Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 51
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 5sængur og sængurver ● fréttablaðið ●
Svefn og heilsa er með eitt
mesta úrval af hágæða
damask-sængurverasettum á
Íslandi. Þar má finna allt sem
þarf til að gera svefninn sem
bestan og draumana góða.
„Damask er hágæða bómull en það
eru til rosalega margar gerðir af
bómull. Þéttleiki þráða í damask-
bómull er allt yfir þrjú hundruð á
hverja rúmtommu,“ segir Sigurður
Matthíasson, eigandi Svefns og
heilsu.
Sigurður segir að það skipti
gríðar legu máli að sofa undir sæng
í góðu sængurveri svo efnið sem
leggst að líkamanum sé mjúkt og
þægilegt. „Ef þú sefur í venjulegu
bómullarsængurverasetti og prófar
svo damask þá finnurðu gífurlegan
mun. Við erum með jersey-lök sem
eru sérlega mjúk, teygjanleg og
gott að setja þau á rúmin. Einnig
bjóðum við upp á damask-lök
sem eru úr sama efni og vinsælu
sængurverasettin okkar. Þau eru
úr sérstaklega mjúku damaski.“
Svefn og heilsa býður upp á
allar stærðir og gerðir af sængum,
teppasettum, pífum, hlífðardýnum,
koddafyllingum og heilsukoddum.
„Við erum með snjógæsadúnsængur
og svanadúnsængur frá versluninni
Dún og fiður. Þetta eru íslenskar
sængur en svo erum við líka
með nokkrar aðrar týpur,“ segir
Sigurður og tjáir blaðamanni að
hann sé ekki með æðardúnsængur
í boði í ár enda séu þær orðnar svo
dýrar að fáir kaupi þær aðrir en
nokkrir útlendingar, en snjógæsa-
dúnninn sé góður og á viðráðan-
legu verði.
„Við erum líka með dúnsokka.
Þú klæðir þig í þá ef þér er kalt
og þú vilt vera í einhverju hlýju.
Þetta er eins og sæng sem þú
klæðir fæturna í. Dúnsokkarnir
eru mikið keyptir fyrir jólin, rétt
eins og heilsukoddarnir okkar, IQ
Care, sem seljast í fleiri þúsundum
stykkja ár hvert,“ bendir Sigurður
á og segist hiklaust geta mælt með
heilsukoddunum í Svefni og heilsu
sem séu þeir bestu á markaði.
Mikilvægt að vera vel
útbúinn fyrir svefninn
Sigurður Matthíasson kemur sér vel fyrir innan um kodda og koddafyllingar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
● Í BAÐSTOFUNNI
Á HALA Uppi við þilið
á veggjum baðstofunnar
stóðu rúmin sem fólkið
svaf í á næturnar og sat
á, þegar það var inni á
daginn og kvöldin.
Fremst austanmegin
var rúm Benedikts afa
míns og Guðnýjar ömmu
minnar. Höfðalagið
var við gaflþilið austan
megin gluggans. Amma
svaf fyrir framan. Fyrir
aftan rúm þeirra var rúm
Auðbjargar móðursystur
minnar. Það var fínasta
rúmið í baðstofunni. Í
því var lak bæði ofan á
undirsænginni og undir
yfirsænginni. Í hinum rúmunum var lak aðeins ofan á undirsænginni að mig minnir. Höfðalagið á rúmi Auðbjargar
var gaflinn á rúmi afa og ömmu.
Heimild: Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson.
Endurgerð baðstofa
á Hnausum í Meðal-
landi.
FRÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA