Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 57

Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 57
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2009 11sængur og sængurver ● fréttablaðið ● Heilsan er í hávegum höfð í versluninni Betra baki í Faxa- feni 5 sem sérhæfir sig í sölu á rúmum, dýnum og öllu sem viðkemur svefnherberginu. Að sögn Jóns Woodard, verslunar- stjóra Betra baks, hefur verið lögð áhersla á að bjóða upp á heilsu- tengdar vörur í búðinni í þau fimmtán ár sem hún hefur verið starfrækt. „Ég get sem dæmi nefnt þéttofin sængurver úr hágæða Maco-satíni frá hinu gamalgróna þýska fyrirtæki Elegante,“ segir hann. „Þéttleikinn ljáir sængunum mýkt og glansandi áferð. Þær eru að auki léttar, vel hólfaðar og gerð- ar úr byltingarkenndu hitajöfnun- arefni sem nefnist outlast. Efnið var fyrst þróað af Geimferðastofn- un Bandaríkjanna (NASA) fyrir geimfara til að viðhalda jöfnu hitastigi líkamans í geimbúning- unum. Sama gildir um sængurnar, þær tryggja að notendunum verð- ur ekki kalt á nóttunni.“ Jón bendir á að koddarnir sem fást í búðinni lúti sömu lögmálum hvað heilsuna varðar. „Hér fást Tempur-koddar, sem eru búnir sams konar hitajöfnunaareigin- leikum og sængurnar og eru líka misþykkir og -stífir. Svo erum við með fjórar gerðir af dúnkoddum frá Quilts of Denmark, sem allir eru með latexfyllingu annað hvort í föstum eða breytilegum stærðum. Með breytilegum stærðum á ég við latexfyllingu í nokkrum lögum sem hægt er að fjarlægja að eigin vild eða allt eftir því hversu hátt undir- lag fyrir höfuðið notandinn vill.“ Í Betra baki fæst einnig gott úrval af rúmfatnaði frá Elegante, en Jón segir að í bransanum sé fyrirtækið oft kallað Rollsinn í rúm- fötum. „Þeir hafa fengið tvo frá- bæra en jafnframt mjög ólíka hönn- uði til liðs við sig, þá Bruno Ban- ani og Joop sem eru hvor með eigin línu. Þeir eru báðir þekktir innan bransans og sérstaklega Joop en sængurföt frá honum njóta mikilla vinsælda.“ En eru einhverjir sér- stakir litir í tísku fyrir þessi jól? „Ætli það séu ekki einna helst rauð- ur og fjólublár og svo er hvítur náttúr lega klassískur.“ Jón segir vel tekið á móti við- skiptavinum Betra baks, þar sem starfsfólk með allt að fimmtán ára reynslu og viðamikla þekkingu á sínu sviði bjóði fram ráðgjöf og geti aðstoðað þá við val á rúmum, dýnum og öðrum vörum sem tengj- ast rúmamarkaði. Auk þess er við- skiptavinum á höfuðborgarsvæð- inu boðið upp á fría heimsend- ingu. Rollsinn í rúmfatnaði „Við sérhæfum okkur í sölu á stillanlegum rúmum og viðurkenndum heilsudýnum, -koddum og sængum,“ segir Jón Woodard, verslunarstjóri Betra baks. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● LOSNAÐ VIÐ HÁRIN ÚR RÚMINU Hundar og kettir elska að kúra í rúmum eigenda sinna. Þó yfirleitt sé þeim bannað að fara upp í bólið eiga gæludýrin það til að skjótast þangað þegar enginn sér til. Þá skapast sá vandi hvernig losna eigi við hárin sem vilja festast við lak, sæng, kodda eða ábreiðu. Límrúllan kemur þar sterk inn. Hún er besti vinur gæludýraeigandans og ætti að vera til í mörgum eintökum bæði til að hreinsa hár af fötum en einnig af sófasettum, teppum og rúmfötum. Einnig er hægt að leita til gæludýrabúða sem sumar hverjar bjóða upp á sérstaka töfra- bursta sem hægt er að nota á sætin í bílum, sófann, stólinn eða rúmið. Ryksugan er svo einnig betri en engin. Sumar þeirra öflugri sjá einnig um að djúphreinsa dýnur sem er ekki amalegt hafi kisi gert sér bæli þar einhvern tímann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.