Vikan


Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 10

Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 10
AÐ hvíkli slík kyrr'ð yfir véitingástofririni, aS það hefði mátt halda að hún væri uppi í sveit, enda þótt hún stæði við fjölfarnar krossgötur, og ekki nema hálfa mílu frá borginni. Þetta var grænmáluð bygging, smekkleg og vel við haldið. George Ollie reis úr sæti sínu fyrir innan horðið þar sem gestirnir greiddu beinann, gekk fram að glugganum og horfði út. Hann leit út fyrir að vera þrekmikill maður, bæði til líkama og sálar. Þessi sjö ár, síðan hann byriaði að yinna hér sem matsveinn, hafði honum vegnað vel í hvfvelna. óvenjuvel, þegar tekið var tillit til þess, að hann hafði tvivegis lent í klandri í samhandi við „bankastarfsem- ina“. En það vissi að sjálfsögðu enginn. Og enginn hafði minnstu hug- mynd um að hann hafði verið með, þegar einn af samstarfsmönnunum missti skyndilega þolinmæðina og þrýsti á gikkinn, enda hafði það verið i siðasta skiptiö, sem hann tók þátt i þess háttar. Þetta heyrði allt fortiðinni til. Það var ekkert samband með C-eorge Ollie, forseta smáveitingastaða-sambandsins og meðlims i verzlunar- ráðinu og þess George Ollie, sem horið hafði fanganúmerið 56289 i eina tið. f rauninni átti hann þessari fortið sinni núverandi velgengni sfna að þakka. Eftir að liann dró sig í h’é frá „bankastarfseminni“ og gerð- ist matsveinn, hafði hann hægt um sig i þrjú ár, fór ekkert út á kvöld- in og eyddi ekki eyri. Þegar eigandi veitingastofunnar varð veikur og neyddist til að selja hana, 'gat George þvi keypt hana og meira að segja greitt hana út i hönd. Siðan hafði hann imnið hörðum höndum og hyggni hans f peningamálum. ásamt þeirri heppni að gatnamótunum var breytt þannig að veitingastofan stóð nti á krossgöium, hafði orðið til þess að efla stöðugt velmegun hins fyrrverandi afbrofamanns. George sneri sér frá glugganum og horfði inn yfir veitingasalinn, þar sem Stella, yfirþernan, stóð við borð og skrifaöi niður pöntun. Stella kunni að bera einkennisbúning með glæsibrag. Hún hlaut að hafa ein- hvern tíma átt við velmegun að búa, iuigsaði George með sér; lnin hlaiif einhvern tima að hafa borið dýrustu tízkuklæöi frá Paris með slíkum virðuleik að athygli vakti, eins og Ijóshláa yfirþernubúninginn nú. Sá virðuleiki setti ósjálfrátt svip sinn á sjálfa veitingastofuna. Allar hreyfingar Kennar voru mjúkar, eins og línurnar í vaxtarliigi hennar, og viðskiptavinur, sem á annað borð veitti henni athygli, horfði oft lengi á hana. Þó voru hreyfingar hennar ekki á neinn hált eggi- andi, og ekki brosti hún nema þegar við átti, og j)á alltaf á þann hátt, sem við átti. Ef einhvcr viðskiptavinanna reyndi að stofna til nánari kynna, var hún ákaflega ljúf i viðmóli — en hafði bara svo mikið að gera. að hún mátti ekki vera að því að sinna honum umfram aðra. George hafði aldre-i reynt að forvitnast um fortíö hennar. Sökum sinnar eigin fortíðar var honum riijög á móti skapi að vera nokkuð að hnýsast i það liðnn, hvað aðra snerti. Það var sjaldan að Stella skrapp til borgarinnnr. Hún hjó í litlu gistihúsi i grennd við veitingastofuna og þar dvaldist hún flestar fri- stundir sínar, nema hvað það kom fyrir að hún fór i kvikmyndahús. George vaknaði af hugleiðingum sinum við það, að einhver sló harka- lega i afgréiðsluborðið. Maður nokkur hafði komið inn lím ausfur- dyrnar, án þess George veitti því athygli, og tekið sér sæti við afgreiðslu- horðið. Þegar minnst var að géra siðari hluta dagsins annaðist Stella ein afgreiðsluna. En nú hafði, aldrei jiessu vant, komið talsvert af gestum, svo hún hafði i meir en nógu að snúast. Georgc gekk hví sjálftir þangað, sem maðurinn sat, rétti honum matseðilinn, fylljti glas af fskældu vatni, lagði dislca og mntaráhöld á horðið og beið svo átekta. Maðurinn lét hattinn slúta og leif ekki einu sinni upp jtegar hann fleygði frá sér matseðlinum. — Eækjur f piparsósu, mælti hann skipandi. — Þvf miður eru þær ckki á mafseðlinum í dag, svaraði Georg i afsökunartón. — Rækjur i piparsósu, endurtók maðurinn. SENNILEGA heyrði hann illa. George hækkaði þvf raustina. — Þvi miður höfum við þær ekki í dag. En við höfum . . . — Heyrðuð þér ekki hvað ég sagði, spurði gesturinn með slúthattinn. Ég vil fá rækjur í piparsósu. Það var eitthvað i raddblænum sem ásamt herðasvipnum og heimtufrekjunni, minnti George á einhvern, sem hann hafði einhvern tima þekkt. Hann laut nær honum. — Larry, mælti hann lágt. Larry Giffins leit upp og glotti við tönn. —- Hvenær komstu . . . hvernig komstu . . . — Það er allt f lagi með það, sagði Larry. Ég fór út um aðaldyrnar. Komdu svo með rækjurnar. — Heyrðu mig nú, Larry, sagði George, og reyndi að berjast gegn þeirri minnimáttarkennd, sem þessi náungi hafði alltaf vakið mcð honum. Matsveinninn er dálítið sfirðlyndur, og starfsfólkið vill ógjarna leggja á sig aukasnúinga .... — Þú heyrðir hvað ég sagði. Rækjur i piparsósu . . . George varð litið í augu honum, hikaði við eitt andartak og gekk svo fram í eldhúsið. Stellu varð gengið til hans, þar sem hann stóð og hrærði piparsósuna. — Hvað er að? spurði hún. — Dálítið erfiður gestur, svaraði George. Hún horfði á hann spyrjandi augnaráði. — Mjög erfiður? — Já, mjög erfiður. Og hún hélt aftur fram i veitingasalinn. Larry Giffins át rækjur i piparsósu. Hann svipaðist um rétt eins og hann ætti veitingastofuna. — Ég held ég gerist meðeigandi að fyrirtækinu, Georgc. George varð þurr i kverkunum og kenndi magnleysls i hnjánum. Hann hafði alltaf vitað, að eitthvað þessu llkt mundi fyrr eða síðar koma fyrir, 10 VIKAÍI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.