Vikan


Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 19
pólskir eða. hamingjan mátti vita hvaðan. Senórunni var það óleysan- leg ráðgáta hví í ósköpunum guð almáttugur hafði skapað allar Þessar þjóðir og öll þessi lönd. María kom fram úr byrginu, þar sem hún hafði farið í hvita kjólinn. „Heldurðu að þú megir vera að því núna að breyta honum?“ spurði hún Anítu. Aníta kinkaði koili til svars, þvi að hún var með nálar og títuprjóna miili varanna. Hún var næstum átján ára, augun dökk og heit og skinu í myrkri, talsvert hærri en María og mun þroskameiri um barm og mjaðmir. Hún lét hárið leika laust í lokk- um, bar dökkrauðan lit á varirnar, svo þær virtust enn stærri og stöðugt þrútnar af ástríðu. „Geturðu aldrei staðið kyrr?“ spurði hún Maríu á spænsku og íór að athuga kjólinn. „Talaðu heldur við mig ensku“, sagði María. „Til þess að geta talað ensku, verð- ur maður líka að hugsa á ensku, en ég vil heldur hugsa á spænsku — það er ekki nokkur leið að hugsa um ástir á öðru tungumáli", ' svaraði Aníta. „En reyndu nú einhvern tima að standa kyrr . . .“ Þetta var fermingarkjóll Maríu, og hann var allt i senn, of síður, of hár i hálsinn og of ermalangur til þess að hún gæti farið í honum á dansleik, eins og nú stóð til. María seildist eftir skærunum. „Þú verður að gera hann eins fleginn í hálsmálið og þína eigin kjóla“, sagði hún. ,,Að verðurðu þangað til prjónarn- ir hrökkva ofan í mig“, svaraði Anita. E'í María hefði ekki verið systir Bernardos, mundi hún hafa stytt kjóiinn svo, að hann skýidi ekki hnjá- kollunum. En hún þorði ekki íyrjr nokkurn mun að egna Bernardo til reiði, ekkj svona rétt fyrir dans- leikínn. Þegar hann varð reiður, var sem eldur brynni í augum hans. Þá varð Anita óttaslegin, en um leið annar- lega sæl, því að þá hafði hann hana algerlega á valdi sínu. Þegar henni hafði svo tekizt að milda reiði hans, þegar ieiðslukennd værð fullnæging- arinnar seig að þeim, hvíslaði hann innilegustu ástarorðum í eyra henni. ,,Þú verður að gera hann flegnari í hálsinn", endurtók Maria. „Það get- ur ekki munað þig svo miklu“. „Nei, en það getur munað þig öllu,“ svaraði Aníta. „Þú ert að breyta kjólnum, svo ég geti dansað i honum,“ sagði María. „Það er ekki eins og ég ætli að krjúpa á kné honum við altarisgráturnar. Þér er óhætt að stytta hann ....“ ,,Ef ég stytti hann um of, getur það orðið til þess að þú verðir seinna meir að knékrjúpa einhverjum strákn- um og biðja hann að leiða þig upp að altarinu, áður en ásigkomulag þitt sé orðið allt of áberandi." „Jæja, en mundu eftir hálsmál- inu . . .. “ „Ég verð fyrst og fremst að muna eftir loforði mínu við Bernardo bróð- ur þinn. Eg hef heitið honum því að hafa auga með þér, að þú farir þér ekki að voða. Þess vegna má ég ekki breyta kjólnum þannig, að þér stafi voði af honum.“ „Þú hézt Bernardo,” maldaði María i móinn. „Nú hef ég verið hér í full- an mánuð, og enn fylgir hann mér hingað til vinnu á hverjum morgni — og sækir mig á hverju kvöldi, ef Chino hefur ekki tima til að koma hérna við og fylgja mér heim. Og svo verð ég að híma heima allt kvöld- ið og má ekki fara út fyrir hússins dyr, öldungis eins og þegar ég var smátelpa heima í Porteríkó!" „Þú varst smátelpa þar, og þú hef- ur ekki elzt um mörg ár við að flytj- ast hingað." ,,Jæja?“ spurði María. „Hvernig stendur þá á því að það er strax í undirbúningi að ég giftist Chino?“ „Þú getur verið orðin nógu gömul til að giftast, þótt þú sért ekki nógu gömul til að fara á dansleik í flegn- um kjól,“ svaraði Aníta. „Ég hélt ég væri orðin nógu gömul til að fara úr kjólnum, ef svo bæri undir," varð Maríu að orði. Svo íól hún andlitið i höndum sér, svo ekki bæri á því hve hún roðnaði. „Fyrir alla muni — þú mátt ekki segja nein- um að ég hafi sagt annað eins, Anita,“ mælti hún biðjandi. „Sízt af öllu Chino." „Sízt af öllu Chino,“ endurtók Aníta. „Hvað gerist með þér, þegar hann lítur á þig?“ „Þegar Chino lítur á mig .... ekki neitt,“ svaraði Maria. „En hann er ljómandi laglegur piltur .... Hvað gerist með þér, þegar Bernardo lít- ur á Þig?“ „Allt þetta, sem ekki verður lýst. Ég hvorki sé né heyri; veit hvorki í þennan heim né annan .. . .“ „Ég skil,“ varð Maríu að orði. „Þess vegna er það auðvitað, að þú manst aldrei neitt úr kvikmyndun- um, þegar þið farið saman í kvik- myndahúsið.“ María stóð frammi fyr- ir speglinum. Kjóllinn var enn helzt til síður að henni þótti. Lakara var þó með hálsmálið. Og enn einu sinni reyndi hún að komast að samkomu- lagi við Anítu. „Ekki fyrr en að ári,“ sagði Aníta. „Að ári verð ég gift, og þá stendur bæði mér og öðrum á sama um hvern- ig hálsmálið verður." „Jæja, alit i lagi,“ svaraði Aníta og lét undan síga fyrir rökum henn- ar. „Hvað viltu hafa kjólinn fleg- inn ?“ María horfði á sjálfa sig i spegl- inum. Dró siðan línu með fingrinum þvert yfir barm sér. „Ég hata þennan kjói," sagði hún. „Þá skaltu hætta við að fara á dansleikinn, og þá losnarðu við að vera i kjólnum," sagði Anita og von- aði að hún færi eftir þeirri ráðlegg- ingu. Aníta þóttist nefnilega rnega vita, að það gilti einu máli hvernig hún breytti kjólnum, Bernardo mundi alltaf finna að einhverju og ekki kunna henni neinar þakkir fyrir. Það var því í rauninni heimskan einber, að hún skyldi vera að tefja sig við þetta í stað þess að nú gæti hún verið komin heim og notið freyði- baðsins í kerinu. Þá var hún vön að teygja skankana upp úr froðunni og láta sig dreyma hina ósiðlegustu, og um leið dásamlegustu drauma, sem voru henni einna öruggasta ráð- ið til að gleyma því hve mikið hana skorti til að jafnast á við Maríu að þokka og fegurð. „Hætta við að fara á dansleikinn ?“ María varð furðu lostin. „Engin skal fá mig til þess. Mamma hefur gefið mér leyfi til að fara, og það ætla ég að nota mér.“ Svo lagði hún fing- ur á vör sér. „Heyrðu — getum við ekki litað kjólinn rauðan?" „Nei, það getum við ekki,“ svar- aði Anita. „Það verður meir en nóg starf að breyta honum fyrir kvöld- ið ....“ „Hvítir kjólar eru ekki nema fyrir stelpukrakka," maldaði María í mó- inn. „Ég er viss um að ég verð eina stúlkan þarna á hvitum kjól ....“ „Annars ferðu þangað ekki,“ sagði Aníta. „Vertu þvi fljót að ráða það við þig.“ „Jæja, þá það,“ svaraði María. „Ég fer i hvita kjólnum, ef þú gerir háls- málið dálítið flegnara." Og skyndilega sveif hún að Anítu, greip utan um hana og kyssti hana á kinnina. „Þú ert svo góð Aníta .... og ég elska þig,“ sagði hún. Nú var barið allharkalega að dvr- um og Anita brá við til að opna. Ef hún hefði legið i freyðibaðinu, er ekki fyrir að synja að hún hefði spurt sjálfa sig hve langt \’æri síðan hún hefði verið jafn saklaus og Maria. Og komizt að raun um það hafði hún eiginlega aldrei verið. Hún hafði kom- izt fljótt að raun um Það, að munur var á stelpu og strák. Hún opnaði dyrnar, bros hennar varð heitt og ástríðuþrungið, þegar hún sá að Bernardo stóð fyrir utan. Chino var í fylgd með honum og Bernardo leit á hana viðvörunaraug- um, þegar hún opnaði munninn og teygði tunguna fram á milli varanna. Hann benti síðan Chino að koma inn fyrir svo Anita gæti lokað hurðinni og sett slagbrandinn fyrir aftur. Og Chino faldi hendurnar vandræðalega fyrir aftan bak, laut höfði, heilsaði báðum stúlkunum svo lágt að varla heyrðist, en hafði ekki augun af Mariu, þar sem hún stóð þarna i hvita kjólnum. „Hvernig hefur það gengið i dag?“ spurði Bernardo, þegar hann hafði leyft Anitu að 'kyssa sig á vangann. „Sæmilega," svaraði Anita. „Fá- einir viðskiptavinir -— og einn af þeim hafði orð á þvi, að hann vildi óska að sonur sinn ætti Það fyrir höndum að kvænast eins fallegri stúlku og okkur." „Eins fallegri og þú ert," leiðrétti María hana. „Ekki man ég að hann tæki þig undan," svaraði Anita. „En af hverju stendurðu þarna úti við dyr, Chino?“ Hún benti honum á stól. „Fáðu þér sæti .... “ „Allt fullt af kvenfatnaði," mælti Chino eins og afsakandi. Hann þukl- Framhald á bls. 35. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.