Vikan


Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 24

Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 24
Ungfrú Yndisfríð Hvar er örkin hnos NÓÆ? Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: KRISTÍN KRISTMUNDSDÓTTIR, Laugavegi 170. Nú er það Örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfrið hefur falið í blaðinu. Kannske i einhverri mynd- inni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ungfrú Yndisfríð heitir góðum verðlaunum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími Hve glöggur ertu? Svo virðist sem teikningarnar séu báðar eins, en látið nú ekki blekkjast! í rauninni hefur teiknarinn breytt neðri teikningunni í sjö at- riðum. Reynið nú að finna þessar sjö breytingar áður en þið flettið upp lausninrii, sem er á bls. 36. En yndislegir klettar. Lofaðu mér því að þú setjir upp svona kletta við sumarbústaðinn okkar! 24 YIKAN Svavar Gests: PLÖTUR ©gT DAIVNMIJSIK Hver er Bobby Rydell? Líklega muna flestir eftir laginu „Wild one“ sem var mikið leikið og sungið fyrir tæplega þremur árum. Það var Bobby Rydell, sem söng þetta lag inn á plötu. Siðan komu fleiri plötur með Bobby, en fæstar þeirra néðu að verða vinsælar hér á landi. Það væri þá helzt lagið „Sway“, sem hann endurvakti fyrir rúm- lega ári. Bobby Rydell, sem er nítján ára gamali, kom fyrst fram þegar hann var níu ára. Síðan hefur hann alizt upp á leiksviðinu, ef þannig má orða það. Þegar hann var fimmtán ára gamall tók umboðsmaður skemmtikrafta eftir honum og gerði samning við foreldra hans, því sjálfur var Bobby of ungur til að skrifa undir samning. Umboðsmaður þessi ætlaði ekki að láta það sama henda Bobby og marga jafn- aldra hans, að hann syngi inn á eina plötu og síðan gleymdist hann. Hann setti það skil- yrði í samninginn, að Bobby fengi ekki að syngja inn á plötu, fyrr en hann hefði lært að koma fram á sviði, þ. e. a. s. fengið hald- góða tilsögn leikstjóra og danskennara. Bobby var námfús og að ári loknu, eða sextán ára gamall söng hann inn á sína fyrstu plötu. Síðan hefur hann sungið inn á hverja plötuna á fætur annarri, sem allar hafa náð metsölu í Bandaríkjunum. Bobby er talinn vera einn hinna fáu ungu söngvara siðari ára, sem spáð er vaxandi frama, og hafa ekki ómerkari skemmtikraftar en hinn heimsfrægi söngvari og leikari Sammy Davies hælt Bobby á hvert reipi. Kannski á nýjasta plata Bobby eftir að verða vinsæl hér á landi, en hún heitir „I‘ve got Bonnie". Nýjar hljómplötur. Sue Thompson: Norman og Never love again. Norman er einfalt lag, sem lærist mjög fljótt og ef Ríkisútvarpið krækir sér í eitt eintak af hljómplötunni, þá mun þetta áreiðanlega verða eitt af vinsælli lögum þessa árs. Hræddur er ég þó um að vinsældir þess vari ekki lengi, því lagið er ekki vandað. Sue Thompson er ung söngkona, sem ekki hefur fyrr heyrzt á plötu hér. Hún syngur Norman skemmtilega og undirleikurinn vekur á sér sérstaka athygli, því hér er á ferðinni lúðrasveit ásamt rythma- hljóðfærum. Síðara lagið er rólegra og öllu vandaðra en skilur samt lítið eftir. Strengja- hljómsveit annast undirleik og fer Sue enn betur með þetta lag en Norman. Platan fæst hjá HSH í Vesturveri. Roberto Seto: Brigitte Bardot. Það er Robert Seto, sem syngur á þeirri plötu, sem hvað mest hefur selzt, með hinu skemmti- lega lagi Brigitte Bardot. Roberto syngur sér- kennilega og hefur sér til aðstoðar kvennakór og lúðrasveit. Þessi plata á áreiðanlega eftir að verða mjög vinsæl hér á landi ef hún er ekki þegar orðin það. Þegar maður snýr henni svo við, þá fáum við aftur sama lag og nú sungið af Joel Grey með hljómsveit Burt Bachrach. Þetta er vandaðri útsetning af laginu en ekki eins lifandi og skemmtileg. Einnig er upp- takan betri, því upptakan á fyrri hliðinni er fremur slæm. Samt er það fyrri hliðin, sem hrifur mann. Platan fæst hjá HSH, Vesturveri. Cole Porter Favorites with full orchestra. Þá kemur hér fyrsta 33 snúninga platan, sem fjallað er um í þessum greinaflokki. Þetta eru lög eftir hinn ágæta höfund Cole Porter og má þar finna lög eins og I get a kick out of you, Night and day, So in love og mörg fleiri, Lögin eru vel útsett og leikin á rólegan máta. Skinandi góð plata til að setja á fóninn þegar maður hefur tekið sér góða bók i hönd og vill láta fara vel um sig. Platan fæst í Hljóðfæra- húsinu og þykir rétt að vekja athygli á, að þar fæst gifurlega mikið úrval af plötum með skemmtilegum lögum útsett á mildan máta, plötur, sem allt of lítið hefur verið flutt inn af til þessa. Og mikið af þeim er tekið upp í Stereo, sem gefur þeim mun meira gildi. Plötu- merkið er AAMCO. Fyrstu jazzhljómleikarnir. Þessi mynd var tekin um vorið 1946 en þá hélt Jóhannes heitinn Þorsteinsson fyrstu jazzhljómleikana, sem haldnir hafa verið hér á landi. Á myndinni eru frá vinstri: Björn R. Einarsson trombón (nú með eigin hljómsveit), Karl Karlsson, trommur (leikur hjá G. Finn- björnss. í Þórscafé), Jóhannes Þorsteinsson, trompet (en hans aðalhljóðfæri var píanó), Baldur Kristjánsson, píanó (leikur nú í Kópa- vogsbíói) og Gunnar Egilsson, klarinet (leik- ur nú i Sinfóniuhljómsveitinni). Framvegis verður birt ein gömul hljóm- sveitarmynd i viku hverri og væntir undirrit. samstarfs við sem flesta um að senda blaðinu gamlar myndir og sjaldgæfar af hljómsveitum og upplýsingar um þær. Myndirnar verða end- ursendar. E'innig væri mjög æskilegt að fá sendar myndir af hljómsveitum þeim, sem nú eru starfandi úti á landi. essg.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.