Vikan


Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 3
legar og jafnvel óvenjulegar afS- stæSur. Þeir munu yfirleitt ekki hafa ver- ið margir, sem töldu SAAB-inn sig- urstranglegan i þessari keppni. En SAAB-inn er seigur, og sú varð raunin aS hann sigraði. Eins og allir vita er SAAB-inn framleiddur i Sviþjóð. Hitt vita ef til vill færri, að það eru heimsfræg- ar flugvélaverksmiðjur sem að fram- leiðslu hans standa, og að ekki eru neina nokkur ár siðan bílafram- leiðslan hófst fyrir alvöru i nýj- um og afarfullkomnum bílaverk- smiðjum. Sem flugvélaverksmiðjur framleiðir „SAAB“ orrustu þotur, sem taldar eru Iiinar fullkomnustu, auk kennslu og þjálfunarflugvéla, sem einnig njóta mikils álits. Bíllinn SAAB 96, sem bar sigurorð úr ðlonte Carlo keppninni, nýtur og mikils álits meðal sérfróðra manna sem óvenjulega sterkur bíll og vandaður að efni og allri gerð. Sænska stáiið hefur löngum frægt verið — og það er mikið af sænsku stáli í SAAB. Hreyfillinn er þriggja strokka tvígengill, 38 hestafla; vatns- kældur og með framhjóladrifi. Há- markshraðinn er 125 km á klst. Nokkuð er um það deilt hvort SAAB sé fallegur bíll að ytra útliti, en um hitt verður ekki deilt, að hann er injög rúmgóður — og að letiun muni á yfirbyggingu úr betri málmi. Allur innbúnaður er mjög smekklegur og vandaður, og mæla- borðið er talið sérstakt í sinni röð; minnir talsvert á mælaborðið 1 minni fJugvélum, enda þeirrar ætt- ar. Og SAAB-inn er seigur. Það hefur þegar sýnt sig. Og nú hefur sigurinn í Monte Carlo keppninni staðfest það álit, svo ekki verður vefengt. Björgunarháfur. Mikið er um smábátasiglingar um sundin í sænska skerjagarðinum. Þar er venjulega lygnu sjór, en jió er mjög títt að smábátar þessir sökkvi á siglingu eða verði fyrir Framhald á bls. 30. Útgefandi; Hilmir hJ. Ititstjóri: Gísli Sigurðason (ábm.) Augiýsing'astjóri: Jóhannes Jörundsson. Frainkvœmdastjóri: Hilmar A- KrÍHtjánsson. Hitstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Simar: 35320, 35321, 35322, 35323. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Laugavegi 133, simi 36720. Dreiíingarstjóri: óskar Karls- 'son. Verð i lauxasölu kr. 15. Áskrift- arverð er 200 kr. ársþriðjungslega, greiðíst fyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Kafgraf h.f. / næsta blaði verður m.a.: • Per þrek íslendinga rénandi? — Vikan hefur fengið Benedikt Jakobsson til þess að gera þrekmælingar á mönnum úr ýmsum starfsgreinum: Skrifstofumenn, járnsmiði, leigubílstjóra, bónda og þar að auki íþróttamenn: hlaupara, sundmann og fjallgöngumann. Benedikt Jakobsson skrifar grein með þessum niðurstöðum um þrekmælingar hér og erlendis og það, hvort íslendingar séu að verða hættulega þreklausir. • Hatur. — Smásaga eftir ungan íslenzkan höfund, sem nefnir sig Óskar Jónsson. • Spænski fanginn. — Þýdd smlásaga eftir G. Kershi. • West Side Story. Framhaldssagan. • Hvað bíður okkur handan grafar? Grein eftir stjörnuspámann Vikunnar: Þór Baldurs. • Smásagnakeppni. Vikan efnir til nýstárlegrar keppni um beztu smásöguna. Verðlaun mjög óvanaleg. • Fegurðarsamkeppnin. Sjöunda stúlkan í röðinni er úr Reykja- vík. • Þar sem meðalvegurinn er ekki til. Grein eftir Helgu Finns- dóttur, blaðakonu Vikunnar, sem nú er við nám í Þýzkalandi. Forsíðan Forsiðan er tekin upp við Skiðaskála í Hveradölum og brekkurnar í baksýn eru gámalkunnar öllu skíðafólki, sem flest hefur einhvern tima fengið ærlega ílengingu þar. Hugsið ykkur annað eins happ fyrir einn ljósmyndara að rekast á unga, ljóshærða slúlku á splunkunýjum, rauðum Taunus og hún ætlar einmitt að fara að binda á sig skíðin. En til þess fær hún ekkert ráð- r.úm, fyrst verður hún að rétta sig upp eitt augnablik, því sólin er einmitt að setjast á bak við hnjúkana suðvestan við Skíðaskálann. Stúlkan heitir Aðalheiður Þorsteinsdóttir og er úr Reykjavík. Hún er tvitug að aldri, fædd í Vestmannaeyjum, en fluttist til Reykjavíkur sex ára og hefur átt heima á Vesturgötunni síðan. Hún er gagnfræðingur eins og lög gera ráð fyrir og hefur mest unnið við afgreiðslustörf i bókabúðum, fyrst í Isafold og núna í Bókhlöðunni. Hún sagðist hafa afskaplega mikla ánægju af skiðaiþróttinni og oft skreppa upp að Skíðaskála í þeim erindum. Hún sagði helztu áhugamál sín ferðalög; hafði ferðazt mikið um Island og langt suður i Evrópu. Svo sagðist hún lesa hvað sem fyrir yrði og skemmta sér mikið. Aðalheiður var nýbúin að koma sér upp fullkomnum skíðabúnaði. Hún hafði farið til L.H. Muller í Austurstræti og keypt skíði, skiðn- stafi, skíðaskó, skíðabuxur, blússu, trefil og húfu. Já, það er rnargt sem til þarf, en ánægjan er líka mikil í aðra hönd og fátt heilsusam- legra en að fylla lungun af góðloftinu i Hveradalabrekkunum. Svo er þaö síðast en ekki sizt bíllinn. Hugsið ykkur hvílík tálbeita það er fyrir unga, ljóshærða stúlku að aka á rauðum Taunus af nýjustu gerð. Við stóðumst heldur ekki mátið, þegar hún bauðst til að aka okkur í bæinn, siðar um daginn. Og það verður að segjast, að maður vissi varla af 120 km hraða í honurn á góða veginum í Svínahrauni. Línurnar eru svo „aerodynamiskar", að loftsraumurinn heldur honum niðri og það er unun að hleypa honum í beygjurnar. Taunus er annars þýzka útgáfan af Ford og líklega einhver glæsilegasti bíll, sem nú er á markaönum af hinni svonefndu millistærð. Hann rúmar fimm manns, kostar eitthvað um 170 þúsund krónur og það er eins og hann sé alveg sniðinn fyrir ljóshærðar, laglegar stúlkur. Eigulegir hlutir og freistandi, ekki satt. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.