Vikan


Vikan - 03.08.1961, Side 43

Vikan - 03.08.1961, Side 43
heimilistaekin hafa dóm reynslunnar erirnýtízkuleg létta hússtörfin staðist mm • H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI aasiBi r~~ SVAVAR GESTS. Framhald af bls. 10. tíöarliorfur Jjessa tónskálds. Meðal annars kemur fram að lagið hljóti að hafa verið samið fyrir blandaðan kór, og Jiað meira að segja mjög blandaðan! Nú fáum við Svavar til okkar og ræðum við hann um sumaráætlun- ina, en eins og margir vita, laá fór hljómsveitin í ferðalag norður og austur i fyrra. — Hvernig gekk þetta hjá ykkur í fyrra? — Það tókst alveg skínandi vel. Frábær aðsókn og svo voru álieyr- endur alveg fyrirtak. — Ilvert ætlið liið núna? — Fyrst förum við í Borgarfjörð- inn, svo á Snæfellsnesið, alla Vest- firðina og allt Norður- og Austur- land, en í fyrra komum við því ekki við að fara á alla staði fyrir norðan og austan. — Þetta verður mun lengra ferða- lag núna heldur en í fyrra? — Já. Það var um þriggja vikna í fyrra, en núna verðiir það likleg- ast einar sex vikur. — Þið verðið auðvitað á eigin bíl? — Já, við höfum sérstakan bíl og bílstjóra. — Þar sem þetta verður liljóm- leikaferð út um land, leikið þið þá ekkert fyrir dansi? — .Tú. Hljómleikana höldum við alla daga nema laugardaga, J)á höld- um við dansleiki. — Og hvernig er dagskráin á þessum hljómleikum? — í fyrsta lagi leikur hljómsveit- in, Ragnar með einsöng og kynningu á einstöku lögum. Svo eru skemmti- atriðin inn á milli, sem hljómsveit- in fer með. Síðast en ekki sizt ber að telja þiáttinn „Gettu betur“, en í honum tekur þátt fólkið á hverj- um stað. Á skemmtiskrá verðum við með lög eftir höfunda á nokkrum þeirra staða, sem við heimsækjum. — Viltu rétt taka saman hvaða hlutverkum einstakir hljóðfæraleik- arar í liljómsveitinni gegna? — Ég er hljómsveitarstjóri og trommuleikari. Magnús Ingimarsson leikur á pinanóið og setur út öll lögin. Reynir Jónasson leikur á harmoniku og saxófón, hann leikur einleik á hormónikuna i ferðinni. Ragnar Bjarnason syngur að vanda. Gunnar Pálsson leikur á bassa og Örn Ármannsson á gitar. Svo taka allir meira eða minna þátt í skemmtiatriðunum. Að lokum lætur Svavar leika eitt lag blaðamennskunni til heiðurs og var það lag seni gefið var út fyrir 25 árum, Erla eftir Ellert Sölvason knattspyrnuþjálfara. Paul V. Michelsen: Pottnblóm Blóm eru notuö á margan hátt og fer þaö eftir smekk hvers og eins, hvernig þeim er komiö fyrir í stofunni. Mjög er skemmtilegt aö planta saman ýmsum plöntum í blómaker. Og nú er komin á markað mjög skemmtileg ker úr plastefnum, og eru þau einkar hentug i gluggum, þar sem plastiö hitnar ekki í gegn og útgufun veröur því minni og þar af leiö- andi minni hætta á aö plönturnar „brenni“. Bezt er aö velja saman í ker plöntur sem ekki eru mjög fljót- vaxnar. Endast þcer þá lengur og vaxa ekki eins fljótt úr sér. Sé um mjög stór ker aö ræöa, er ráölegt aö planta ekki beint l kerin, held- ur fylla þau meö fallegum skelja- sandi eöa vikri, hæfilega grófum, og stinga svo pottunum niöur í sandinn. ÞaÖ er auöveldara aö passa plönturnar þannig, og þá er líka hægt aö snúa þeim eftir birt- unni, og ef planta deyr eöa Ijókk- ar, er auövelt aö skipta um pott í kerinu. AtlvugiÖ aö planta aldrei í ker . án þess aö setja í botn þess möl, pottbrot eöa viöarkol. Vökvun í kerjum fer fram meö dálitiö öör- um hætti en í pottum. Þá er bezt aö vökva lítiö i einu en oftar og cildrei má gegnvæta í kerinu. Þegar um plöntun í ker er aö ræöa, er bezt aö leita til garð- yrkjumanna um plöntuval og mcö- ferö alla. vikan 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.