp í ferðina. Hann hefði ekki vitað betur en að einungis væri kjötmeti í þeim. Mennirnir kváðust ekki þekkja hvor annan. Dómurinn taldi sann- að að þeir hefðu ætlað að smygla töflunum hingað til lands. - jss Tveir karlmenn dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi: Reyndu að smygla tæplega sex þúsund töflum til landsins METAMFETAMÍN Töflurnar innihéldu, auk annars, metamfetamín. LÖGREGLUMÁL Rúmenskur karl- maður var tekinn með rúmt hálft kíló af kókaíni við komuna til landsins um helgina. Hann var með efnin innvortis en skilaði þeim fljótlega af sér. Maðurinn var að koma hing- að til lands frá Kaupmannahöfn. Tollgæsla stöðvaði hann við hefðbundið eftirlit. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið. Maðurinn er talinn hafa verið burðardýr og snýr rannsóknin meðal annars að því að finna tengilið hans hér á landi. - jss Rúmenskur maður tekinn: Var með hálft kíló af kókaíni DÓMSTÓLAR Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur lagt til að heimilt verði að fjölga héraðs- dómurum tímabundið. Ráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um dómstóla þar sem lagt er til að heimilt verði að fjölga héraðsdómurum tímabundið um fimm, úr 38 í 43. Gert er ráð fyrir að dómarar verði 43 fram til 1. janúar 2013. Eftir þann tíma skuli ekki skipa í embætti héraðsdómara sem losna fyrr en þess gerist þörf, þar til dómarar í héraði verða aftur 38 að tölu. Auk þess er gert ráð fyrir að löglærðum aðstoðarmönnum héraðsdómara verði fjölgað um fimm. Ráðherra benti í framsögu- ræðu sinni á að þeir atburðir sem leiddu til falls bankanna síðast- liðið haust hafi haft mikil áhrif á stofnanir réttarvörslukerfisins. Búast megi við að dómstólarnir þurfi að takast á við aukinn fjölda sakamála vegna efnahagsbrota, meðal annars í kjölfar rannsókna hjá embætti sérstaks saksóknara. Þá megi gera ráð fyrir auknum fjölda einkamála fyrir dómstól- um þar með talið kærumálum vegna slita á fjármálafyrirtækj- um. - jss Dómsmálaráðherra mælir fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um dómstóla: Vill fjölga héraðsdómurum RAGNA ÁRNADÓTTIR Héraðsdómurum verði fjölgað tímabundið. MENNTAMÁL Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram til- lögur sem gera myndu sveitar- félögunum kleift að svara hagræð- ingarkröfu innan grunnskólanna á næstu tveimur skólaárum. Sú leið sem er talin líklegust til árangurs felur í sér skerðingu á kennslu sem nemur þremur til fimm stundum á viku að hámarki. Tillögurnar fela í sér að heimilað verði að stytta vikulegan kennslu- tíma, að heimilað verði að færa til kennslumagn á milli tímabila og að skólaárið verði stytt úr 180 dögum í 170. Allar leiðirnar eru taldar spara um 1,5 milljarða króna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er helst horft til þeirrar leiðar að stytta vikulegan kennslu- tíma, svokallaðrar 5-4-3 leiðar. Þar er vísað til þess hversu marg- ar kennslustundir yrðu skornar af kennslu eftir aldri barna og færri eftir því sem barnið er yngra. Það sem er mikilvægt við þessa leið er að ekki þyrfti að hrófla við kjarasamningum. Stytting skóla- ársins krefst breytingar á kjara- samningum og heimildir Frétta- blaðsins herma að sú leið hafi verið blásin út af borðinu vegna andstöðu kennara. Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, segir að 5-4- 3 leiðin komi ekki frekar til greina en stytting skólaársins. Þessi leið hafi verið farin á sínum tíma og kallað yfir þjóðina tímabil verk- falla og átaka. „Ég trúi því ekki að menntamálaráðherra láti sér detta það í hug að verða við þessu. Þetta er arfavitlaust.“ Eiríkur segir það ekki ganga upp að tala um hagræðingu í þessu sambandi því um sé að ræða grófan niðurskurð og þjónustuskerðingu sem verið sé að boða. Það skipti heldur engu máli að málið sé kynnt með þeim hætti að breytingarn- ar eigi aðeins að ná til tveggja ára. Sjálfgefið sé að ekki verði snúið til baka fyrr en eftir langan tíma. Svo séu þessar breytingar í grunninn brot á réttindum þeirra barna sem gangi í grunnskóla á þeim tíma sem þær nái til. Halldór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að verði þess- um hugmyndum hafnað sé ljóst að hvert og eitt sveitarfélag verði að leita sinna eigin leiða til að ná þeirri miklu hagræðingu sem þurfi innan grunnskólans og sveitarfélagana í heild. Halldór undirstrikar að sveitar- félögin muni verja störf fram í rauð- an dauðan. Hins vegar sé honum ljós afstaða kennara. Því megi segja að menntamálaráðherra sé á milli steins og sleggju. svavar@frettabladid.is Kennarar vilja ekki sjá leið sveitarfélaga Sveitarfélögin hafa kynnt menntamálaráðherra leiðir til að ná 1,5 milljarða sparnaði á ári í grunnskólunum. Nokkrar leiðir geta náð settu marki en kenn- arar segja þær allar jafn slæmar og hafna þeim með alfarið. KRAKKAR Í FLATASKÓLA Ekki er síst tekist á um hvort fækkun kennslustunda rýri gæði skólastarfsins og hvort brotið sé á réttindum barna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.