Vikan - 03.08.1961, Side 26
GRÍMAN
Framhald af bls. 20.
ar en aðra menn.
Gríman fellur misvel að andliti
manna. Sumum er hún svo eðlileg,
að þeir finna naumast fyrir henni,
en aðra afmyndar hún og særir,
svo að þeir finna við og við sterka
hvöt til að vart'a henni af sér. Á
þessu ber mest, þegar grímunni er
ætlað að dylja sárar tilfinningar og
áleitnar geðflækjur, en sýna í stað-
inn samræmi og ró. Að sjúku og
sundruðu sálarlífi fellur hún jafn-
an verst. Þá bugast margur undir
sársauka bælingarinnar og reynir
við og við að slíta grímuna af sér,
lifa óhindrað og grímulaust; en
varla er víma skefjaleysisins liðin
hjá, þá leitum við grímu okkar á
ný með engu minni ákefð. Án
hennar þykjumst við vera nakin,
eins og hjónin sögufrægu í aldin-
garðinum forðum.
PRENTMYNDAGERÐIN
MYNDAMÓT H.F.
MORGUNBLAÐSHÖSINU - SÍMI 17152
UNDIR VERNDARVÆNG
GESTAPO.
Framhald af hls. 15.
Þegar lniið var að velja þenna hóp
úr og senda hann af stað, gengum
við aftur til bifreiðarinnar. Þá gerð-
ist nokkuð, sem ég gleymi aldrei.
— Nei, sjáðu, — þetta er hún Eva!
var kallað skærri kvenrödd. Þegar
ég heyrði nafn mitt nefnt, leit ég
við og þekkti, að þar var ein af
skólasystrum minum — meðal hinna
ógæfusömu fanga.
Ég varð bæði svo hrædd og
sneypt, að ég sneri mér undan, —
sneypt af því, að ég skyldi vera
frjáls ferða minna, og hrædd við,
að þetta vingjarnlega kail mundi
vekja athygli, sem óheppileg væri
starfi okkar, eins og á stóð.
Sem betur fór, skildi Gabor undir-
eins, hvernig i öllu lá, og flýiti sér
að ræsa bílinn, en ræddi jafnframt
háum rómi við fangabúðastjórann.
En foringinn tók bersýnilega ekki
eftir neinu óvenjulegu.
Þegar við komum til Búdapest,
hringdum við til Bahszi.
— Það er allt komið í lag, svar-
aði hún. — Þið getið flutt þangað
í kvöld.
— Þbtta er dásamlegt, mælti
Gabor, þegar hann kom út úr tal-
símaklefanum. — Adolf og spámenn
hans ætla að vaka yfir okkur! Við
skulum flýta okkur til Wallenhergs
og gcfa skýrslu. Á eftir getum við
svo komið okkur fyrir í liólelher-
bergjum Þriðja ríkisins.
Wallenherg varð hrifinn af fregn-
um þeim, er við færðum honum. Við
vorum að því komin að kveðja hann,
er við hrukkum hatrammlega við.
Einhvers staðar heyrðist kona
hljóða, svo að undir tók í þögulli
skrifstofunni. Og í sama bili kom
ungur maður hlaupandi inn til okk-
ar, náfölur.
— Hjálpið okkur í guðs almáttugs
hænum! hrópaði hann. — Konan
mín er búin að taka léttasóttina.
Hvert get ég komið henni?
Wallenberg virtist ekkert sérlega
undrandi.
— Ekki vil ég mæla með sjúkra-
húsinu, sagði hann. — Ef þeir kom-
ast að því, að konan yðar er Gyð-
ingur, taka þeir ekkert tillit til þess,
hvernig á stendur fyrir henni.
— Já, en livað á ég að gera? kvein-
aði faðirinn tilvonandi. — Er þá
ekkert afdrep til i allri veröldinni,
þar sem barn mitt gæti fengið að
fæðast?
— Jú, auðvitað, svar.aði Wallen-
berg. — í herhergi minu — i rúmi
mínu!
Við störðum orðlaus á hann, öll
þrjú.
— Hringið eftir ljósmóður og
lækni, sagði Wallenherg við mig. —
En munið að segja, að það sé frá
skrifstofu sæhska sendiráðsins, og
gefið upp einkaheimilisfang mitt!
Því næst sneri hann sér að Gabor:
—■ Viljið jjér aka ungu konunni heim
til min, kapteinn?
Tuttugu mínútum síðar lá hin
unga móðir í rekkju sendiráðsrit-
arans með lækni og Ijósmóður sér
við Iilið. Og eftir eina klukkustund
var nýr horgari fæddur i þenna
heim. Það var telpa.
— Til hamingju, mælti Wallen-
herg við föðuririn. — Dóttir yðar er
sænsk, þar sem hún sá dagsins Ijós
á heimili mínu. Að minnsta kosti
nýtur liún verndar sendiráðsins
fyrst um sinn.
— Það er ágætt, að vel skuli fara
um barnið, mælti ég hlæjandi við
Wallenberg. —- En hvað verður um
yður sjálfan? Nú hafið þér ekki einu
sinni rúm til að sofa í.
— En ég hef dagstofu, svaraði
hann. Og svo náði hann í legustól
og svefnpoka inni í fataskáp.
Nýfædda stúlkan svaf i ró og
næði hjá móður sinni í rúmi Wallen-
bergs. Nokkrum dögum síðar var
hún skírð Yvonne, sem er mjög fá-
titt nafn i Ungverjalandi, — og
Wallenberg var skírnarvottur.
Wallenherg hafði mikla skemmt-
un af því, að við skyldum hafa
húsaskjól undir handarjaðri þýzku
leynilögreglunnar. Stríddi ■ hann
okkur með því og spurði, hvort við
þyldum þýzka mataræðið og hvort
við værum ánægð með gestrisni
Þjóðverja. Yið svöruðum honum, að
við sjálft lægi, að gestrisni þeirra
gengi í öfgar.
Húsráðendur okkar voru svo á-
kafir við að gera okkur til geðs, að
stundum varð það til þess að standa
okkur fyrir nætursvefni. Það kom
sem sé á daginn, að Hans var óvenju-
hugulsamur. Krafðist hann þess, að
við tækjum þátt í öllum þeim mið-
degisveizlum, er hann hélt vinum
sínum og kunningjum. Og við
neyddumst til að þekkjast boð hans,
þótt við værum dauðuppgefin eftir
langar ferðir út um landsbyggðina.
Það var þegjandi samþykki, að
við minntumst aldrei á stjórnmál eða
starf okkar. Við nefndum ekki einu
sinni þá staðreynd á nafn, að rúss-
neski herinn nálgaðist Búdapest
með risaskrefum.
Þeir liöfðu nóg af öllu: rússnesk
styrjulirogn, Rínarvín, Bordóvín,
kampavín, Havanavindla, egypzka
vindlinga — meira að segja banda-
riska. Þeir drukku fast, og jafnskjótt
serii þeir fundu á sér, fóru þeir að
syngja og dansa, og við urðum að
láta sem við skemmtum okkur
prýðilega og hlæja að lélegum
hröndurum j^eirra. Okkur fannst
sem við værum komin meðal rudda-
legra uppgerðarmanna, sem nánast
væru nokkurs konar vofur.
■— Við dönsum á eldgíg, sögðu
þeir sjálfir, enda var ekki um að
villast, að þetta var allt saman upp-
gerðarkæti til að hylja innibyrgða
óttakennd. Allir með tölu brutu þeir
um það heilann — dag og nótt,
hvernig þeir ættu að fara að því
að bjarga sér út úr öngþveitinu —
og hvernig þeir fengju aflað sér
fjarvistarsönnunar, áður en að
skuldadögunum kæmi.
— Þessar hræðilegu veizlur
þreyttu okkur miklu meira en
ferðir okkar daglega til fangabúð-
anna. Við vissum naumast af okk-
ur, jiegar við reikuðum til rekkju,
stundum löngu eftir klukkan tólf.
Við hugguðum okkur við það, að
þetta yrðum við að leggja á okkur
til að njóta öryggis. Að minnsta
kosti þorðu hvorki örvakrossmenn
né heimavarnarliðið að láta sjá sig
í nánd við húsið. Eigi að síður verð-
ur mér ævinlega illt, þegar hugur-
inn livarflar til Joeirra fimmtán daga,
sem ég naut verndar Þjóðverja.
í sjálfu sér var Jiessi vernd rauri-
ar ekki sérlega mikils virði, því að
okkur var ævinlega sagt að hverfa
hratt og hljóðalaust, þegar einhver
af yfirboðurum Hans var væntan-
legur. Okkur fannst því nánast sem
við hefðum vaknað upp af martröð,
Jiegar Gestapódeild þessi tók saman
föggur sínar liinn 18. nóvembeT og
hvarf brott frá Búdapest.
Bezt af öllu var Jió, að við þurft-
um ekki að efna loforð okkar um
sænska verndarauglýsingu á hús
Babszí, því að Hans ákvað, þegar
til kom, að taka hana og Medí, syst-
ur hennar, J^ungaða, með sér, —
hafði bersýnilega komizt að þeirri
niðurstöðu eftir rólega íhugun, að
Rússar mundu liættulegri en heim-
ilisböl það, er beið hans.
Rússneski herinn nálgaðist dag
frá degi. Á Búdapest dundi nú þeg-
ar linnulaus stórskotahríð. Af ýmis-
legum orðaskiptum, sem við höfðum
heyrt meðal Þjóðverja, máttum við
ráða, að Rússar mundu ætla sér að
umkringja borgina. Þcir, sem höfðu
búið um sig innan örvakrosshreyf-
ingarinnar eða voru bara yfirleitt
hræddir við Rússa, — lögðu á flótta
i ofboði, — akandi, hjólandi eða
gangandi, og allir stefndu til Vínar-
borgar.
Af þessu varð vitanlega algert um-
ferðaröngjjveiti. í fátinu var borg-
aralegum flóttamönnum ruglað sam-
an við hermenn eða jafnvel Gyðinga,
er reknir skyldu lil Þýzkalands með
þjösnaskap, hvað sem ]>að kostaði.
Upp frá Jicssu gátum við eklci
lokið ferðum okkar af á einum degi,
og ]>að varð sífellt meiri erfiðleik-
um háð að komast aftur til borgar-
innar.
Wallenberg fór að verða þjakað-
ur og þreytulegur, enda var það
ekki furða. Ósigrar og algert hrun
ollu því, að samningar milli ríkis-
stjórnar örvakrossmanna og full-
trúa hlutlausu landanna urðu nær
óframkvæmanlegir. Hinn 6. desem-
ber sendi ungverska stjórnin sviss-
nesku sendinefndinni skjal, þar sem
hún krafðist — með kurteisum orð-
um — fullkominnar pólitískrar við-
urkenningar og upptöku nýrra
verzlunarviðskipta. Svisslendingar
virtu l>að ekki einu sinni svars.
Þá sneri stjórn Szalasis sér til
Svia. Var Danielsson sendiherra
boðið að fylgjast með ríkisstjórn-
inni, er bjóst nú til undanhalds frá
Búdapest. Danielsson afþakkaði boð-
ið, en ]>að leiddi til þess, að vopnuð
sveit birtist við sendiráðið hinn 24.
desember til ]>ess að taka hann með
valdi. Sendiherrann var ekki við-
staddur, og hefndu landvarnarliðar
sín með því að róta i skrifborðun-
um og rifa innihald þeirra, skjöl og
skilríki út um allt gólf.
Starfsménn sendiráðsins, bæði
sænskir og ungverskir, voru fluttir
á brott og settir í Gyðingahverfið,
þótt þeir væru alls ekki Gyðingar.
Þessir athurðir settu að sjálf-
sögðu mark sitl á flóttamannahjálp-
ina. Allir, sem áður höfðu verið til
húsa við Tígrisgötu, voru fluttir
yfir í byggingu við Ullöi-götu í Pest.
Áffi Wallenberg hugmynd að því,
eiida var honum ljóst, að Þjóðverjar
mundu sprengja allar brýr yfir Dóná
• í loft upp, þegar Rússar nálguðust.
Ef deild sú, er annaðist verndar-
vottorðin, væri áfram í Búda, yrði
hún með þeim hætti einangruð frá
þeim, sem væru „Wallenbergs meg-
in“, og svo frá Gyðingahverfinu.
Það reyndi mjög á táugar Wall-
enbergs að leysa star.fsfólk sitt úr
varðhaldinu og umfram allt við-
halda virðingu fyrir sænsku vernd-
arvottorðunum. Eitt sinn í miðjum
desember, þá er við skýrðum hon-
um frá störfum dagsins, tókum við
eftir þvi, að hann var ákaflega
þreytulegur. Hann var náfölur og
Framhald á bls. 33.
26 VIKAN