Vikan


Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 21
CERTINA-DS Hér er úrið, sem hefir alla þá kosti- sem karlmaður óskar eftir. Hér er heimsins sterkasta úr. Samt er það svo fallegt, að hver og einn getur notað það við öll tækifæri. Oss heíir tekizt að framleiða - með algerlega nýrri tækni - úr, sem standast högg, sem myndu gersamlega eyðileggja önnur úr. Ennfremur eru CERTINA-DS sjálf-vindandi, vatns- og höggþétt (reynd undir 20 loftþyngdarþrýstingi). Og að sjálfsögðu afar nákvæmt og reglulegt.sem sæmir CERTINA. © CERTINA-DS Selt og viðgert í rúmlega 75 löndum CERTINA Kurth Fréres, S.A. Grenchen, Sviss ív II 4 'hUPnar Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Þetta veröur í alla staöi hin skemmtilegasta vika, ef Þú var- ast allar deilur viö náungann, en bér hættir dá- lítið til þess þessa dagana. Um helgina gerist eitthvað, sem þú hefur beðiö eftir í rúman mán- uð, og verður það til þess að auka enn á ánægjuna. Fimmtu- dagur er dálitið varasamur í öllum peningamálum. NautsvierkiÖ (21. apr.—21. maí): Þér sinnast eitthvað við einhvern í fjölskyldunni, og þú virð- ist vera of þrjózkur til þess að leita sátta, og er það mjög miður. Þú verður að venja þig af þessu kjánalega stolti, Því ellegar getur það oft komið þér illilega í koll. Þú kynnist skemmtilegri persónu um eða eftir helgina, og munuð þið verða mikið saman næstu daga. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Gleymska þín á eftir að koma þér í koll. Líklega peninga- lega. En Þetta verður þér dýrmæt lexía, svo að segja má, að ekki hljótist nema gott af. Þú veigr- ar þér við að efna loforð, sem þú gafst vini þín- um fyrir skömmu, og er leiðinlegt til þess að vita. HKrabbamrekiÖ (22. júni—23. júlí): Þetta verður tilbreytingalítil vika, ef þú heldur þig mikið heima við. En ef þú tekur á þig rögg og leitar þér tilbreytingar, verður vikan hin skemmtileg- asta. Þú heíur eitthvert áform á prjónunum, sem þ úskalt biða með að hrinda i framkvæmd, fyrr en horfur eru á þvi að það takist vel. Ljónsmerkiö (24. júli—23. ág.): Þú munt eign- ast nýtt áhugamál i vikunni, sem mun eiga hug þinn allan næstu vikur. Þó máttu ekki láta þetta áhugamál þitt bitna á skyldustörfum þín- um, en það er einmitt hætta á að svo fari. Á vinnustað gerist eitthvað, sem á eftir að valda þér og fjöl- skyldu þinni talsverðum áhyggjum. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): Vertu ekki mikið úti eftir miðnætti í vikunni, því að þin bíða margar og viðsjárverðar freistingar. Kunn- ingi þinn kemur með skemmtilega hugmynd, sem þú skalt reyna að hrinda í framkvæmd í sam- ráði við hann. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Taktu ekki mark á þvi, sem sagt er um ástvin þinn. Þetta er slúður frá upphafi til enda. Reyndu heldur að leiða hið sanna í ijós. 1 vikunni kemur til þin maður, sem þú kannt ekki allskostar vel við í fyrstu, en hann mun venjast vel, og líklega verðið þið orðn- ir mestu mátar, áður en langt um liður. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú færð kynd- uga hugmynd í vikunni, og ekki er vist að öllum lítist eins vel á hana og Þér, en sannleikurinn er sá, að þetta er alls ekki svo vitlaus hugmynd, þegar á allt er litið. Um helgina berst þér skemmtileg sending, sem þó á eftir að valda þér einhverjum heilabrotum. Föstud. er dálítið viðsjárverður í ástarmálum. BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Hugsazt getur að þessi vika verði allt öðruvisi en þú hafð- ir gert ráð fyrir, en ekki verður hún samt leiðin- leg. Þú ert dálitið þröngsýnn þessa dagana og virðist það einmitt bitna mest á Þinum nánustu. Þú verður að venja þig á það að taka líka tillit til annarra. Eitthvað virðist þú fara illa með peningana þessa dagana, reyndu að bæta úr því. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): I sambandi við eitt áhugamál býðst þér einstakt tækifæri í vik- unni, en ekki er víst að Þú getir nýtt þér það að fullu. Þó skaltu hafa þetta bak við eyrað, því að þetta getur komið sér vel síðar meir. Eitthvað, sem gerðist í fyrri viku, endurtekur sig nú, og munt þú kunna að bregðast við því. Heillatala kvenna 6, karla 9. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Líklega munt þú þurfa að koma fram opinberlega, eða þá frammi fyrir stórum hóp manna í vikunni, og væri þér ráðlegast að búa þig mjög vel undir, því að hætt er við að í þessum hópi verði menn, sem meira en fúsir eru til að gagnrýna. Líklega munt þú sleppa vel frá þessu. Föstudagúrinn er langbezti dagur vikunnar. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Þú munt verða mikið heima við í þessarri viku, og er það vel, því að einmitt heima við bíða Þín mörg óleyst verk- efni, sem ástæða er til þess að leysa hið fyrsta. Vertu ekki svona önugur í garð eins félaga þíns. Hann á það allt annað en skilið. Það ber dálítið á því hjá þér, að þú vilt hunza þá, sem þú i rauninni elskar mest. Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.