Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 55

Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 55
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 9sængur og sængurver ● fréttablaðið ● Ýmislegt ber að hafa í huga þegar velja á rúmfatnað og ekki verra að þekkja kosti og galla þeirra helstu á innlendum markaði, en þeir eru upptaldir á heimasíðunni wwww. tilefni.is: LÍN Það er mjög slitsterkt og ætti að duga fyrir komandi kynslóð. Helstu gallarnir eru þeir að lín er dýrt, það þarf alltaf að strauja og getur að auki verið hart viðkomu á meðan það er nýtt, en mýkist að vísu með aukinni notkun. SILKI Það býr yfir góðum einangrunar- eiginleika og er gott hvort heldur sem er í miklum hita eða kulda. Helstu gallar eru þeir að efnið er dýrt og flest rúmföt úr silki þurfa þurrhreinsun. BÓMULL Þetta er mjög hefðbundið efni í rúmföt og er til í mismunandi vefnaði, allt frá sléttofinni bóm- ull yfir í bómullarsatín og dam- ask sem er dýrara. Bómull andar vel en hefur tilhneigingu til að krumpast mikið. FLANNEL Lítið er um að þetta efni sé notað í rúmföt hérlendis, nema einna helst fyrir ungbörn. Efnið er mjög hlýtt en á það til að hlaupa mikið. Best er að athuga hvort rúmföt- in séu „pre-shrunk“, sem þýðir að þau hafi verið þvegin og búið að taka í reikning- inn hversu mikið efnið hleypur. BÓMULLAR OG PÓLÝESTERBLANDA Þessi blanda krumpast ekki eins og hrein bómull. Á móti er hún ekki eins mjúk viðkomu, andar ekki og hefur tilhneigingu til að hnökra leiðinlega. JERSEY Prjónað bómullarefni, sem er líka notað í stuttermaboli. Er mjúkt viðkomu og krumpast ekki en á til að aflagast og verða skrýt- ið í laginu. Ódýrari gerðir efnisins eiga á hættu að hnökra. Í Rúmfatalagernum er eitt landsins mesta úrval af sæng- um og koddum. „Okkar sérstaða er að bjóða upp á breitt úrval af sængum og koddum í öllum verðflokkum sem gerir það að verkum að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Ómar Torfason í sængur- deild Rúmfatalagersins á Korpu- torgi. „Við bjóðum upp á sérstak- lega langar, sérstaklega breiðar, tvíbreiðar og hefðbundnar stærð- ir á verði frá 2.990 krónum og upp í 59.900 krónur. Ómar segir Rúmfatalagerinn bjóða landsins mesta úrval af bæði gerviefna- og dúnsængum. „Fín- ustu dúnsængurnar okkar eru úr snjóhvítum gæsadúni með hundrað prósent bómullaráklæði en anda- dúnssængurnar eru aðeins ódýr- ari. Þá erum við með Temprakon- sængur sem njóta sérstakra vin- sælda en þær eru búnar hitajöfnun sem virkar þannig að þegar líkam- inn hitnar þá tempra þær umfram- hitann og senda hann út. Þessar sængur eru líka vel hólfaðar sem skiptir miklu máli og kemur í veg fyrir að fyllingin safnist á einn stað.“ Ómar segir gerviefnasæng- urnar ekki síður vinsælar. „Við erum með mjög fín merki og má þar nefna Höje sem eru norskar gæðasængur fylltar með holtrefj- um. Ódýrari sængurnar eru síðan fylltar blöndu af polýester og bóm- ull.“ Sængurnar fást bæði í settum með kodda og einar sér. „Það getur komið sér vel fyrir þá sem til að mynda kjósa heilsukodda sem við eigum í úrvali. Þá erum við með barnasængur fyrir allt frá unga- börnum til unglinga og vitanlega sængurver utan um allar okkar barna- og fullorðinssængur.“ Ómar segir sæng og kodda upp- lagða jólagjöf og þar sem verðbilið sé breitt ættu flestir að geta fundið gjöf við hæfi. Gott úrval á verði fyrir alla Rúmfatalagerinn býður upp á sængur og kodda af öllum stærðum og gerðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Að velja réttu rúmfötin Ef fólki finnst leiðinlegt að strauja ætti það að hugsa sig tvisvar um áður en það festir kaup á rúmfatnaði sem krumpast auðveld- lega. Lín er gætt ýmsum kostum en getur í upphafi verið hart viðkomu. Að mörgu þarf að huga þegar fest eru kaup á rúmfatnaði. NORDICPHOTOS/GETTY
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.