Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 12
Hljómsveit
Björns R. Einarssonar.
Björn R. Einarsson, trombón, söngv-
ari, útsetjari
Gnðjón Pálsson, pfanó
Vilhjálmur Guðjónsson, klarinet og
altó-sax
Jónas Dagbjartsson, trompet
Erwin Koeppen, bassi
Guðmundur R. Einarsson, trommur.
Lúdó-sextettinn.
Hans Kragh Júlíusson, trommur
Sigurður Þórarinsson, píanó
Hans Jensson, tenór-saxófónn
Sigurður Gunnarsson, gítar
Sigurður Baldvinsson, bassi
Stefán Jónsson, söngvari.
Hljómsveit
Andrésar Ingólfssonar.
Andrés Ingólfsson, altó-saxófónn
Elfar Berg Sigurðsson, pfanó
Gunnar Sveinsson, vibrafónn
Ólafur G. Þórhallsson, gítar, út-
setjari
Gunnar Sigurðsson, bassi
Alfreð Alfreðsson, trommur
Harald G. Haralds, söngvari.
Hljómsveit
Þorsteins Eiríkssonar.
Þorsteinn Eiríksson, trommur
Guðni Guðnason, harmonika
Árni ísleifsson, pianó, útsetjari.
Hljómsveit
Guðmundar Finnbjörnss.
Guðmundur Finnbjörnsson, altó-
saxófónn
Jóhannes Jóhannesson, harmonika
Ásgeir Sverrisson, harmonika
Taage Möller, píanó
Haraldur Baldursson, gítar
Karl Karlsson, trommur
Hulda Emilsdóttir, söngkona.
Hljómsveit
Magnúsar Randrup
Magnús Randrup, harmonika
tenór-sax.
Sigurgeir Björgvinsson, píanó
harmónika
Gunnar Mogensen, trommur
Ó.M.-kvintettinn.
Gunnar Bernburg, trompet
Leó Jónsson, píanó
Erik Petersen, gítar
Baldur Arngrímsson, gítar
Guðmar Marelsson, trommur
Agnes Ingvarsdóttir, söngkona.
NAUST-tríóið.
Carl Billich, píanó, útsetjari
Jan Morávek, fiðla, útsetjari
Pétur Urbancic, bassi.
no veuum við
beztu hljóðfæraleikara íslands
og setjum saman
DANSHIJÖMSVEIT
ÁRSINS
Hér eru mikil tíðindi og merk fyrir alla þá, sem unna dansmúsík. Vikan hefur
forgöngu um það, að koma saman danshljómsveit ársins — síðan verður hald-
inn mikill og merkilegur konsert og það verður atburður ársins í heimi dans-
hljómlistar á íslandi. Vikan hefur að vandlega athuguðu máli valið 17 beztu
danshljómsveitirnar. Hér birtist listi yfir þær, meðlimi þeirra og hvaða hljóð-
færi þeir hafa með höndum. Fyrir þann stóra hóp, sem sækir skemmtistaði
að staðaldri og fylgist með í dansmúsik er það auðvelt að taka þátt f þessari
kosningu. Jafnvel þótt þeir þekki ekki mennina með nöfnum, þá hafa þeir ef
til vill tekið eftir því, að þeim fellur bezt við píanóleikarann á þessum stað
og gítarleikarann á hinum. Hérna geta þeir séð, hvað þeir heita og atkvæða-
seðillinn er hér til hægri; þið skrifið aðeins eitt nafn við hvert hljóðfæri.
Við höfum „beztu hljómsveitina“ mcð í kosningunni og hún mun koma sér-
staklega fram á hljómleikunum, sem haldnir verða í einhverju af samkomu-
húsum bæjarins í maí í vor. Það getur ekki orðið fyrr, vegna þess að frestur
til að skila atkvæðaseðlum rennur út 15. apríl, síðan þarf að birta úrslitin
í blaðinu, láta mennina koma saman og æfa o. s. frv. Talning atkvæða fer fram
15. apríl og mun fulltrúi frá Félagi íslenzkra hljóðfæraleikara verða viðstaddur
talninguna.
Það eru sem sagt lesendur Vikunnar sem velja hljómsveit ársins og með henni
munu koma fram sú söngkona og sá söngvari sem flest atkvæði hljóta. Starf
útsetjarans er mjög þýðingarmikið og vandasamt og hlutur hans er í rauninni
mjög stór í nútíma dansmúsík. Það er tekið fram, hver útsetur fyrir flestar
hljómsveitirnar á meðfylgjandi lista. Atkvæði verða því aðeins tekin gild, að
þau verði á lista, sem klipptur hefur verið út úr blaðinu.