Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 42
AXMINSTER — vefnaðurinn er heimskunnur. AXMINSTER
gólfteppin eru eftirsótt hér á landi sem annars staðar. -
Pantið AXMINSTER-gólfteppið sem allra fyrst. Veljið yður
mynstur og liti úr hinu ótrúlega fjölbreytta úrvali hjá A X M I N S T E R .
Þér veljið R É T T ef þér veljið AXMINSTER.
semsagt allt í hendi sér og þyrfti ekki
neinnar aðstoðar við.
„Ágætt, þakka ykkur fyrir," end-
urtók hann. „Það er sannarlega fjöl-
mennt hér í kvöld. Bezta þátttaka
í langan tíma. Og Þó er klukkan ekki
enn nema rúmlega tíu, svo eflaust
getur þetta orðið enn betra .... “
Hann þagnaði við, dró djúpt andann
og lét sem hann heyrði ekki, að bæði
piltar og stúlkur gerðu gys að yfir-
borðskenndri einlægni hans.
„Ég vona að minnsta kosti að þið
skemmtið ykkur vel,“ bætti hann við.
„Það máttu bölva Þér upp á,“ svar-
aði ein af stúlkunum ertnislega.
„Gott, ágætt .... en ég hef tekið
eftir því að þið dansið sitt á hvorum
helmingi gólfsins, eins og sjálf Mikla-
gjá skildi ykkur að,“ mælti hann enn.
„Hvernig viltu haga þessu?“ spurði
einn aí piltunum og studdi höndum
á mjöðm. „Kannski þú ætlist til þess
að stúikur dansi við stúlkur og pilt-
ar við pilta?"
42 VIKAN
„Þið eigið að dansa hvert við
annað, aðgreiningarlaust," svaraði
Murray og benti á hóp Hákarlanna
annars vegar og fylkinguna hjá Þot-
unum hins vegar. „Þá fyrst getið þið
kynnzt hver öðrum,“ bætti hann við.
„Við þekkjum að minnsta kosti ó-
þefinn af þeirn," hrópaði einn af Há-
körlunum ögrandi.
Murray rétti enn upp hendurnar.
„Við skulum láta það lönd og leið
sem liðið er,“ mælti hann og hækkaði
enn röddina. „Við höfum skemmt okk-
ur vel í kvöld. Og við eigum eftir
að skemmta okkur enn betur, þegar
við förum að kynnast. Og nú skulum
við hefja sameiginlegan dans. Þið
myndið tvo hringi, innrl hring og
ytri; stúlkurnar verða i innri hringn-
um, piltarnir í þeim ytri ....“
„Og í hvorn hringinn ætlar þú að
skipa þér?“ kallaði snjókarlinn.
Murray gerði sér upp hlátur. „Allt
í lagi .... tvo hringi .... sem hreyf-
ast gagnstætt. Og svo þegar tónlistin
þagnar, dansar hver piltur við þá
stúlku,. sem stendur gegnt honum.
Þið skiljið þetta? Tveir hringir ....“
Gegnum hitamóðuna á gleraugun-
um sá hann að enginn hreyfði sig
úr sporum, Þoturnar og Hákarlarnir
stóðu enn í andstæðum fylkingum
og störðu hatursaugum hver á annan.
Og stúlkurnar, málaðar, brjósta-
þrýstnar og mjaðmamiklar í aðskorn-
um kjólum, tóku lika afstöðu, skipt-
ust líka í tvær andstæðar fylkingar.
Þögnin varð þyngri og spennumagn-
aðri, og Murray varð Því fegnari en
hann vildi viðurkenna fyrir sjálfum
sér, þegar hann sá lögregluþjóninn
aftur í dyrunum, og Krupke varð-
stjóra með honum.
Þegar Þoturnar og Hákarlarnir
urðu Krupke varir, mynduðu þeir
hvor hópurinn fyrir sig, sinn hring,
innri og ytri, stúlkur og piltar, hvor
á sínum helming salargólfsins. Bern-
ardo stóð andspænis Anitu i þeirra
hring, Riff gegnt Graziellu í hinum,
og Graziella beið þess með óþolin-
mæði að dansinn hæfist; Þetta var
ekkert nema tímatöf.
Framhald i næsta blaði.
Verðlaunateikning
Mjög margar ráðningar bárust Vik-
unni á verðiaunateikningunni af
furðudýrinu, en þvi miður voru
ekki nærri því allar réttar, en marg-
ir virðast hafa ruglast í ríminu þeg-
ar þeir áttu að teikna milli punkt-
amia.
Við drógum svo tvær réttar ráðn-
ingar, 1. og 2. verðlaun, en þau
lilutu: Sveinn Jónsson, Egilsstöðum,
13 ára (1. verðlaun) og Guðmundur
Sigurðsson, Hverfisgötu 90, Rvík, 12
ára (2. verðlaun), en vcrðiaunin eru
100 og 50 króna úttekt hjá Tóm-
stundabúðinni, Austurstræti 8.