Vikan


Vikan - 03.08.1961, Side 12

Vikan - 03.08.1961, Side 12
í hverfum, sem eru tíu ára gömul og jafnvel eldri skipa moldarhaug- arnir veglegan sess enn þann dag í dag. Þess ber að geta, sem vel er gert: Við Selvogsgrunn og Sporðagrunn er einstaklega sniekklegur frágangur, iágir steingarðar og grasflatirnar girtar með þéttri röð af greni. moldarhaugamenning reykvikinga Það er algeng skoðun meðal útlendinga, annarra en næstu nágranna okkar og þeirra fáu sem liingað hafa komið, að Eskimóar byggi Island. í þeirra augum er það eðlilegt af landfræðilegum ástæðum; landið er norður undir heimskauti og þar hljóta „innfæddir" að ganga í skinn- feldum og búa i kofum í óhrjálegu og menningarsnauðu umhverfi. Glöggskyggn ferðalangur getur að vísu við fyrstu sýn sannfærzt um það, að innfæddir eru hvítir á hörund og að hin nýrri liús i liöfuð- borginni eru merkilega vel úr garði gerð. Sum þeirra eru jafnvel falleg, séu þau skoðuð sem einangruð fyrirbrigði, en heildarsvipurinn „skörð- óttur hundskjaftur" eins og komizt var að orði í tímaritsgrein um þetta mál. En ef gesturinn tæki upp á þeim fjára að rannsaka sjálft um- hverfið, frágang lóða og gatna í hverfunum, þar sem fallegu húsin standa og jafnvel öllum hverfum sem sprottið liafa upp á síðustu tíu til fimmtán árum — þá mundi hann lialda, — ja, líkliega m'undi liann halda, að innfæddir væru hálfgerðir Eskimóar þrátt fyrir allt. ,'Siðasta áratuginn hefur verið l)yggt svo mikið í Reykjavík, að það Æpandi andstæður: Svipfallegt sambýlishús og haugur, sem staðið hefur áhreyfður í nokkur ár. Bærinn segir: Við skiptum okkur ekkert af þessu. Forráðamenn Reykjavíkurhafnar segja: Þetta er svo lítið, það tekur ekki að ná í það. er ævintýri líkast. Þetta byggingarævintýri er með þeim liætti, að miðbærinn er áfram með dönsku selstöðusniði frá öldinni sem leið, en i úthverfunum hafa einstaklingar mokað upp blokkum, háhýsum, raðhúsum, einbýlishúsum og þessum merkilegu turnlikingum með fjór- um íbúðum hverri ofan á annarri, en engum bílskúr. Glöggir menn segja, að þess háttar hús séu hvergi byggð í heiminum annars staðar. Það sér á, að borgarmenningin er ung og við erum vön fjóshaug- unum sem sjálfsögðum nágrönnum. Hin unga Reykjavík minnir á slor- ugt fiskverkunarpláss fremur en höfuðborg í landi þar sem almenn- ingur býr þó við sæmilegan efnahag. í nýju íbúðahverfunum eru moldarhaugar í stað garða, grjóthaugar í stað gróðurs. Sumir haug- arnir eru komnir á fermingaraldur og þeir eru næstum grónir. Gatna- gerðin, þáttur bæjarfélagsins er svo sér kapítuli, sem ekki verður ræddur hér. Þetta er þeim nnin undarlegra sem einstakar íbúðir og hús eru prýði- lega úr garði gerð og virðist þar ekkert liafa verið til sparað; harð- viðarinnrétting og gólfteppi út í livert horn. Stundum dettur manni í hug, að húsbyggjendur hafi nálega gengið af sér dauðum við það að vanda sem mest til sjálfrar íbúðarinnar og það séu naumast neinir möguleikar á fjárfestingu utan húss. Raunar veit ég dæmi þess, að menn hafa lagt í ails konar óhófskostnað innan liúss til þess að heilla vænt- anlega gesti, að tekjur þeirra fara mestmegnis í afborganir og vexti Framhald á bls. 31. Mffi ; i s S; A Einn af þeim aðilum, sem byggir og selur fokhelt, gróf þetta sorpræsi fyrir rúmlega ári og það hefur staðið opið síðan. Þarna leikur fjöldi barna sér daglega. Hvað segir borgarlæknir um þetta? Árið 1955 var byrjað að byggja Lækjahverfið í Lauganesi. Nú, sex árum síðar, eru moldarhaugarnir og grjótruðhingarnir farnir að gróa upp. f einu af nýju hverfunum: Umgengnismenning annó 1961. t> Skipulagning bæjarins hefur átt sinn þátt í því að ekki er gengið frá <3 lóðunum. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru tvær blokkir sem hér sjást á myndinni, byggðar 6—7 árum á eftir öllum hinum í röðinni. Fyrir vikið er svo til ómögulegt að konia áfram nokkrum frágangi, þar sem öllu er umrótað á ný. Það væri gaman að heyra skýringar Skipulags Reykjavíkurbæjar á þessu. * ■■■. 'C "■ \s. .'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.