Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 38
38 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Ólafur G. Sæmundsson og Ólafur Sigurðsson skrifa um næringarfræði Þann 9. nóvember var í Kastljós-þætti Ríkissjónvarpsins kynnt- ur til sögunnar „heimsþekktur“ hráfæðimeistari að nafni David Wolfe. Það eitt og sér væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að í þættinum var hann titlað- ur næringarfræðingur. Titillinn gefur viðkomandi vægi sem sér- fræðings á sviði almennrar nær- ingar mannsins. Almenningur getur þá treyst því að upplýsing- arnar séu þar með frá manni sem hafi viðurkennda háskólamenntun í faginu. Þess má geta að hráfæði- kenningin gengur meðal annars út á það að eingöngu er neytt jurta- fæðis og ekki má hita matinn yfir ca 48 gráður á Celsíus því of mikil hitun á að leiða til eyðileggingar ensíma (prótína). Hráfæðikenningin tengist hefð- bundinni næringarfræði á engan hátt og David Wolfe hefur ekki hlotið næringargráðu hjá nein- um háskóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneyti nokkurs lands. Í upplýsingum sem grein- arhöfundar hafa undir höndum og fengust hjá ritstjóra Kast- ljóss kemur fram að David Wolfe sé með meistaragráðu í næring- arfræði og þar að auki prófess- or í sömu fræðum. Þegar hinir svonefndu skólar eru athugaðir kemur í ljós að ekki er um raun- verulega háskóla að ræða heldur „stofnanir“ sem gera út á „óhefð- bundnar menntunarleiðir“. Öfgaboðskapur í mataræði og næringu er ekki nýr af nálinni og því miður bendir flest til þess að lítið lát verði þar á í framtíð- inni og má sjá þess víða merki í þjóðfélaginu um þessar mund- ir. Sem dæmi má nefna að áróð- ur gagnvart neyslu fæðubótar- efna hefur aldrei verið meiri. Enda kappkosta seljendur að telja fólki trú um að neysla verksmiðj- uunninna fæðubótarefna hafi ótvíræðan lækningamátt þrátt fyrir staðreyndir um annað. Enn aðrir flykkjast í svo kallaða dítox- meðferð þar sem meðferðin felst ekki síst í svelti og ristilskolun og á víst að lækna allflesta heilsu- tengda kvilla, bæði andlega sem líkamlega. Því miður eru heilsu- öfgar sem þessar farnar að bitna á þeim sem síst skyldi sem eru börnin okkar. Þau fá gjarnan að heyra að margt af því sem er hollt og gott sé óhollusta hin mesta. Dæmi þar um er sorglegt viðtal sem tekið var við starfsmann leik- skóla sem greindi frá því að þar á bæ væri búið að setja ný „pipar- kökulög“ þar sem ákveðið hefði verið að í stað „venjulegs“ hveitis hefði verið ákveðið að notast við spelti, í stað sykurs, hrásykur og í staðinn fyrir mjólk, sojamjólk. En reyndin er sú að spelti er ekki hollara öðru hveiti, hrásykur gefur reyndar örlítið af næringar- efnum sem ekki er að finna í hvít- um sykri en í svo litlum mæli að þau leggja sama og ekkert til nær- ingargildis fæðunnar og mjólkin okkar er á margan hátt næring- arríkari en sojamjólkin (enda baunaseyði). Höfum einnig hug- fast að þrátt fyrir allt hafa Íslend- ingar dafnað vel á íslenskum mat og geta átt von á langri ævi og því fáránlegt að halda hollri fæðu, eins og mjólk, frá börnum. Það er trú okkar sem þessar línur rita að öfgakenndur heilsu- boðskapur ýti undir átröskun. Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar kemur að því að miðla fréttum og boðskap til almennings. Það er því mjög mikilvægt þegar ein- staklingar eru kynntir til leiks sem boðberar heilsu og heilbrigði að réttar upplýsingar komi fram um viðkomandi. Þar sem David Wolfe er svo sannarlega ekki nær- ingarfræðingur að mennt teljum við að ekki sé til of mikils ætlast að ritstjóri Kastljóss leiðrétti þá rangfærslu. Ólafur G. Sæmundsson er nær- ingarfræðingur. Ólafur Sigurðs- son er matvælafræðingur. Næringarfræði á villigötum? Til dómsmálaráðherra og barnaverndaryfirvalda UMRÆÐAN Hildur Björk Hörpudóttir og Þuríður Helga Þorsteinsdótt- ir skrifa um ofbeldi gegn börnum Undanfarin ár hefur verið vel skilgreint hvað heim- ilisofbeldi gegn börnum er, hvort sem það telst andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Einnig er ljóst hvaða alvarlegu áhrif það hefur og hvernig bregðast eigi við því. Því miður endar umræðan þar og við tekur úrræðaleysi í þessum málaflokki. Börnum er ekki trúað, áverkavottorð ekki tekin gild, lítið er gert úr vinnu fagfólks, ef það hreinlega treyst- ir sér til þess að standa með börnunum vegna erfiðrar sönnunarbyrði og fárra fordæma fyrir sakfellingum. Að okkar mati er nauðsynlegt að opna barna- verndarmál fyrir hvert einasta barn sem lendir í slíku og falli þar með undir barnaverndarlög en endi ekki utan þeirra á borðum sýslumann- sembætta. Við teljum það einnig vera réttindi þeirra barna sem eru fórnarlömb andlegs, lík- amlegs og kynferðislegs ofbeldis, að fá í öllum tilfellum aðstoð lögfræðinga sem hafa sérþekk- ingu á málaflokknum ásamt því að hagur og velferð barnsins verði höfð að leiðarljósi. Við skýrslutökur á börnum þarf að vera heimilt að spyrja þau á máli sem þau skilja og hentar aldri þeirra og þroska, eins oft og þurfa þykir til að leiða mál til lykta. Það er grundvallaratriði að öll vitnaleiðsla verði virt og skjalfest en ekki hafnað og vísað frá. Hvorki börnin sem brotið er á, né forráðamenn þeirra sem standa með þeim, eiga að þurfa að mæta neikvæðum viðhorf- um og aðkasti. Nauðsynlegt er að taka á málum barna þeirra með fullri virðingu, trú- mennsku og alúð. Það vekur óhug að enn gangi þær flökku- sögur að konur séu það bitrar og reiðar að þær geri allt til þess að halda börnum sínum frá feðrum þeirra í leit að hefnd. Slík firra er að okkar mati álíka sönn og sú að feður beiti börn sín ofbeldi til þess eins að hefna sín á barns- mæðrum sínum. Það virðist vera tilhneiging í íslensku samfélagi til að tala konur nær stans- laust niður þegar kemur að skilnuðum, líðan þeirra eftir skilnað o.s.frv. Eins virðist það ætla að verða lífseig ósannindi að heimilis- og kynferðisofbeldi sé ekki kynbundið ofbeldi þrátt fyrir að rannsóknir og þekkingarfræðileg rök sýni fram á annað. Þetta er kynjakerfið í einum af sínum fjölmörgu birtingarmyndum og því miður er staðreyndin sú að konur jafnt sem karl- ar viðhalda því. Við vonum að breyting verði á og skorum á samfélagið og ofangreindar stofn- anir til að taka á þessum fordómum með því að hafa hag barna að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt að kynna sér málin til hlítar og skoða hvert mál sem einstakt. Heimilisofbeldi gegn börnum er aldrei deila á milli tveggja aðila né nokkurn tíma einkamál. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, sýslu- menn og barnaverndarnefndir þurfa að meðtaka þá staðreynd. Réttindi og lög um íslensk börn eiga að vera virt og í hávegum höfð, hvort sem um er að ræða stjórnarskrárbundinn rétt, barnalög, barnaverndarlög eða almenn mann- réttindi. Börn eiga ávallt að njóta vafans. Hildur Björk er formaður og Þuríður Helga varaformaður Félags forsjárforeldra. HILDUR BJÖRK HÖRPUDÓTTIR ÞURÍÐUR HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR Það virðist vera tilhneiging í íslensku sam- félagi til að tala konur nær stanslaust niður þegar kemur að skilnuðum, líðan þeirra eftir skilnaði o.s.frv. ÓLAFUR G. SÆMUNDSSON ÓLAFUR SIGURÐSSON Enda kappkosta seljendur við að telja fólki trú um að neysla verksmiðjunninna fæðubótar- efna hafi ótvíræðan lækninga- mátt þrátt fyrir staðreyndir um annað. UMRÆÐAN Jón Grétar Þórsson og Aðal- steinn Kjartansson skrifa um skólamáltíðir Börn í grunnskólum Garðabæj-ar myndu spara 29 krónur á hverja máltíð, með því að borða í IKEA frekar en að kaupa mat í skólanum. Það vill nefnilega þannig til að börn í grunnskól- um í Garðabæ borga 428 krónur fyrir hverja máltíð (séu þau í mat- aráskrift), en borga 500 krónur fyrir staka máltíð (séu þau ekki í mataráskrift). Garðabær kaupir þjónustu af fyrirtækinu Skólamatur ehf., en það fyrirtæki þjónustar einnig Kópavogsbæ. Í Kópavogi kost- ar maturinn samt sem áður 280 krónur, sem er 148 krónum ódýrara en í Garðabæ. Samanburður á milli Hafnar- fjarðar og Garðabæjar er líka algengur, þar sem tvær andstæð- ar fylkingar (félagshyggjan og frjálshyggjan) eru einar í meiri- hlutastjórn í sitthvoru sveitar - félaginu. Jafnaðarmennirnir í bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggja meiri áherslu á að veita þá þjón- ustu sem þarf, og fullnýta í stað- inn útsvarsheimildina (13,28%). Á meðan hafa Garðbæingar hærra verð á máltíðum í grunnskólum en þekkist í nágrannasveitafélög- unum til þess eins að geta státað sig af 12,46% útsvari. Þetta er ekki eini kostnað- urinn sem barnafjölskyldur í Garðabæ þurfa að bera, í stað- inn fyrir 12,46% útsvar. Sem dæmi má taka að ódýrara er að vera með barn í heilsdagsskóla í Hafnarfirði en í Garðabæ og að niðurgreiðslur vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar til hafn- firskra barna eru mun hærri en niðurgreiðslur/styrkir til barna í Garðabæ. Garðbæingar eru því augljós- lega að borga fyrir það að geta haft útsvarið einungis 12,46%. Jón Grétar Þórsson er formaður UJH. Aðalsteinn Kjartansson er ritstjóri MÍR. Ikea ódýrara en Garðabær Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur sími 561 0055 • www.ormstunga.is „Ég heimtaþessa bók ískóinn!“ Stefán Pálssonwww.kaninka.net Helgi Ingólfsson Þegar kóngur kom Litrík og spennandi Reykjavíkursaga frá 19. öld „Þegar kóngur kom er vel samin og vel undirbyggð sakamálasaga sem bregður leiftrandi ljósi á Reykjavík og bæjarbúa þessa tíma. – Frumlegasta plottið á þessu glæpahausti, frábærlega undirbyggð saga með merkilegri mannlífslýsingu.“ – Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðinu „Stórskemmtileg bók – spennandi morðgáta.“ – Sigurður G. Tómasson, Útvarpi Sögu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.