Vikan


Vikan - 03.08.1961, Side 5

Vikan - 03.08.1961, Side 5
Þrátt fyrlr «8 Sylvestre gerði þaö sem í hans valdi stóð til að hindra að siödegisblöðin birtu fréttirnar um fyrirtæki Gastons Ryans tókst honum ekki að stöðva blaðamennina og öll blöðin birtu fréttina um erfiðleika hjá Gaston fyrirtækinu og að gjald- þrot hefði lengi verið yfirvofandi. Lögreglan kom og talaði við Sylvestre og var á þeirri skoðun, að Gaston hefði undirbúið slysið, til þess að sleppa frá þessu öllu. — Allt nær- liggjandi svæði hjá Baise var í svarta- Þoku, upplýsti lögreglan, og Ryan var mikill sportveiðimaður, fæddur í Bretagne og var þar af leiðandi vel kunnugur öllum veðrabrigðum. Það væri einber asni, sem færi í veiðiferð við slikar aðstæður, eða Þá einhver, sem óskaði eftir þvi að straumurinn kollsteypti bátnum. Sylvestre hlustaði á skýrslu lögregl- unnar þolinmóður án nokkurra at- hugasemda. Hann vissi, að trygging- ariðgjöldin höfðu alltaf verið greidd á réttum tíma, þrátt fyrir að fyrir- tæki Gastons Ryans virtist skuida á öllum stöðum, og hann átti bágt meö að trúa því, að þessi eigingjarni maður hefði staðið i skUum einungis kon- unnar sinnar vegna. Hann varð viss i sinni sök meö hið siðarnefnda, þegar hann heimsótti frú Gaston Ryan dag- inn ef tir. i Frú Ryan bjó í stórri, gamaldags ibúð bak við Lúxemborggarðinn, og herbergin voru svo látlaus, að hans eigin piparsveinaíbúð í Passy var hinn mesti lúxus i samanburði við hennar íbúð. Lisa Ryan hafði haft mikið fyrir því að láta herbergin Uta vel út. Blóm voru allsstaðar, og henn- ar eigin dagstofa var smekkleg og skemmtileg og féll Sylvestre vel í geð. En allt annað í ibúðinni bar vott um ósmekkvisi, dökkir veggir, hátt til lofts og þunglamaleg húsgögn frá því timabUi, sem húsgagnalist hafði greinilega ekki staðið á háu stig. —■ Tengdaforeldrar minir bjuggu hér, þegar ég giftist. Hún hafði fylgt augnaráði Sylvestre og séð hversu undrandi hann varð. Það var sams- konar undrunarsvipur og hún sjálf setti upp, þegar það kom fyrir að Gaston kom heim með gesti og ræddi kaupsýslumál, en Það var mjög sjald- an. — Tengdaforeldrar mínir dóu með stuttu mUlibili og maðurinn minn óskaði eftir því, að æskuheimili hans héldist óbreytt, að dagstofunni minni undanskilinni, en ég setti í hana hús- gögn, sem ég átti áður en ég gifti mig. Ryan óskaði eftir, Ryan vildi og Ryan ákvað, hugsaði Sylvestre arg- ur. Hann hefur grafið þessa fallegu ungu konu i grafhýsi og látiö hana sitja þar. 1 fyrstu hefur hún verið nokkurs konar gestur á heimiU tengdaforeldra sinna, en síðar meir eins og hún væxi öllum gleymd. Nei og aftur nei, endurtók hann með sjálfum sér. Ryan hafði aldrei gert neitt, aldrei fallið fyrir þessum bláu augum. Það var einungis þessi brennandi spurning: Hvers vegna hafði honum verið svona annt um hana? Lisa bað hann að hinkra við á með- an hún náði i te handa þeim, en á meðan gekk hann um í stofunum og litaðist um. En þaö var ekkert sem minnti á Ryan. Bækur voru fáar, helzt verzlunarannálar og bækur um fiskveiðar. Þær voru aUar í stórum bókaskáp og ofan á honum voru nokkrir smáhlutir í grind fyrir píp- urnar hans, skál með ýmsum önglum ásamt stærðar öskubakka úr grænum krystalli, sem var bæði ijótur og ó- smekklegur eins og næstum því allt sem var þarna. Á veggjunum héngu nokkur góð málverk, sem sennilega mundu ganga upp i þrotabúið, en góðu heilli mátti ekki hreyfa við lífeyri ekkjunnar. Ryan hafði séð fyrir því, þegar hann gekk frá samningnum. Lisa hafði lagt á borðið inni hjá sér fyrir framan gluggann, þar sem sást vel yfir Luxemborgargarðinn. gefa honum góð ráð, því að hann hefði aldrei farið eftir þeim og einungis svarað ónotum. Allir höfðu haldið sig innan dyra og við ána hefði verið svo þétt þoka að ekki hefði verið hægt að greina ljósin á seglskútu, sem hafði leitað vars rétt hjá Baise. Augljóst var að Ryan hafði af ásettu ráði valið þetta þungbúna veður. Hann vildi komast úr klípu á auðveldan hátt, en jafn- framt tryggja framtíð eiginkonu sinn- ar. Sjálfsmorð var í sjálfu sér ekki glæpsamlegt, og það kom í ljós, að silfurmunir, málverk og teppi hrukku langt til að borga þrotabúið, fyrir utan það að Lisa Ryan krafðist þess að fá að borga það sem á vantaði, með þeim peningum, sem hún vann sér inn sem tízkuteiknari og einnig þegar hún fengi líftrygginguna borg- stun Sylvestre tók eftir því, að allt silfur og postulin var mjög glæsilegt, dálítið gamaldags, en áreiðanlega verðmikið. Aumingja stúlkan, hugsaði hann, því allt þetta silfur og postulin yrði áreiðanlega tekið frá henni. Á hinn bóginn myndi hún hafa efni á að útvega sér eitthvað annað eítir sínum eigin smekk, þegar hún fengi liftrygg- inguna borgaða. Á teikniborðinu hennar voru strax komnar nokkrar teikningar eftir hana sjálfa og það var augsýnilegt að hún yrði ekki i vandræðum með að sjá um sig sjálfa í lífinu. Og er þrota- búið yrði gert upp, myndi það áreið- anlega koma í ljós að það var ekki frú Ryan, sem átti sök á hinu skyndilega gjaldþroti. Honum fannst þægilegt að tala við hana og eflaust þarfnaðist hún ein- hvers til að tala við, en hún var einnig ágætur hlustandi. Næstu daga á eftir fékk hann tæki- færi til að bjóða henni út. Þau áttu mörg sameiginleg áhugamál og einn sunnudaginn óku þau saman út fyrir Paris, í hina viðáttumikla skóga í Seine-et-Oise. Honum til mikillar undrunar hafði hún ekki komið þang- að siðan hún var ógift. Gaston vildi helzt fara einn eða meö vinum sínum, sagði hún án nokkurrar ásökunar, — ég hef sjálf ekki átt bil, en nú myndi mig langa til að kaupa lítinn bil. Þegar ég var ógift, átti ég lítinn sportbíl, mynduð þér vilja hjálpa mér til að kaupa einn lítinn bíl, sem ekki væri dýr i rekstri? Sylvestre blessaði næstum því Gast- on fyrir það hve nizkur hann hefði verið, að geta ekki séð konu sinni fyrir eigin bil, því að nú fékk hann nýtt tækifæri til að vera saman með henni. Hún keypti nýjan, eldrauðan ítalskan smábíl, en næsta sunnudag á eftir fór hú með ánægju í hans bil i ökuferð út fyrir borgina. Ég er farin að kunna svo vel við þennan, sagði hún afsakandi og um leið var eins og snert hefði verið við streng við hjarta hans. Logreglan lét mál Gastons Ryans liggja niðri. Allir íbúar þorpsins Baise höfðu verið yfirheyrðir og einnig all- ir þeir, sem bjuggu meðfram ánni, en enginn hafði verið sjónarvottur að slysinu. Flestir könnuðust við Ryan; hann hafði alltaf farið út í ána hvern- ig sem viðraði og lltið hafði þýtt að aða. En liftryggingaríélagið hélt samt sem áður áfram rannsóknum. Það var kafað til botns x hér um bil allri anni og stór svæði i Rhonedalnum voru þrautkönnuð. En i lok sjötta mánaðarins var leitinni hætt og ef ekkert óvænt geröist, yrði tryggingin borguð út eftir hálít ár. Fólkið, sem bjó nálægt slysstaðnum leit vel í kringum sig þegar það var hvort sem var á ferð, því Sylvestre liafði lofað háum upphæðum i fundarlaun hverj- um þeim sem fyndi Ryan. Ef til vill myndi eitthvað koma í ljós, þegar snjóinn leysti. Stundum fundust t.d. dauðar geitur, sem einhver bóndi hafði saknað. Kannski hafði þessi Parisarforstjóri bjargaði sér upp á þurrt land, aðfram kominn og mátt- laus. Kannski leysingarvatnið, sem rann i mörgum smálækjum út i ána gæfi eitthvert svar? En tólf mánuðir liðu án þess að nokkuð bæri til tiðinda. Mér finnst næstum því, að ég geti ekki tekið á móti öllum þessum pen- ingum, sagði Lisa — ég hef komið mér svo vel fyrir núna, ég hef eigin- lega aldrei haft það svona gott fyrr. Hún brosti dálítið feimnislega — og það er yður að þakka, Thomas Syl- vestre líkaði það vel, að hún reyndi aldrei að leika hina syrgjandi ekkju, sem hún auðvitað ekki var. Henni leið betur með hverjum mánuðinum sem leið og dafnaði eins og blóm í eggi. Hún hafði leigt mestan hluta íbúðarinnar og hennar eigin herbergi voru nú orðin óþekkjanleg frá hinum hátíðlegu, dimmu herbergjum sem hún áður bjó í. Allt breyttist með henni sjálfri, varð meira lifandi, skemmtilegra og betra. Nokkrum dögum áður en af út- borguninni yrði, bauð Sylvestre Lisu í leikhús, en hún kom ekki. Og þegar hann hringdi i hana daginn eftir var hún annars hugar og í slæmu skapi. — Ég heí ekkert sofið í nótt, sagði hún, — Á ég að trúa þvi að það séu þessir auvirðulegu peningar, Sagði Sylvestre hlæjandi — peningar sem þú sannarlega verðskuldar að fá, og sem þú meira að segja skipar okkur að taka helminginn af til að borga þrotabúið, mál sem að þú átt engan hlut í? En hún lagði tólið á og honum heyrðist hún gráta. Eftir hádegið daginn eftir ók hann til hennar þar sem hún vann á Place Vendome. — Nú skulum við aka heim til þín, sagði hann í léttum tón, drekka teið, sem þú býrð svo vel til og svo segir þú mér hvað er að. Hún svaraði ekki, en féllst á að aka með honum heim, en var samt dálitið hikandi. Þegar þau voru komin heim, hófst hún þegar handa að laga teið, og hon- um fannst nún næstum þvi reyna að forðast sig. Hún var annars alltaf vön að spjalla um þau mál, sem efst voru á baugi hverju sinni. Hann litaðist um í stofunni og nam staðar við bókaskápinn eins og svo oft áður. Nú voru flestar af þessum skuggalegu bókum með svörtu kilina horfnar, en í staðinn voru komnar listaverkabækur ólikt skemmtilegri. En þessir ljótu Utlu smáhlutir uppi á bókaskápnum voru ennþá, pípugrind- in, klunnalegir öskubakkar og hrylli- legt samsafn af fiskiönglum. — kannski einhvers konar virðingarvott- ur, hugsaði hann og brosti lítið eitt. Ef svo væri, myndu þeir sennilega hverfa eftir morgundaginn, þegar hún hefði fengið það mikla peninga að hún gæti keypt það, sem hugur herm- £tr girntist. Hún var fámælt á meðan þau drukku teið og afsakaði sig með þreytu. — Ég er ekki lengur vön að vinna reglulega, útskýrði hún. Sylvestre lét það gott heita, en hann trúði henni ekki. í fyrsta iagi var hún sterk og hraust og í öðru lagi hafði hún siðustu 12 mánuðina verið mjög hamingjusöm með vinnuna hjá Carell. Hvers vegna skyldi hún þá skyndilega vera illa upplögð ef hún var ekki veik? Um næstum þvi hverja helgi höfðu þau ekið út úr bænum og séð sig um. Þau höfðu ekið létta hraðskreiða sportbilnum hennar og skoðað ýmsa staði eins og Orleans og Strassbourg. Nú fannst honum hún vera óþekkjan- leg, greinilega taugaóstyrk og augna- ráðið gat hann ekki skilið. —• Jæja, sagði hann í léttum tón, þegar hann stóð upp frá borðinu, — á morgun kl. 12.00 á skrifstofunni, ekki rétt? Formsatriðin ganga fljótt fyrir sig, og án þess að kvelja hana meira kvaddi hann og fór. Um tíuleytið sama kvöld stöðvaði Sylvestre bílinn fyrir framan hús Lisu, og fór í lyftunni upp. Það var ljós í gluggunum hjá henni, svo aö hún hlaut að vera heima, en hann varð að hringja lengi áður en hún opnaði. Hún var með grátbólgin augu og var næsta fálát, en hann lét sem ekkert væri. — Lisa, sagði hann, það er dálítið, sem ég verð nauðsynlega að tala við þig um. ... Á morgun, byrjaði hún, næstum biðjandi, en hann strunzaði fram hjá henni og gekk á undan henni inn í forstofuna. — Ekki á morgun, sagði hann stuttur I spuna. Síðan sneri hann sér að henni og sagði fljótmæltur: — Gaston Reyan hefur verið hjá þér, Lisa — Nei, hrópaði hún skelfd, nei, hann hefur ekki verið hér. Framhald á bls. 41. VIKAN S

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.