Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 66

Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 66
46 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. MERKISATBURÐIR 1263 Magnús lagabætir tekur við konungdómi í Noregi eftir lát Hákonar gamla. 1903 Orville Wright fer í það sem almennt er talið fyrsta raunverulega flugið með flugvél. 1961 Indland ræðst inn í Góa. 1970 Hafrannsóknaskip- ið Bjarni Sæmundsson kemur til landsins. 1985 Opnuð er brú á Bú- staðavegi í Reykjavík, yfir Kringlumýrarbraut, 72 m á lengd og 26 m breið. 1989 Fyrstu frjálsu kosningarn- ar eru haldnar í Brasilíu eftir 25 ára einræði. 2006 Fjallað er um hneyksli í tengslum við meðferðar- heimilið Byrgið í frétta- skýringaþættinum Komp- ás á Stöð 2. AFMÆLI MILLA JOVOVICH leikkona er 34 ára. GIOVANNI RIBISI leikari er 35 ára. MIKE MILLS tónlistar- maður er 51 árs. BILL PULL- MAN leikari er 56 ára. Á þessum degi fyrir tveimur áratugum var fyrsti heili þátturinn í hinni sívinsælu þáttaröð um Simpsons-fjölskylduna sýndur á Fox-sjónvarps- stöðinni bandarísku. Nú standa yfir sýningar á 21. þáttaröðinni vestanhafs og þættirnir sem sýndir hafa verið eru alls 449 talsins. Simpsons- fjölskyldan er jafnframt sú gamanþáttaröð sem lengst hefur gengið samfleytt í Bandaríkjunum. Þátturinn sem sýndur var þann 17. desember 1989 var raunar svokallaður „pilot“, eða kynn- ingarþáttur, og nefndist Simpsons Roasting on an Open Fire. Frá 1987 höfðu birst stuttir þætt- ir um fjölskylduna í spjallþætti Tracy Ullman. Sú ákvörðun að lengja þættina upp í hefðbundna gamanþáttalengd borgaði sig umsvifalaust fyrir Fox-sjónvarpsstöðina því Simpsons-fjölskyld- an sló í gegn hjá áhorfendum. Síðan hafa þau Hómer, Marge, Bart, Lísa, Maggí og félagar notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. ÞETTA GERÐIST: 17. DESEMBER 1989 Fyrsti Simpsons-þátturinn í loftið Skógræktarfélag Skilmannahrepps er 70 ára í dag. Félagið var stofnað 17. desember 1939 á Litlu-Fellsöxl og hét þá Samvinnufélagið Hreyfill. Stofn- endur voru ungir eldhugar sem höfðu áhuga á félagsmálum. Tilgangur fé- lagsins var að stuðla að framförum og bæta félagslíf í hreppnum. Seinna var nafni félagsins breytt í Skógræktarfé- lag Skilmannahrepps. Formaður félagsins í dag er Bjarni Þóroddsson en fyrir nokkru hélt hann ræðu í áttatíu manna veislu félags- ins þar sem tímamótanna var minnst á hátíðlegan hátt. Í ræðunni sagði hann meðal annars að fyrsta land- spilda til skógræktar hafi verið feng- in árið 1940. „Magnús Símonarson á Stóru-Fellsöxl lagði til spildu úr landi sínu undir skógrækt í kjölfar þess að Hákon Bjarnason, þáverandi skóg- ræktarstjóri, gerði úttekt á landkost- um í sveitinni.“ Bjarni rakti svo sögu félagsins, meðal annars að 170 þúsund plönt- um væri búið að planta í svæðið síðan 1978, að danspallur hafi verið byggð- ur í laut sunnan skógræktarinnar og hvernig félagsheimilið var byggt í sjálfboðavinnu. Bjarni minntist á að meðalaldur félagsmanna væri orðinn hár og nýliðar fáir. „En skógurinn vex og heimsóknum fjölgar í hann, sem er hið besta mál. Til þess var leikurinn gerður. Það er gaman að sjá hvaða aðdráttarafl skóg- ur hefur þegar hann er orðinn svo há- vaxinn að ekki dugar að standa upp til að sjá yfir trén,“ sagði Bjarni í ræðu sinni. Honum finnst bagalegt að þeim fækki félögunum sem koma til að vinna við gróðursetningu á meðan þörfin á vinnuafli eykst að sama skapi. En þó gleðst hann yfir sam- starfi við ungt fólk úr sveitarfélaginu sem hefur komið í sumarvinnu undan- farin ár. „Þegar ég kom inn í félagið fyrir tæpum þrjátíu árum fannst mér að þetta væri dálítið lokað samfélag fyrir nokkra sérvitringa. Menn vildu ógjarnan opna það mikið. Það gætu komið of margir og spillt gróðrinum. En það hefur ýmislegt breyst síðan og menn orðið víðsýnni,“ segir Bjarni. Í hófi að loknu sumarstarfi skóg- ræktarfélagsins voru tveir elstu starf- andi félagarnir heiðraðir. Það voru þeir Oddur Sigurðsson frá Litlu-Fells- öxl og Guðjón Guðmundsson frá Ark- arlæk. Oddur gekk í félagið árið 1947 og Guðjón ári síðar. Þeir voru leystir út með blómum og heiðursskjali. niels@frettabladid.is SKÓGRÆKTARFÉLAG SKILMANNAHREPPS: Á 70 ÁRA AFMÆLI HÁVAXINN SKÓGUR HEFUR ÓTRÚLEGT AÐDRÁTTARAFL Frá vinstri: Formaðurinn Bjarni Þóroddsson afhendir Oddi Sigurðssyni frá Litlu-Fellsöxl og Guðjóni Guðmundssyni frá Arkarlæk heiðursskjal og blóm. GLATT Á HJALLA Vel var mætt á fögnuð sem haldinn var fyrir nokkru í tilefni af afmæli Skógræktarfélags Skilmannahrepps. MYND/ÚR EINKASAFNI Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir var sett í embætti sóknarprests Kolfreyju- staðarsóknar síðastliðinn sunnudag við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Hún gegndi áður starfi bæjarstjóra í Grindavík en lét af því embætti 30. nóvember og afsalaði sér rétti til sex mánaða biðlauna. Við Kolfreyjustaðar- sókn tók hún við af séra Þóreyju Guð- mundsdóttur. Við athöfnina á sunnudaginn var kirkjunni færð gjöf til minningar um fyrrverandi prestshjón, sr. Þorleif Kristmundsson og Þórhildi Gísladótt- ur. Sr. Jóna Kristín útskrifaðist frá Há- skóla Íslands með embættispróf í guð- fræði árið 1988. Strax að lokinni vígslu fluttist hún austur í Neskaupstað þar sem hún fékk sína fyrstu sókn en ári síðar tók hún við stærra brauði í Grindavík og var sóknarprestur þar til ársins 2006. Þá sneri hún sér að bæjar- pólitíkinni og varð forseti bæjarstjórn- ar í Grindavík og síðar bæjarstjóri. Heimildir/Austurglugginn.is/hi.is/ visir.is - gun Aftur í stólinn á Austfjörðum SÓKNARPRESTUR Séra Jóna Kristín hóf prestsferil sinn á Austurlandi og er komin þangað aftur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Hlíf Þórbjörg Jónsdóttir Dvalar og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Unnarbraut 28, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Heydalakirkju í Breiðdal laug- ardaginn 19. desember kl. 11.00. Jarðsett verður að Þorvaldsstöðum. Sigurjón Jónsson Helga Ágústína Lúðvíksdóttir Guðný Elín Jónsdóttir Reynir Loftsson Ingibjörg Guðlaug Jón Garðar Steingrímsson Ólafía Sigurjónsdóttir Alejandro Arias Jón Viðar Reynisson Hlíf Ágústa Reynisdóttir Jóna Snædís Reynisdóttir og systkini hinnar látnu. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Ágústa Óskarsdóttir Ásavegi 2g, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum laugardaginn 19. desember kl. 14.00. Jóhanna Hjálmarsdóttir Sigurjón Þór Guðjónsson Viðar Hjálmarsson Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Hjálmar, Guðrún Ágústa, Bjarni Ólafur, Guðjón Orri og Franz. EUGENE LEVY FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1946. „Ég hef gætt mín á að vera ekki með móðgandi brand- ara af ótta við að þeir kunni að særa einhvern.“ Eugene Levy er kanadísk- ur leikari sem hefur leikið í yfir 40 kvikmyndum á ferli sínum. Hann er helst þekkt- ur fyrir hlutverk sín í Amer- ican Pie-þríleiknum, Splash og Father of the Bride.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.