Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 58

Fréttablaðið - 17.12.2009, Page 58
 17. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● sængur og sængurver ● KOMDU Í KODDASLAG Koddaslagur er eldgamalt fyrirbæri. Líklega hafa flestir nokkuð góða hugmynd um út á hvað slíkur slagur gengur. Oftast er hann leikinn í góðu og oftar en ekki sprettur slíkur leikur upp þegar nokkur börn gista saman. Hér áður fyrr gátu slíkir slagir endað á því að efnið utan um koddana rifnaði svo fiðrið þeyttist út um allt. Koddar í dag eru yfirleitt betri að gæðum og slík slys því fágæt. Auk þess hefur fiðrinu oft verið skipt út fyrir nýmóðins frauðefni. Yfirleitt fer koddaslagur fram í heimahúsi. Þess eru þó dæmi að keppt hafi verið í slíkum slag á opinberum vettvangi. Reuters-fréttastofan sagði til dæmis frá því í janúar 2007 að koddaslagsdeild hefði verið stofnuð á börum í Toronto. Þar fengu konur borgað fyrir að taka þátt í koddaslag. Nemendur við Kólumbíuháskóla í Bandaríkjunum standa einnig fyrir svokölluðum vorkoddaslag. Nemendur hlaupa þá inn á mitt háskólasvæðið á miðnætti fyrir fyrsta dag prófa og slást og öskra til að losna við streitu. Stærsti koddaslagur sem um getur var haldinn í Grand Rapids í Michigan-ríki í Bandaríkjunum í september 2008. Rob Bliss nokkur sá um skipulagninguna en hann hefur einnig reynt að slá metið í fjölmennustu uppvakningavöku heims. Fallegt rúmteppi er svefnherberg- isprýði og rúmteppi eru ekki bara til að fela óumbúið rúm heldur hlífa þau rúmfötum við daglegu hnjaski og gefa stílhreint yfirbragð. Búta- saumsteppi á rúm er persónuleg- ur dýrgripur sem flestir meta að verðleikum enda liggur oftast gríðarleg vinna og hugsun í hverju slíku. Margir telja að upphaf búta- saums megi rekja til Ameríku en fæstir vita að hann má rekja aftur til Egyptalands hins forna. Elsta bútasaumsteppi í heimi fannst í helli í Mongólíu og talið vera frá því um kristsburð. Í Norður-Am- eríku voru bútasaumsteppi gerð til að hlýja hermönnum í frelsis- stríðinu og seinna voru þau seld á mörkuðum sem haldnir voru til að leggja lið baráttunni gegn þræla- haldi. Þá voru þjáningar þræl- anna gjarna saumaðar í teppið og þannig minnt á málstaðinn. Bútasaumurinn nú er einkum í gerð vegg- og rúmteppa úr mislit- um bútum ýmist handsaumuðum eða vélsaumuðum. Vegna mikils áhuga á bútasaumi um heim allan hafa sprottið upp bútasaumsklúbb- ar, þar sem unnið er með allt mögu- legt varðandi bútasaum og langt leiddir bútasaumarar geta spjall- að samam og skipst á heilræðum og hönnun. Hlý og góð rúmteppi ● BENDLABÖNDIN STRAUJUÐ Sumir eru ólatari en aðrir. Til dæmis við að strauja. Til eru þeir sem setja sögn- ina að strauja bara í samband við tölvur og greiðslukort. Aðrir strauja það allra nauðsynleg- asta, svo sem spari- skyrturnar en til eru líka þeir einstakling- ar sem nostra við að slétta allan þvott og leggja sig sérstaklega fram við að hafa bendla- böndin vel straujuð. Það er vissulega fallegt. Bútasaum má rekja til Egyptalands. Frjáls framlög www.jolagjofin.is 904-1000 kr. 1.000 904-2000 kr. 2.000 904-3000 kr. 3.000 kl.19-21 STYRKTARTÓNLEIKAR Í fátækrahverfum Suður-Afríku reka íslenskar konur hjálparstarf fyrir mæður sem neyðast til að gefa nýfætt barn sitt til ættleiðingar. Ástæðurnar eru oftast sárafátækt og/eða útskúfun. Í mörgum tilfellum er konunum nauðgað, en hvergi í heiminum eru nauðganir fleiri. Ef konan verður barnshafandi í kjölfarið er hún gjarnan gerð ábyrg fyrir nauðguninni og oft gerð brottræk úr samfélaginu. Enza hefur hjálpað konum í þessari stöðu að komast í tækifærin sem eru til staðar á svæðinu. Með tölvukennslu í Enza skólanum hefur sumum þeirra tekist að fá vinnu. Þannig geta þær séð fyrir sér - og jafnvel öðrum - og orðið í leiðinni fyrirmyndir annarra kvenna í fátækrahverfunum. Draumur okkar í Enza er að geta byggt hús sem verður tímabundið heimili fyrir stúlkurnar á meðan þær eru að fóta sig í tilverunni á ný. Kostnaður við byggingu hússins er um þrjár milljónir, en þá vantar fjármagn fyrir innbúi og til að reka heimilið. Fjárþörf Enza fyrir byggingu hússins, innbúi og rekstri í eitt ár er 6,5 milljónir. jolagjofin.is gjöfin BEIN ÚTSENDING 21.DES. kl.18:55-19:25 JÓLAÞORPINU ABC - MÆÐRASTYRKSNEFND - RAUÐI KROSSINN - STÍGAMÓT - ENZA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.