Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 03.08.1961, Qupperneq 34

Vikan - 03.08.1961, Qupperneq 34
 .. . ...........................................................; STRENGJASTEYPA I \/ HÚSHLUTAR ÚR STRENGJASTEYPU í IÐNAÐARHÚS OG VÖRUGEYMSLUR FRAMLEIDDIR í YERKSMIÐJU OG SETTIR SAMAN Á BYGGINGARSTAÐ BYGGINGARIÐJAN h= Brautarholti 20 — Sími 36660 Ást samkvæmt stundaskrá. Framhald af bls. 7. leg, en mamma hennar varð alltaf jafn forviða hvert sinn, er Ðisa stökk fram úr rúminu, um leið og klukkan hringdi. Áður fyrr hafði orðið að reka margsinnis á eftir henni. RIKKI var heimagangur hjá þeim eins og fyrr. Hann bar saman ábætisskammt sinn og Dísu og gældi spaugilega við hana hvert sinn, er hún brá upp hendinni, sem nú var prýdd gamal- dags trúlofunarhring. Hann var allt- af að bjóða henni í ökuferð með Lórelei og tók sér það auðsjáanlega ekki vitund nærri, að hún afþakk- aði það i hvert einasta skipti. Yfir sumarmánuðina var óþolandi hiti. Honum sló á móti Disu frá gangstéttunum og fylgdi henni inn í skrifstofuna. Hún missti áhuga á vinnu sinni, en var þó jafnsamvizku- söm og áður. Hún varð meira að segja lystarlaus. Það voru aðeins samverustund- irnar með Hávarði, sem hún hlakk- aði til. Þau sátu á dyrapallinum á kvöldin og ræddu hvert smáatriði varðandi brúðkaupið upp aftur og aftur. Og á mínútunni klukkan tiu stóð hann upp, kyssti hana á kinn- ina og fór, — allt samkvæmt stunda- skrá. Stundum sat hún tímakorn kyrr eftir úti á pallinum, starði upp í heiðbláan sumarhimininn og hlust- aði á engispretturnar og á Frikka, er söng svo dásamlega falskt í hús- inu við hliðina. Annað veifið kom Frikki lika út á dyrapallinn sin megin og kallaði yfir til hennar: — Viltu fá þér vindl- ing? Það sér það enginn. — Láttu ekki eins og kjáni, svar- aði hún. Eitt kvöld stökk hann yfir girð- inguna og kom upp á pallinn til hennar. Hún sá, hvernig glampaði á hvítar tennurnar i brosi hans og sivalan hálsinn, þar sem skyrtan flakaði frá. Meðan þau töluðu sam- an, fannst henni sem hann hlyti jafnvel að sjá freknurnar á nefinu á henni. Það er svona, þegar maður hefur þekkt einhvern alla ævi. Það er ekki hægt að strika allt út, enda þótt það heyri fortíðinni til. — Frikki, sagði hún, — farðu heim. Það er orðið áliðið kvölds. — En, Dísa ... Hann hugsaði sig um, áður en hann hélt áfram með þeirri alvöru í röddinni, sem hún hafði aldrei heyrt hjá honum fyrr: — Þú mátt ekki glata allri gleði i lífinu. Það má ekki verða eintómar skyldur. Dísa fann til einkennilegs óróa. Það var eins og hann skildi hana betur en hún sjálf. Hún leit framan í hann, síðan sneri hún sér undan. — Ég skil ekki, við hvað þú átt, Frikki. — Hann hló snöggt og biturt. — Mér finnst þið Hávarður eiga álíka vel saman og niðursoðin epli og reykt sild. — Frikki, endurtók hún, — farðu hvern tima að verða fullorðinn. Þessu svaraði hann með því að vefja hana skyndilega örmum, kreista hana að sér og kyssa hana beint á munninn. Hún greindi dauf- an heizkjukeim af karlmanni og fann lirjúft andlit hans strjúkast við sitt. Loks sleit hún sig lausa, hljóp inn og skellti hurðinni á eftir sér. Morgundagurinn var einn sá allra versti, sem liún hafði lifað. Ekkert gekk eins og skyldi. Skjólstæðingur utan hæjar hafði leitað til herra Abercrombies með flókin skattamál, og karlinn var á sifelklum þeytingi út og inn, alltaf að grípa fram i fyrir Dísu og tafði hana við að hrað- lesa henni fyrir litt skiljanlegar minnisgreinar. Og herra Allen var litlu betri. Þegar Dísa var að flýta sér út til að hitta vinkonu sina við hádegis- verð, reif hún beztu nælonsokkana sina. Auk þess hafði rakinn I loft- inu eytt liðunum úr hári hennar, en langir og slappir lokkar límdust við enni hennar. ORELDRAR hennar fóru í heimsókn í húsið við hliðina snemma um kvöldið, og ná- kvæmlega klukkan átta kom Hávarður í jakka og með hálsbindi í hitanum. Hann kyssti Dfsu og tók til að skýra henni ná- kvæmlega frá afkomu fyrirtækisins við lok reikningsársins. Dísa varp öndinni. Hún settist annars hugar, handlék trúlofunarhringinn og gleymdi að hlusta á hina tilbreyt- ingarlausu mælgi hans. — Finnst þér það ekld, Dísa? Disa hrökk við. Svo anzaði liún hæglátlega: — Hávarður, ég hlust- aði ekki á það. Fyrirgefðu mér. — Nú, sagði hann isköldum rómi. Dísu varð litið framan í strangt andlit hans, og allt i einu langaði hana til að biðja hann að hvíla sig frá viðskiptamálunum, vera innileg- ur, vera skemmtilegur. — Hávarður, mælti hún, — er ekki stundum einna líkast því, að við séum gömul hjón, en ekki ný- trúlofaðar mánneskjur? — Ég legg ekki hugann að því um líku, svaraði hann. Dísa fékk kökk í hálsinn. Varir liennar skuifu, er hún dreypti á drykk sínum. — Leggurðu ekki hugann að þvit hrópaði lihún. — Og ég, sem hugsa varla um annað. — Eftir mánuð erum við gift, mælti hann, — og annað en það þarftu ekki að hugsa um. — Einn mánuður er heil eilifð. Hann hló. Disu þótti jafnvænt um þenna djúpa hlátur og röddina, sem ætið var svo örugg og myndug. — Þú ert nú bara indælt telpu- kríli, sagði hann. — Mér þætti gam- an að vita, hvaða áhrif eins árs hjónaband hefur á þig. Hann hló aftur, og að þessu sinni fannst Dísu sem lítillæti væri í hreimnum. En hún mátti ekki HVAÐ BER FRAMTÍÐIN í SKAUTI SÉR? SpÁÍ í spil O0 bollo Upplýsingar í síma 50628. ---------------------1 34 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.