Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 56

Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 56
 17. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● sængur og sængurver Menning og náttúra leika lykil- hlutverk í hönnun Lín Design en fyrirtækið hefur frá stofnun sérhæft sig í sölu á alls kyns vörum fyrir svefnherbergið. Lín Design er eini aðilinn á inn- lendum markaði með íslenska rúmvörulínu fyrir svefnherberg- ið. Íslensk náttúra og menningar- arfleifð er helsti innblástur hönn- unar fyrirtækisins, en fyrir þessi jól er hún undir sterkum áhrifum frá gömlum og vinsælum barna- vísum auk verka listamannsins Al- freðs Flóka. „Eftir þá sprengingu sem varð í fæðingum á árinu ákváðum við að bæta við úrvalið í barna línunni okkar. Brugðum á það ráð að búa til myndir upp úr vinsælum vísum, til dæmis Dýravísum eftir Jón Leifs, og bróderuðum þær síðan í sæng- urfatnað fyrir börn,“ útskýrir Bragi Smith, framkvæmdastjóri Lín Design, og bætir við að verkið Elskendur eftir teiknar ann Alfreð Flóka hafi hlotið sams konar með- ferð en útkoman sé aftur á móti hugsuð fyrir fullorðna. Meðal annarra minna í sængur- fatnaði má nefna íslenska skjaldar- merkið og ýmis þjóðleg blóm sem hafa frá upphafi einkennt hönnun Lín Design. „Við ákváðum strax í byrjun að leggja áherslu á innlenda textílhönnun með skírskotanir í íslenska náttúru og menningar- arfleifð, ekki síst eftir að okkur varð ljóst að lítið sem ekkert hafði verið gert af því, að minnsta kosti ekki fram að þeim tíma. Svo höfum við haft þá reglu að leiðarljósi að bæta árlega við einu til tveimur blómum en breyttum út af vana í þetta sinn og höfðum þau fleiri þar sem fyrirtækið fagnar fimm ára af- mæli á árinu.“ Bragi segist almennt hafa skynj- að aukinn áhuga á íslenskri hönnun að undanförnu, fólki sé í mun að vita hverjir standi á bakvið hönnunina og hverjar hugmyndirnar séu. „Sem er alls ekkert skrítið, enda margir sem koma að verkinu, hópur hæfi- leikaríkra íslenskra hönnuða og svo er sjálf varan unnin úr hágæðal- íni sérvöldu erlendis frá.“ Hann bætir við að hönnunin veki sömu- leiðis áhuga á íslenskri menningu. „Þetta er auðvitað kjörin aðferð til að koma menningararfleifðinni á framfæri og kynna, sérstaklega fyrir yngstu kynslóðinni.“ Bragi tekur fram að þess utan fáist í versluninni allt til alls í svefnherbergið, þar með talið rúm- teppi, pífur, gardínur, koddar og andardúnsængur í öllum stærðum og gerðum. „Þess má geta að sæng- urnar innihalda einungis 100 pró- sent hvítan andardún. Hér er um hreina náttúruafurð að ræða sem er algjörlega laus við hvers kyns efnasamsetningar,“ segir hann og bætir við að sængurnar séu að auki unnar í sérstökum vélum sem hreinsi burt ryk og önnur óhrein- indi og henti því vel ofnæmis- og astmaveikum. Náttúran veitir innblástur Íslensk menningararfleifð og náttúra gegna lykilhlutverki í allri hönnun Lín Design að sögn Braga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● STIMPLAÐ Á RÚMFÖT Þeir sem vilja setja sitt eigið mark á svefnherbergið geta leikið sér að því að stimpla og mála á sængur- föt. Best er þá að fjárfesta í einföldum, hvítum sængurfötum sem þurfa ekki að kosta mikið og hefjast handa. Verkið er flóknara en svo að hægt sé að lýsa því í nokkrum orðum, en hægt er að benda á vefsíður á borð við www.diyideas.com sem er vefsíða með ábendingum um hvernig gera megi hlutina sjálfur. Þar er aðferðunum lýst með nokkurri nákvæmni. Þar er einnig bent á þau efni sem best er að nota. Verð 29.900,-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.