Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 39
stúlka," söng María. „Chino,“ hróp-
aði hún og greip um báðar hendur
honum. „Ég vil dansa í kvöld. Dansa,
dansa, dansa . . .. “
FJÓRÐI KAFLI.
Fyrir nokkrum árum höfðu tveir
kirkjulegir söfnuðir í Vesturhverfinu
sameinazt, og önnur af tveim kirkj-
um þeirra — sú sem var eldri og
þarfnaðist meiri viðgerðar, — var
auglýst til sölu. En hver vill kaupa
kirkjur; þessi kirkja stóð auð árið
að minnsta kosti og var þá ekki heil
rúða eftir í glugga. Þótti söfnuðunum
þá í óefni komið og buðu bæjaryfir-
völdunum guðshúsið fyrrverandi að
gjöf, ef þau gætu fundið því einhver
not. Gjöfin var þakksamlega þegin,
og kirkjunni breytt í félagsheimili.
Ýmis félög, bæði fyrir börn, unglinga
og fullorðna, hófu þar starfsemi sína,
en einhvern veginn varð minna úr öllu
en til stóð; félagsheimilið varð aldrei
æskunni það tómstundaheimili, sem
félagsmálafræðingarnir og framá-
menn hinna ýmsu samtaka höfðu
gert sér vonir um, en þó var ekki
heldur hægt að segja, að það hefði
að öllu leyti valdið vonbrigðum.
Þótt þetta félagsheimili stæði öllum
opið, var það vitanlega fyrst og
fremst tilgangurinn með stofnun þess
og rekstri að halda ungu íólki, bæði
piltum og stúlkum, frá götunni og
gefa því kost á skipulagðri skemmt-
un og tómstundastarfi undir umsjá
og leiðsögn. Tilgangurinn var sem-
sagt hinn göfugasti, það vantaði ekki,
en brátt kom í ljós galli á gjöf Njarð-
ar. Starfsemin i félagsheimilinu var
öilum opin til þátttöku — einnig þeim
porteríkönsku.
Og þegar það kom á daginn, að
þeir voru þar boðnir og velkomnir,
ekki síður en aðrir, drógu hinir upp-
runalegu íbúar hverfisins sig í hlé,
og það reyndist ógerlegt að fá börn
þeirra til að taka þar þátt í skemmt-
unurn eða annarri starfsemi eftir það.
Og þetta varð svo til þess að porterí-
könsku unglingarnir tóku líka að
forðast félagsheimilið — ef það var
ekki nógu fínt fyrir aðra, kærðu þeir
sig ekki um það heldur.
Samkomusalirnir stóðu því oftast-
nær auðir,- tómstundaherbergin og
lesstofurnar einnig, knattleikasalur-
inn ónotaður; félagsfulltrúarnir sátu
yfir kaffibollunum og ræddu um það
sin á milli, að starf þeirra væri van-
þakklátt og misskilið, og þeir hefðu
átt að velja sér eitthvert það starf,
sem var betur metið.
En þetta júníkvöld var Murray
Benowitz harðánægður þrátt fyrir
allt. Venju samkvæmt hafði hann
boðað dansleikinn, án þess að gera
sér miklar vonir um þátttökuna;
hann hafði rætt við unglingana og
beðið þá um að koma, en um leið
varað þá við að gera sér alltof glæst-
ar vonir.
Þetta kaldranalega og beiskju-
blandna sjónarmið byggðist á reynsl-
unni. Eins og svo margir aðrir, sem
finna hjá sér köllun til að vinna að
félagsmálum, hafði Murray Beno-
witz virt fyrir sér heiminn og menn-
inga gegnum rósrauð gleraugu von-
arinnar og áhugans, þegar hann hóf
starf sitt. Nú hafði hann tekið ofan
þau gleraugu fyrir löngu og sá heim-
inn I sínu rétta Ijósi, sá að hann
var hversdagslegur og grár, þegar
bezt lét, og oftast bæði lakari og ljót-
ari en Það. Hann brosti til Þess að
leyna vonbrigðum sínum og harmi,
þegar unglingarnir stórskemmdu hús-
gögnin og skrifuðu klámyrði á vegg-
ina, uppnefndu hann og dróttuðu Því
að honum, að hann hlyti að vera
eitthvað skritinn.
En strax um áttaleytið þetta kvöld
voru svo margir unglingar komnir,
að hann varð að fá tvo af starfs-
mönnum við aðrar deildir félagsheim-
ilisins sér til aðstoðar. Hann stóð
hjá plötuspilaranum og virti fyrir sér
skreytingu salarins. Hljómplöturnar
voru sannkallað úrval, nóg af köld-
um drykkjum, ís og öðru sem með
þurfti.
Þótt bæði Þotur og Hákarlar væru
meðal gesta, leit ekki út fyrir að til
neinna tiðinda mundi draga, en því
hafði Murray mest kviðið. Þoturnar
héldu sig öðru megin i salnum,
Hákarlarnir hinum megin og döns-
uðu eins og veggur skildi þá að.
Gott, hugsaði Murray, þetta var
þó byrjunin. Svo var að vinna að
þvi að þoka þessum tveim andstæðu
heildum nær hvorri annarri. Gest-
unum fór sífellt fjölgandi, piltum og
stúlkum, hann mátti ekki einu sinni
vera að hugleiða framtíðina.
Hann gekk á milli dansendanna,
heilsaði með nafni þeim unglingum
sem hann þekkti, og ræddi glaðlega
við þá; ákvað að láta sem hann sæi
það ekkl, að dansinn gerðist sífellt
trylltari og æstari. Hann hafði alltaf
andúð á því, þegar dansinn var fyrst
og fremst notaður sem tækifæri til
að veita kynhvötinni einskonar út-
rás, en það var eins og hvað annað,
sem maður varð að láta sér lynda.
Tækist honum að vinna traust þess-
ara unglinga, þannig að þeir skildu
að hann vildi þeim eingöngu allt hið
bezta, var ekki útilokað, að hann gæti
komið þvi til leiðar við yfirumsjón-
armann starfseminnar, að efnt yrði
til reglubundinnar danskennslu í fé-
lagsheimilinu.
Murray starði í gegnum kúpt gler-
augun í átt til dyra, þar sem Há-
karlarnir héldu sig. Hann bar kennsl
á Bernardo og vinstúlku hans, sem
klædd var hárauðum kjól. Murray
hélt i áttina til þeirra, hugðist bjóða
Bernardo velkominn, því að það var
drengur, sem mikils mátti af vænta,
ef hann fengist til að snúast á þá
sveifina.
Hann var Þó ekki kominn alla leið
fram að dyrunum, þegar þeir Riff,
Hreyfillinn og Tony Wyzek birtust
þar.
Þetta virtist ætla að verða þýð-
ingarmikið kvöld. Murray hlakkaði
sannarlega til að semja skýrsluna;
fá tækifæri til að segja yfirboðurum
sínum, að nú loks gerði hann sér
vonir um að jákvæður árangur færi
að sjást af starfi hans og baráttu.
Löng reynsla hans vakti meö hon-
um grun um, að eitthvað væri í að-
sigi, þegar Hákarlarnir skipuðu sér
í hóp bak við Bernardo foringja sinn
og Þoturnar mynduðu fylkingu að
baki þeim Tony, Riff og Hreyflinum.
En hvernig stóð eiginlega á þessu?
Lyfsalinn hafði sagt Murray að Tony
héldi sig stöðugt að starfinu og hefði
slitið öllu sambandi við Þoturnar.
Jæja, það mátti raunar aUtaf búast
við afturhvarfi endrum og eins og
gat allt haft góðan endi eins fyrir
það.
Nú leit út fyrir að andstæðing-
arnir myndu þá og þegar láta til
skarar skríða, svo Murray varð að
finna eitthvert ráð til að koma í
veg fyrir árekstra, og Það á stund-
inni. Hann veitti þvi athygli að tvær
af stúlkunum, sem voru i fylgd með
Þotunum, höfðu tekið af sér háhæl-
aða skóna og hugðust bersýnilega
beita stálfleinunum sem vopni, ef til
átaka kæmi.
„Allt i lagi, stúlkur mínar og pilt-
ar.“ Murray setti upp sitt blíðasta
bros og klappaði saman lófunum til
merkis um að hann vildi að á sig væri
hlustað. „Gerið svo vel að gefa mér
hljóð, rétt sem snöggvast .... Gott
hljóð, þakka ykkur fyrir.“
Hann veifaði til lögregluþjónsins,
sem gægðist inn í dyragættina, gaf
honum merki um að allt væri með
kyrrð og spekt; hann hefði þetta
MÁNAOAR-
IRITIÐ
X JlUUíJUííl íllllílllUl
VIKAN 39