Fréttablaðið - 17.12.2009, Qupperneq 94
74 17. desember 2009 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Blikum bárust góð tíð-
indi í gær þegar staðfest var
að þeir Alfreð Finnbogason og
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
hefðu skrifað undir nýjan samn-
ing við félagið. Þeir skrifuðu
báðir undir tveggja ára samning.
Þessir ungu og bráðefnilegu
unglingalandsliðsmenn voru í
lykilhlutverki í liði Blika á síð-
ustu leiktíð en félagið vann þá
sinn fyrsta stóra titil í meistara-
flokki karla.
Alfreð var að gæla við að kom-
ast í atvinnumennsku og reyndi
meðal annars fyrir sér á Eng-
landi og Noregi en var ekki boð-
inn samningur.
Hann verður væntanlega með
Blikum í sumar úr því sem komið
er en hann sló eftirminnilega í
gegn síðasta sumar og var val-
inn efnilegasti leikmaður deildar-
innar. - hbg
Blikar semja og semja:
Alfreð og Arn-
ór framlengdu
ÁFRAM Í KÓPAVOGI Alfreð verður áfram
með Blikum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Í gær var tilkynnt á
heimasíðu danska úrvalsdeildar-
félagsins Esbjerg að Gunnar
Heiðar Þorvaldsson yrði lánaður
til Reading á Englandi frá ára-
mótum til loka tímabilsins.
Enn var þó verið að ganga
frá samningamálum í gær en
Ólafur Garðarsson, umboðs-
maður Gunnars Heiðars, sagði
það aðeins formsatriði að skrifa
undir samninginn.
Gunnar Heiðar æfði með
Reading í gær og voru því fjórir
Íslendingar á æfingunni en auk
hans eru þeir Ívar Ingimarsson,
Brynjar Björn Gunnarsson og
Gylfi Þór Sigurðsson á mála hjá
Reading. - esá
Gunnar Heiðar Þorvaldsson:
Fer til Reading
HANDBOLTI Skipun úrvalsliða fyrsta
hluta N1-deilda karla og kvenna
var tilkynnt í gær. Báðar deildir
eru komnar í jólafrí en keppni í
N1-deild karla hefst ekki fyrr en
í febrúar vegna EM í handbolta
sem haldið verður í Austurríki í
janúar.
FH-ingurinn Ólafur Guðmunds-
son var valinn besti leikmaðurinn
karlamegin en hann hefur verið
lykilmaður í liði FH sem margir
spáðu velgengni í haust. Gengi FH
hefur þó verið misjafnt á tímabil-
inu til þessa.
„Við þurfum að sýna meiri
stöðug leika á seinni hluta tíma-
bilsins. Við höfum verið að klúðra
niður leikjum sem við áttum að
vinna og tapað þannig stigum.
En það hefur einnig sýnt sig að
allir geta unnið alla í þessari
deild. Við höfum til að mynda náð
ágætis úrslitum gegn efri liðum
deildarinnar en átt í vandræðum
með hin. Við þurfum einnig að ná
betri árangri á heimavelli,“ sagði
Ólafur.
Hann segir FH-inga þó ekki geta
kvartað undan því að liðið situr nú
í 2. sæti deildarinnar með ellefu
stig. Reyndar eru liðin í 2.-5. sæti
öll með jafn mörg stig og því útlit
fyrir harða samkeppni um sæti í
úrslitakeppninni í vor.
Allt til staðar hjá FH
„Deildin hefur verið mjög
skemmtileg og það eru ekki nema
þrjú stig í Haukana á toppnum.
Það er allt til staðar hjá FH til að
ná góðum árangri – bæði hörku-
mannskapur og góður þjálfari. Við
þurfum þó aðeins að bæta hugar-
farið okkar,“ sagði Ólafur.
En rétt eins og hjá FH hefur
árið verið misjafnt hjá Ólafi. „Það
hefur verið mjög gott eftir að ég
var lengi frá vegna meiðsla. Þá tók
ég þátt á HM U-21 liða í Egypta-
landi sem var góð reynsla.“
Ólafur segir að meiðslin hafi
í raun átt sinn þátt í því að gera
hann að betri handboltamanni.
„Í svona löngum meiðslum fer
maður að hugsa betur um hvað
maður vill fá úr sjálfum sér og
hvaða árangri maður vill ná. Ég
var duglegur að æfa og lít þannig
á að ég hafi komið sterkari aftur
til leiks. Ég er vissulega með háleit
markmið og ætla mér alla leið.
Þess vegna er maður í þessu.“
Liðsheildin sterk hjá Val
Berglind Íris Hansdóttir, mark-
vörður Vals, var valin besti leik-
maður N1-deildar kvenna. Hún er
lykilmaður í taplausu liði Vals sem
trónir nú á toppi deildarinnar með
þriggja stiga forystu á næsta lið.
Reyndar hafa ekki öll lið spilað
jafn marga leiki í haust og gefur
því núverandi staðan í deildinni
ekki hárrétta mynd af stöðu lið-
anna. En Valsmenn hafa átt gott
haust.
„Ég átti von á því að við mynd-
um mæta þetta sterkar til leiks.
Við misstum þó nokkra leikmenn
í sumar og þurftum því tíma til að
slípa liðið saman. En þetta hefur
allt smollið vel saman og liðsheild-
in er mjög sterk,“ sagði Berglind.
Hún segir að mótspyrnan sé
ekki minni en hún reiknaði með.
„Alls ekki. Það hafa verið margir
hörkuspennandi leikir í deildinni.
Vissulega átti maður von á því að
Haukar yrðu sterkari enda eru þar
leikmenn sem hafa verið lengi að
spila saman. En þeir hafa verið á
uppleið á síðustu vikum og ég á von
á því að Haukar verði mjög sterkir
eftir áramót.“
Fram og Stjarnan hafa einnig
átt góðu gengi að fagna í haust og
á Berglind von á því að þessi lið
ásamt Val og Haukum munu áfram
berjast á toppnum til loka tímabils-
ins.
„Það er samt ómögulegt að spá
fyrir um hvernig þetta muni spil-
ast áfram,“ bætir hún við.
Berglind hefur sjálft átt gott
ár og spilað vel bæði með Val og
íslenska landsliðinu sem stefnir nú
á sitt fyrsta stórmót.
„Ég hef verið að halda ágætis
stöðugleika og get því verið nokk-
uð sátt. Mér finnst ég enn vera að
bæta mig enda kemur ýmislegt
með reynslunni.“
eirikur@frettabladid.is
Þurfum að vera stöðugri á nýju ári
FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson var í gær útnefndur besti leikmaður fyrstu níu umferða N1-deildar
karla. Berglind Íris Hansdóttir, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, var valin best í N1-deild kvenna.
ÞAU BESTU Berglind Íris Hansdóttir, Val, og FH-ingurinn Ólafur Guðmundsson með
viðurkenningar sínar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BEST Í N1-DEILDUNUM
N1-deild karla
Bestur: Ólafur Guðmundsson, FH
Þjálfari: Aron Kristjánsson, Haukum
Markvörður: Hlynur Morthens, Val
Lína: Atli Ævar Ingólfsson, HK
V. horn: Freyr Brynjarsson, Haukum
V. skytta: Sigurbergur Sveinss., Hauk.
H. horn: Arnór Þór Gunnarsson, Val
H. skytta: Ólafur Guðmundsson, FH
Leikstj.: Jónatan Magnússon, Akureyri
N1-deild kvenna
Best: Berglind Íris Hansdóttir, Val
Þjálfari: Stefán Arnarson, Val
Markvörður: Berglind Íris Hansd., Val
Lína: Anna Ú. Guðmundsdóttir, Val
V. horn: Rebekka Skúladóttir, Val
V. skytta: Hrafnhildur Skúladóttir, Val
H. horn: Hanna G. Stefánsd., Haukum
H. skytta: Alina Tamasan, Stjörnunni
Leikstj.: Ragnhildur Guðmundsd., FH
Aðrar viðurkenningar
Besta dómaraparið: Gísli H. Jóhanns-
son og Hafsteinn Ingibergsson
Besta umgjörðin: Akureyri
> Stendur í stað á heimslistanum
Íslenska knattspyrnulandsliðið stendur í stað á heimslista
FIFA sem var gefinn út í gær. Ísland er í 92. sæti en liðið
hefur ekki spilað neinn leik síðan síðasti
listi var gefinn út. Þetta er síðasti listi
ársins en hæst komst Ísland í 75. sæti
á árinu. Það var í mars en á næsta
lista féll liðið um átján sæti.
Ísland er í 40. sæti meðal Evr-
ópuþjóða, á milli Hvíta-Rúss-
lands og Moldóvu. Spánverjar
eru enn efstir á listanum en
engar breytingar voru á ellefu
efstu sætunum.
KÖRFUBOLTI Körfuboltakapp-
inn Haukur Pálsson hefur vakið
verðskuldaða athygli með skóla-
liði sínu á Flórída í Bandaríkjun-
um í vetur. Haukur Helgi Pálsson
hefur lengi verið einn allra efni-
legasti körfuboltamaður landsins
og í vetur ákvað hann að fara í
bandarískan menntaskóla.
Haukur Helgi hefur staðið sig
mjög vel með Montverde-skólan-
um og hefur frammistaða hans
vakið athygli þar á meðal hjá Joe
Williams, blaðamanni Orlando
Sentinel sem er stærsta blaðið
á svæðinu. Williams greinir þar
frá því að Haukur Helgi sé í hópi
bestu leikmanna Flórída og að
margir stórir skólar séu á eftir
stráknum. Hauki hefur þegar
verið boðinn skólastyrkur hjá
University of South Florida en
skólar eins og Vanderbilt, Virgin-
ia Commonwealth, Notre Dame,
Harvard og University of Central
Florida hafa einnig sýnt honum
áhuga.
„Þú getur varla trúað því sem
ég hef verið spurður að síðan ég
kom hingað,“ segir Haukur Helgi í
upphafi viðtalsins en greinin hefst
á því að leiðrétta þann misskiln-
ing að Íslendingar búi í snjóhúsum
og hafi ekkert rafmagn. Haukur
Helgi er með 11,5 stig og 5,5 frák-
öst að meðaltali hjá Montverde.
„Hann les leikinn vel og er
mjög fjölhæfur leikmaður.
Hann hefur góða skottækni
og getur bæði spilað fyrir
utan sem og inni í teig,“ segir
Kevin Sutton, núverandi þjálf-
ari hans hjá Montverde.
Haukur Helgi segir
frá því í viðtalinu að
hann sé herbergisfélagi
Senegalans Papa Samba
Ndao og Brasilíumanns-
ins Matheus Saroli. Papa
Samba Ndao spilar körfu-
bolta með Hauki en Saroli er sá
markahæsti í fótboltaliðinu.
„Það er frábært að hafa fulltrúa
þriggja heimsálfa í einu herbergi,“
segir Haukur. „Þetta er gott tæki-
færi til þess að kynnast ólíku fólki
með allt aðra siði og venjur.“
Í greininni segir að Haukur
Helgi hafi flott skot, góða yfir-
sýn og góðan skrokk fyrir
baráttuna undir körfunni en
aðalviðbrigðin fyrir hann
hafi verið að venjast ólík-
um leikstíl. „Það er
miklu meiri hraði
hér, krakkarn-
ir eru þroskaðri
hér og það geng-
ur ekki að vera
„mjúkur“. Það
eru líka betri
íþróttamenn
hér en heima
á Íslandi,“ segir
Haukur Helgi í
viðtalinu við Orlando
Sentinel.
- óój
Körfuboltakappinn Haukur Helgi Pálsson eftirsóttur hjá mörgum háskólaliðum:
Notre Dame og Harvard meðal
skólanna sem hafa rætt við Hauk
Hlynur Morthens, eða Bubbi eins og hann er iðulega kallaður,
var í gær útnefndur besti markvörður fyrstu níu umferða N1-
deildar karla. Hann gekk í raðir Vals í sumar þar sem hann hefur
átt frábæru gengi að fagna og blómstrað í markinu.
„Þetta er virkilega skemmtilegt fyrir mig,“ sagði hann við
Fréttablaðið í gær. „Ég er ótrúlega ánægður og stoltur af
þessari viðurkenningu.“
Hann segir að árið hafi þróast á annan máta en
hann bjóst við. „Fyrir ári var ég í Gróttu í 1. deildinni
og átti ekki von á að fara neitt annað. En svo datt ég
í Val þar sem allt hefur gengið upp hjá mér persónu-
lega. Ég er auðvitað með mjög öfluga varnarmenn
fyrir framan mig sem hjálpar mér mikið.“
Hann segir Valsmenn vera ágætlega sátta við sína
stöðu í deildinni en liðið er með ellefu stig, rétt eins
og þrjú önnur lið sem skipa 2.-5. sæti deildarinnar.
Valsmenn eru þó í fjórða sæti vegna innbyrðis árangurs
þessara liða og sleppa því naumlega inn í deildarbikar-
keppnina sem haldin verður á milli jóla og nýárs.
„Auðvitað vildum við vera með fleiri stig en við höfum verið
óheppnir með meiðsli. Ég tel að Valur sé það lið sem muni
bæta sig hvað mest eftir áramót enda er von á að bæði Baldvin
[Þorsteinsson] og Siggi [Sigurður Eggertsson] verði þá með.“
Hann segir þó deildina hafa verið mjög skemmtilega. „HK redd-
aði hinum liðunum um daginn þegar það vann Hauka sem
hefðu stungið af með sigri í þeim leik. En það sýndi líka að
Haukar eru ekki með yfirburðalið í deildinni og alls ekki
ósigrandi,“ sagði Hlynur.
Það er nokkuð langt í neðstu lið deildarinnar – Fram
og Stjörnuna – sem hafa verið talsvert á eftir öðrum
liðum í haust.
„Ég á þó ekki von á öðru en að þessi lið og þá sér-
staklega Fram munu ná sér á strik eftir áramót. Það er
enn nóg eftir af deildinni og þessi lið geta enn bjargað
sér frá falli.“ En árið segir hann hafa verið nokkuð gott
hjá sér. „Mér líður vel og er í fínu standi. Ég hef alltaf
talið mig vera fínan markvörð og ef varnarmennirnir
nenna að djöflast fyrir framan mig þá skal ég taka rest.“
HLYNUR MORTHENS: BESTI MARKVÖRÐURINN Í FYRSTU NÍU UMFERÐUM N1-DEILDAR KARLA
Ótrúlega ánægður og stoltur af viðurkenningunni
UPPALINN Í FJÖLNI Haukur
Helgi Pálsson spilaði stórt
hlutverk með meistaraflokksliði
Fjölnis í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Forma mótorkross og
fjórhjólaskór. Sixsixone
hlífar og brynjur. Sixsixone,
G-max og AGV-hjálmar.
Full búð af nýjum og
vönduðum vörum!
GARÐABÆ - Sími 563 5411
Útivist og sport
Opið 10 til 22 til jóla
ÖRUGG JÓLAGJÖF