Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 24
24 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR Nokkur þúsund mótmælendur marseruðu fylktu liði að Bella Center í gær. Markmiðið var ekki veigalítið; taka átti stjórn- ina á ráðstefnunni yfir í einn dag og færa hana aftur til fólks- ins. Lögreglan hafði mikinn við- búnað, enda vissu allir sem vita vildu hvað í vændum var. Mót- mælendum má skipta í tvennt. Bláa blokkin fór eftir fyrir fram skipulögðum lögregluleiðum að ráðstefnunni og að svæði þar sem halda átti þing fólksins. Græna blokkin, minni og hreyfanlegri einingar, kom hins vegar úr ann- arri átt, úr suðvestri. Hennar var að rjúfa girðingarnar. Tvískipting Segja má að mótmælahreyfingin hér í kringum ráðstefnuna skiptist eftir þessum línum. Annars vegar er það hópur sem kallar sig Civic Action. Hann boðar borgaralega óhlýðni, að standa uppi í hárinu á yfirvöldum og að nýta sér stjórn- arskrárbundinn rétt sinn til að tjá skoðun sína. Þetta eru að mestu heimamenn, þó að vissulega hafi margir lagt land undir fót til að koma skoðunum sínum á fram- færi. Til hliðar við þennan stóra hóp er mun minni sem kallar sig Black Block, svörtu hreyfinguna. Það eru aðgerðasinnarnir. Félagar í henni hylja gjarnan andlit sín með svört- um klútum eða lambhúshettum og hafa það yfirlýsta markmið að tak- ast á við löregluna. Ekki eru allir mótmælendur sáttir við framgang þessa róttæka hóps. Mótmælendur sem Frétta- blaðið ræddi við sögðu sumir hverj- ir að aðgerðir þeirra skiluðu engum árangri og gæfu lögreglunni afsök- un fyrir því að handtaka hundruð manna. Félagar í Black Block svör- uðu þeim ásökunum engu; litu á blaðamanninn sem fulltrúa valds- ins sem ekki þyrfti að svara. Átök Það var löngu vitað að í odda skærist í gær, þetta var einn af boðuðum stórmótmæladögum. Síðasti slíkur er á morgun. Átök- in komu því fáum á óvart og lög- reglan hefur sýnt síðustu daga að hún beitir hörðum og árangurs- ríkum aðgerðum og er óhrædd við taka fólk fast fyrir litlar sem engar ástæður. Hún hafði lokað Bella Center af og mótmælendur komust því aldrei að girðingunni. Þegar þeir reyndu það lét lögreglan til skar- ar skríða og barði mótmælend- ur með kylfum og úðaði pipar- úða. Fjölmargir voru handteknir og hlúð var að mörgum, ekki síst vegna úðans. Átök brutust út víða við ráð- stefnuhöllina; tekist var á um risastóra uppblásna stranddýnu sem mótmælendur notuðu sem púða á milli sín og lögreglu. Hún hélt ekki lengi. Lögreglan tók fólk hvar sem hún hafði grun um að einhver úr aðgerðasinnahreyfingunni væri. Hún lét stóra hópa afskiptalausa, fólk sem hún taldi vera í hinum friðsamari geira mótmælenda. Hefði hún grun um að aðgerða- sinni leyndist þar á meðal voru hins vegar allir handteknir. Vegna átakanna varð að loka jarðlestarstöðinni við Bella Cent- er og strætisvagnar komust ekki nærri um hríð. Það varð til þess að fjöldi fulltrúa frjálsra félaga- samtaka, sem hafði ætlað að taka þátt í hliðarviðburðum komst ekki inn. Þar réði reyndar einnig hve illa hefur gengið að skrá fólk inn á ráðstefnuna. Félagar þeirra innan- dyra brugðust illa við þeim tíðind- um og settust í hóp á gólfið inni í ráðstefnuhöllinni. Þeir neituðu að hreyfa sig fyrr en réttlátum sam- ingum hefði verið náð og hófu að lesa nöfn allra félaganna sem ekki komust inn. Öryggisgæsla innan- dyra fjarlægði hópinn þó innan tíðar. Danir eru nú að skipuleggja annað húsnæði fyrir fulltrúana sem ekki komust inn. Lítið varð um að fulltrúar í Bella Center gengju til liðs við ráðstefnu fólksins, en til þess hafði verið hvatt með dreifirit- um. Búast má við átökum aftur á morgun. en þá kemur Obama til Kaupmannahafnar, auk þess sem ráðstefnunni lýkur. Kylfusláttur í Kaupmannahöfn Mótmælendur gerðu tilraun til að taka yfir ráðstefnuhöllina í Kaupmannahöfn í gær. Lögreglan var mætt vopnum skrýdd og lét höggin dynja á mótmælendum og úðaði piparúða. Mótmælendum tókst þó að hafa áhrif á ráðstefuna með aðgerðum sínum. Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ skrifar frá Kaupmannahöfn kolbeinn@frettabladid.is FYLKINGAR MÆTAST Lögreglusveitir Kaupmannahafnar beittu táragasi og handtóku hundruð mótmælenda. NORDICPHOTOS/AFP MÓTMÆLENDUR BUGAÐIR Fílefldir lögreglumenn tóku mótmælendur engum vettlingatökum fyrir utan Bella Center. NORDICPHOTOS/AFP Í PLASTJÁRNUM Lögreglumaður leiðir mótmælanda. NORDICPHOTOS/AFP SETTUST Á GÓLFIÐ Hópur ráðstefnugesta krafðist þess að félagar þeirra utandyra fengju að komast inn. FRÉTTABLAÐIÐ/KOLBEINN Upplýsingar um útsölustaði á www.raymond-weil.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.