Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 42

Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 42
42 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Þorvarður Ingi Þor- björnsson skrifar um vegslóða Talsverð umræða hefur átt sér stað um vegslóða og utanvegaakstur. Vegslóð- ar eiga sér jafnlanga hefð og hestvagnar og vélknú- in ökutæki hér á landi. Slóðar voru yfirleitt beinn undanfari vegagerð- ar. Enn nýtast slóðar í margvísleg- um tilgangi. Sumir hafa öðlast var- anlegan sess á meðan aðrir nýtast sem vinnuslóðar og ferðamanna- leiðir. Vegslóðarnir eru mistorfærir en eiga það sameiginlegt að gera fólki kleift að njóta staða sem annars er erfitt að nálgast. Akstur með ferðamenn um torfæra vegslóða, eink- um á dagleiðum í námunda við höfuðborgarsvæðið er stór hluti ferðaþjónustu á Íslandi. Fjöldi erlendra ferðamanna sem ferðast um slíka vegslóða á sér- útbúnum fjallabílum gæti verið 200.000 manns á ári. Það eru um 40% allra erlendra ferðamanna sem til landsins koma. Þessi ferða- mennska skilar miklum gjaldeyri í þjóðarbúið. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem viðheldur hvað best flæði gjaldeyris til landsins. Stór kostur við notkun þessara ferðamannaslóða er að þeir nýtast jafnt að vetri sem sumri og stuðla þannig að auknum fjölda ferða- manna allt árið um kring. Vegslóðar fyrir ferðaþjónustu eru því verðmætaskapandi, rétt eins og línuvegir fyrir stóriðju. Hagsmun- ir aðila í ferðaþjónustu sem byggja á notkun vegslóða eru hagsmun- ir þjóðarinnar. Því er áríðandi að stjórnvöld og félagasamtök skilji mikilvægi þessarar starfsemi og leggi ekki stein í götu hennar. Halda þarf áhugaverðum vegslóðum opnum og styðja við bakið á þeim aðilum sem vilja sjá vandfarna veg- slóða myndaða þannig að þeir lagi sig að landinu. Einnig þarf að gæta þess að umferð um þá sé takmörkuð við vel útbúna fjallabíla sem ætla má að komist klakklaust um þá. Draga mætti stórlega úr utanvega- akstri með því að merkja upphaf og lok þessara vegslóða með skiltum og hafa þá vel merkta á á kortum og í GPS-tækjum. Þeir sem aka tor- færa vegslóða til að njóta útsýnis og upplifunar eru ekki síður útivistar- fólk en aðrir. Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir ferðamáta hvers ann- ars, lágmarka hljóð- og sjónmeng- un og sýna tillitssemi. Við rúmumst öll á hálendinu. Skipuleggjum þessa blönduðu umferð í sameiningu, þannig að allir megi vel við una. Við sem byggjum afkomu okkar af akstri á fjallabílum með ferða- menn bjóðum fram aðstoð við skipulag og viðhald vegslóða. Höfundur er formaður Jeppavina, samtaka súperjeppabílstjóra í ferðaþjónustu. Mikilvægi vegslóða fyrir ferðaþjónustuna UMRÆÐAN Magni Hjálmarsson skrifar um lífsgildi Orðið gildi þýðir verðmæti. Þjóðfundur-inn um daginn valdi lífsgildin heiðar- leika, virðingu, réttlæti og jafnrétti. Mikil- vægt framtak og þakkarvert. En hvað svo? Fær þjóðin öll að vera með? Er það ekki hægt með tölvutækni nútímans? Hvað með birtingarform lífsgildanna? Fáum við tæki- færi til að dýpka skilning okkar á gildunum, hvað í þeim felst og hvernig verja þau? Mig langar að deila með lesendum Fréttablaðsins hvernig unnið er með samsvarandi lífsgildi í þeim skólum sem vinna með Uppeldi til ábyrgðar – upp- byggingu sjálfsaga. Ég kalla þá uppbyggingarskóla. Eitt fyrsta verkefni þeirra er að gera nákvæmlega það sem gert var á þjóðfundinum. Kennarar og aðrir starfsmenn byrja á sjálfum sér og velja mikilvæg lífsgildi að hafa að leiðarljósi í samskiptum sínum. Síðan er farið með sömu vinnubrögð inn í bekkina. En lífsgildi eru óhlutstæð hugtök. Við þurfum að þekkja hvað í þeim felst í ýmsum aðstæðum. Ef bekkur í skóla hefði valið eins og þjóðfundurinn gerði yrði næsta verkefni: Hvernig birtist heiðar- leiki og virðing í skólastofunni, á leikvellinum, í matsalnum? Hvað sjáum við, heyrum og finnum þar sem heiðarleiki og virðing ríkja? Eða hvernig birt- ist virðing og hvernig birtist óvirðing? Þetta verða skapandi og skemmtileg hópverkefni og skólinn fyllist af niðurstöðum hópa á veggspjöldum og með skreytingum. Næst eru lífsgildin felld inn í setningar sem segja hvað við viljum og þá er kominn sáttmáli til að skrifa undir. Álftanesskóli er einn af u.þ.b. 60 uppbyggingarskólum á landinu. Þar hljóðar starfs- mannasáttmálinn þannig: „Við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, öðrum og umhverfinu. Við vinnum í sátt og erum samstilltur hópur.“ Gildin sem felast í setningunum tveim eru því virðing, sátt og samstill- ing. Undir þetta gátu allir kennarar og starfsmenn skrifað af fúsum og frjálsum vilja. Ég tek eftir því á „twitter“ og „facebook“ að helsta áhyggjuefni manna varðandi gildin frá Þjóðfundi er að þau verði aðeins falleg orð á blaði. Í uppbyggingarskólun- um eru ákveðin skýr þolmörk til að verja lífsgildin. Allir þurfa að vita hvað ekki má og hvaða afleiðingar það hefur að fara yfir mörkin. Að setja skýr mörk er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð skólastjórans, en börnin sjálf og foreldrarnir fá líka að svara spurningunni um hvaða brot séu mjög alvarleg – svo alvarleg að um þau þarf ekki að deila. Í skóla gæti listinn yfir ólíðandi framkomu verið þannig: Engar líkamsmeiðingar, Engin barefli eða vopn, Engin ögrun, Engan yfirgang, ofsóknir eða einelti, Engin fíkniefni, áfengi eða tóbak. Það kallast ekki „uppbygging“ að beita viðurlög- um heldur „reglufesta“ og haft til vara. Þegar ein- hver er fjarlægður úr aðstæðunum eða sendur heim fyrir að fara yfir mörkin, er það gert til að skapa ráðrúm til að hugsa og ná jafnvægi, en ekki til að hefna og refsa. Skilgreining á uppbyggingu hljóðar á þennan veg: „Að skapa skilyrði fyrir mann til að geta leiðrétt eigin mistök eða rangsleitni og fá aftur inngöngu í hópinn hugprúðari en fyrr.“ Við erum alltaf að gera okkar besta. Börnum í uppbyggingarskólum er kennt að þekkja þarfir sínar og sinna þeim af ábyrgð. Þeim er líka kennt að það megi gera mistök. Mistök skapa besta tæki- færið sem maður fær til að læra. Við segjum jafn- vel við börnin: „Vertu ekki hrædd/ur við að gera mistök – við getum leiðrétt mistökin og þá lærir þú meira.“ Kæru Þjóðfundarmenn. Haldið áfram þessari vinnu sem fór af stað um daginn og leyfið öllum að vera með. Við þurfum nýjan sáttmála sem allir geta skrifað undir. Kannski þurfum við að „skunda á Þingvöll og treysta vor heit“. Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu Uppbygging sjálfsaga. Lífsgildi valin – hvað svo? UMRÆÐAN Halldór I. Elíasson Mér finnst eðlilegt að koma til móts við óskir Þorsteins Pálssonar um betri greinargerð stuðningsmanna krónunnar um gildi hennar. Raunar er mikil- vægt að sjónarmið um krónuna komi víðar fram en af „Kögunar- hóli“ Þorsteins, samanber grein hans 14. nóvember. Ekki þar fyrir að grein Þorsteins er málefna- legri en flest sem stuðningsmenn evru og ESB rita og verðskuld- ar þannig umræðu. Fyrst þarf að leiðrétta misskilning Þorsteins um að stuðningsmenn krónunnar vilji að „stjórnvöld geti lækkað gengi krónunnar þegar þurfa þykir“. Innihald sveigjanleikans er að gengi krónunnar ráðist af fram- boði og eftirspurn á frjálsum markaði. Þetta þarf að vera algjör- lega ljóst og einnig merking þessa. T.d. ef illa fiskast eða útflutnings- tekjur rýrna af einhverjum ástæð- um, þá verður minna framboð á gjaldeyri og innflytjendur þurfa að borga fyrir hann hærra verð. Þetta hefur í för með sér hærra verðlag fyrir alla landsmenn og jafngildir kaupmáttarrýrnun. Öfugt, ef vel fiskast, þá er mikið af gjaldeyri og þótt sjómenn geti eytt eitthvað meiru á erlendum skemmtistöðum, þá má gera ráð fyrir auknu framboði gjaldeyris á innanlandsmarkaði og hækkun á verði krónunnar. Það kemur öllum til góða í auknum kaupmætti. En hvað gerist ef við höfum evru? Þá helst kostnaður í fyrra tilfellinu, en tekjur minnka. Afleiðingin er samdráttur og aukið atvinnuleysi hjá þeim sem lifa af fiskveiðum. Aðrir kunna að sleppa um tíma, en kaupmáttur rýrn- ar að meðaltali. Er þetta kannski norræn jafnaðarmennska? Eins þegar vel fiskast, þá græðir sjáv- arútvegurinn en aðrir ekki. Vissu- lega getur ríkið leiðrétt þetta með skattalækkun í fyrra tilfellinu og hækkun í því seinna, en það yrði þá að vera í formi auðlindagjalda. Það skyldi þá ekki vera að und- irliggjandi trú jafnaðarmanna á „stóra bróður“ sem réttir við og bætir sé ómeðvitað að baki dálætis á evru og útbreiddum faðmi ESB. Svo áfram sé haldið í peninga- málin almennt, þá er það auðvit- að „stjórnendum peningamálanna bæði í ríkisstjórn og Seðlabanka“ að kenna hvernig gengi krónunn- ar skrúfaðist upp með þensluvald- andi afleiðingum fyrir hrun. Seðlabankinn hafði smá afsökun í heimskulegu en lögbundnu verð- bólgumarkmiði, en hann hefði geta sagt ríkisvaldinu skýrt að vaxta- hækkunarleiðin dygði ekki, menn tækju bara erlend lán, og því væri aukið aðhald ríkisins nauðsynlegt. En, þá hefði gengið lækkað, verð- bólga aukist og hagfræðingar í Seðlabanka þurft að skammast sín. Það var ekki krónan sem var vandamálið. Af hverju tóku stjórn- endur erlend lán þótt þeir vissu að krónan væri skráð allt of hátt og það kæmi að leiðréttingu? Auðvit- að vegna þess að þetta var leið og eina leiðin til að halda fyrirtækj- um gangandi að fullu. Gleym- um því ekki að innihald vaxta- hækkunarleiðar Seðlabanka er að setja fyrirtæki á hausinn ef þau draga ekki saman seglin og hætta að taka lán. Afleiðingin er allt- af aukið atvinnuleysi ef aðgerðin heppnast og vissulega þá einnig minni verðbólga. Stjórnendur fyrirtækja gerðu sömu mistök og bankarnir, að halda að þeir sæju samdrátt tím- anlega fyrir og gætu þá dregið úr umsvifum. Þegar að herti 2007, þá voru það íslensku bankarnir sem sópuðu til sín öllum erlendum gjaldeyri sem þeir fundu, seild- ust meira að segja í hirslur Seðla- bankans, til þess að geta staðið undir erlendum skuldum sínum. Ný lán fengust ekki. Þeirra hugur var ekki að fella krónuna til að græða, þeir voru að bjarga sér. Ef íbúðabréfin hefðu verið í evrum, þá hefðu þau öll, jafnvel einnig úr Íbúðalánasjóði, verið komin í vörslu erlendra banka fyrir hrun. Hrunið hefði hugsanlega dregist um 1 eða 2 mánuði, en það hefði orðið mun harkalegra. Krónan okkar bjargaði því sem bjargað varð. Það var ekki fyrr en eftir hrun- ið sem íslensku krónubréfin í eigu erlendra lánadrottna urðu að miklu vandamáli. Þetta vandamál skapaði Seðlabankinn og hans er að leysa það strax. Ætlar einhver að segja mér að fyrirtækin hefðu haldið betur aftur af sér í hinni alþjóðlegu þenslu, ef hér hefði verið notuð evra í stað krónu. Stjórnendurnir vildu auðvitað frekar evru, því þá var eyðslan auðveldari. Að almenningur hefði verið sparsamari með evruna og síður notað aukinn auð í hækk- andi húsnæðisverði. Nei, auðvitað hefðu vextir verið lægri og gerði það eyðsluna ekki auðveldari? Eina spurningin er hvort íslensku bankarnir hefðu valdið eftirspurn- inni. Hvort heldur er þá hefðu öll þessi skuldabréf horfið til útlanda strax fyrir hrun og enginn þurft að skilja einhver jöklabréf eftir. Það má vissulega segja að krón- an sé ónýt núna. Ég veit að stjórn- málamenn okkar geta haldið henni niðri enn um sinn, eins og ríkis- stjórnin er upptekin af. Það þýðir ekki að embættismenn í Brussel yrðu okkur betri með sína evru. Höfundur er stærðfræðingur (prófessor emeritus). Er krónan vandamál? MAGNI HJÁLMARSSON ÞORVARÐUR INGI ÞORBJÖRNSSON Vegslóðar fyrir ferðaþjónustu eru því verðmætaskapandi, rétt eins og línuvegir fyrir stóriðju. Hagsmunir aðila í ferðaþjónustu sem byggja á notkun vegslóða eru hagsmun- ir þjóðarinnar. Auglýsingasími – Mest lesið Gönguskór á jólatilboði HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.