Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 88

Fréttablaðið - 17.12.2009, Síða 88
68 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR Þrjár plötur eru áberandi söluhæst- ar það sem af er þessu ári. Plata Friðriks Ómars og Jógvans, Vina- lög, er á toppnum með um níu þús- und eintök seld, þar af tvö þúsund í Færeyjum. Næst á eftir koma Jóla- tónleikaplata Björgvins Halldórs- sonar og fjórða plata Hjálma með í kringum sjö þúsund eintök hvor. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, er að vonum ánægður með viðtökurnar við Vinalaga-plötunni. „Þetta er gott dæmi um plötu sem er að virka út á brjáðsnjalla hug- mynd,“ segir Eiður. Tvö þúsund eintökin í Færeyjum eru einnig ánægjuefni. „Ég er ekki sérfræð- ingur um færeyska markaðinn en mig grunar að þetta sé söluhæsta platan í Færeyjum fyrir jól.“ Eiður bætir við að stóri munurinn á sölunni núna og undan farin ár sé sá að söluhæstu plöturnar í ár eru ekki jafnsöluháar og vinsælustu plöturnar í fyrra. Þá seldi Páll Óskar um fimmtán þúsund ein- tök af Silfur safninu, plata með minningar tónleikum Vilhjálms Vilhjálmssonar seldist í um tólf þúsund eintökum og Mamma Mia fór í um ellefu þúsundum. „Fjórar vinsælustu plöturnar í fyrra náðu meira en tíu prósentum af heildar sölunni en í ár ná þær mun minna.“ Steinþór Helgi Arnsteinsson hjá Borginni er engu síður á því að plata Hjálma, IV, gæti hæg- lega selst í tólf þúsund eintökum. Það yrði mun meiri sala en á fyrri plötum sveitarinnar, sem hefur verið í kringum sjö þúsund ein- tök. „Það er eitthvað bjartara og jákvæðara yfir þessari plötu en þeirri síðustu og ég held að það sé að skila sér,“ segir Steinþór. - fb Þrjár plötur seljast langbest FRIÐRIK OG JÓGVAN Plata Friðriks Ómars og Jógvans, Vinalög, hefur selst í um níu þúsund eintökum á Íslandi og í Færeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Vefritið TMZ hefur greint frá því að íþróttafyrirtækið Puma sé á höttunum eftir Elinu Nordegren, eiginkonu Tiger Woods, og vilji fá hana sem nýtt andlit fyrirtækisins. Samkvæmt TMZ eru samning- ar milli Puma og Nordegren á lokastigi. Talsmaður fyrirtækis- ins hefur jafnframt staðfest að viðræður hafi átt sér stað og hyggst Puma framleiða nýja fata- línu, Tretorn, og er innblástur fyrir línuna sóttur til heimalands Nordegren, Svíþjóðar. Tals maður- inn sagði jafnframt að ástæðan fyrir því að Puma hafi áhuga á Nordegren sé sú að hún „passi við ímynd fyrirtækisins“. Elin Nordegren hefur aðeins sést tvisvar eftir að upp komst um framhjáhald Woods. Hún brosir framan í myndavélarnar og ber sig vel en athygli vekur að hún ber engan hring á fingri. Frá Tiger til Puma MEÐ SAMNING Elin Nordegren gæti hafa landað stórum samningi við Puma. Snorri Helgason heldur útgáfu- tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Upphaflega stóð til að Ríó tríóið og Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar myndu hita upp, en Sigríður forfallaðist. Þá kom félagi hennar í Hjaltalín, kammergoðið Högni Egilsson, sterkur inn og var vélaður til að hlaupa í skarðið. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram einn og ég veit satt að segja ekkert hvað ég ætla að gera. Ég ákveð það bara í dag,“ segir Högni, fremur skelfdur. „Ég held ég verði bara með einhver grín- lög. Ekki uppistand kannski, en eitthvert grín bara.“ Hann segir sólóferil ekki í píp- unum enda gengur pípandi vel með Hjaltalín. Platan Terminal, sem hefur fengið glimrandi góða dóma, seldist upp á fáum dögum. „Upplagið seldist miklu hraðar en við áttum von á,“ segir Högni. „Öll eintökin fóru í fyrstu vikunni og platan var ekki fáanleg í viku. Nú er víst búið að redda þessu, sem betur fer.“ - drg Högni grínast fyrir Snorra VERÐUR MEÐ GRÍN Högni í Hjaltalín verður með fyrsta sólógiggið í kvöld. Hljómsveitirnar Hjálmar og Hjaltalín leiða sama hesta sína og fagna jólahátíðinni með tón- leikum á Nasa á laugardags- kvöld. Samkoman er haldin undir merkjum tónlistarveislunnar Jólagrautsins sem hefur verið haldin í kringum hátíðirnar frá árinu 2005. Þá léku Hjálmar, Mugison og Trabant á eftirminni- legum tónleikum. Hjálmar eru að fagna nýrri plötu sinni sem nefn- ist IV og Hjaltalín gaf á dögunum út sína aðra plötu, Terminal. Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur í forsölu en verður 2.500 krónur við hurð á tónleikadag. Miðar fást í Skífunni og á Midi.is. Tvær spila á Jólagraut HJALTALÍN Hljómsveitin Hjaltalín spilar á hátíðinni Jólagraut á laugardagskvöld. TÓNLIST, MYNDIR & SPIL Á FRÁBÆRUM AFSLÆTTI 1.680 kr. verð áður 2.325 kr. 2.690 kr. verð áður 3.390 kr. afsláttur 21% afsláttur 28% 1.990 kr. verð áður 2.550 kr. 1.480 kr. verð áður 1.990 kr. 1.680 kr. verð áður 2.365 kr. Tilboðin gilda til og m eð 21.des eða á m eðan birgðir endast Anna Mjöll Shadow of your smile Stefán Hilmarsson Húm Guðrún Gunnars Cornelis Vreeswijk Friðrik Ómar og Jógvan Vinalög Hjálmar IV Söngvaseiður Tónlistin úr sýningu Borgarleikhússins Eivör Live Karneval dýranna Sögumaður: Örn Árnason afsláttur 29% afsláttur 29% afsláttur 22% 1.990 kr. verð áður 3.190 kr. 1.990 kr. verð áður 3.190 kr. afsláttur 38% 1.990 kr. verð áður 2.890 kr. afsláttur 26% afsláttur 31% 2.950 kr. verð áður 3.950 kr. afsláttur 25% 2.950 kr. verð áður 3.950 kr. afsláttur 25% 3.990 kr. verð áður 5.590 kr. afsláttur 29% 2.490 kr. verð áður 2.990 kr. afsláttur 17% 5.890 kr. verð áður 6.990 kr. 4.890 kr. verð áður 6.190 kr. 2.490 kr. verð áður 3.190 kr. Heilaspuni Spil fyrir skapandi Íslendinga Kollgátan Bráðskemmtilegt spurningaspil Memory Íslenska stafrófið afsláttur 16% afsláttur 21% afsláttur 22% 20% afsláttur af Ravensburger púslus pilum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.