Vikan


Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 7

Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 7
 -,ræktuðu svæði innfæddra. „ÞaS var í eina skiplið sem ég stal frá tainnfæddum,“ segir Grogan. Félögunum varð nú ljóst, að þeir urðu að koma aga á í liði sinu, en þeim var það lika ljóst, að það myndi vera hægara sagt en gert. Þcir tóku það ráð, næst þegar áð var, að strengja gaddavír umhverfis áningarstaðinn og koma þar með í veg fyrir að burðarmennirnir gætu farið út til ofbeldisverka í skjóli myrkursins. En árangurinn lét ekki á sér standa. Næsta dag hvarf flokkurinn allur og byrðarnar lágu stráðar um svæðið. Grogan og Sharp hröðuðu sér á eftir honum og náði honúm eftir skamma hrið. Sharp hafði rekizt á nokkurn hluta burðarmannanna og heindi að þeim byssu sinni með þeim afleiðingum að þeir sneru við, en Grogan fór að leita hinna. Af hæðardragi sá hann hvar þeir fóru sniðhalt niður hlið. Grogan hrópaði til þeirra, en einn öskraði ó- kvæðisorð á móti. Grogan miðaði á hann og skaut með þeim af- leiðingum að höfuðbúnaður hans fauk af hönum. Þá gáfust þeir algerlega upp og lengi siðan sýndu þeir ekki neinn óþokkaskap. Þegar þeir voru komnir framhjá Kivufljótinu komu þeir að eld- fjöllum og var eldgos i nokkrum þeirra. Grogan minntist þess þá að Watatongarnir höfðu verið sannfærðir um að hann væri dæma- laus lygari og benti þeim því á fjöllin til staðfestingar því sem hann hafði sagt. „Hvað segið þið um þetta?" sagði hann. „Við álítum enn að þú sért dæmalaus lygalaupur, herra,“ sagði sá djarfasti þeirra. „En þið sjáið sjálfir þessi logandi fjöll," svaraði Grogan. „Bwana," sagði maðurinn þá. „Logandi fjöll em ekki til. Þú ert bara að beita okkur töfrum, sem þii hefur lært i þinu landi.“ Og Grogan gafst alveg upp. — Þetta land hafði ckki nokkur hvítur maður augum litið. Grogan og Sharp gerðu kort af landinu og Grogan gaf fjöllunum nöfn. Eitt þeirra kallaði hann Mount Watt og mun þá hafa hugsað til yndislegrar stulku, sem hann þekkti í Nýja Sjálandi, en hún hafði eins og áður segir, átt rikan þátt i að hann réðst i þetta einstæða ferðalag. Og áfram mjakaðist leiðangurinn. Þeir komu f útjaðar Mushari milli Kivufljótsins og Albert Edwardsfljótsins. Þar áðu þeir félagar. Milli leðiangursins og Mushari-landsins var breitt hraunbelti og þegar þeir litu yfir það, virtist þeim sem það væri eins og fijót af oddhvössu grjóti, sem hinir berfættu burðarmenn ættu erfitt með að komast yfir. Þetta olli félögunum áhyggjum, en brátt kom i Ijós, að aðrar og geigvænlcgri hættur voru framundan. Þeir fengn fregnir af þvi, að mannætuflokkur hefði ráðizt inn i landið frá Kongó og væri i þann veginn að eyða mannfólkinu. Grogan og Sharp vildu forðast það að lenda i kasti við þessa ófrýnilegu innrásarmenn og dvöldu þvi um kyrrt i nokkrar vikur í von um að þeir fyndu einhverja smugu til að smjúga i gegnum óaldarflbkkrnn eða að jieim tækist að sveigja hjá honum. Loks freistuðu þeir þess, en það mis- tókst, því að innfæddur leiðsögumaður þeirra hvarf frá þeim í næst- Þeir Sharp og Grogan halda áfram ferðinni norðnr Afríku og ævintýri þeirra eru ævintýralegri en komið gæti fyrir í skáld- sögu. Frásögn- inni lýkur hér. um ósigrandi bambusskógi. Önnur tilraunin mistókst lika af sömu ástæðu og þá voru þeir staddir á mjög erfiðum fjallvegi ef veg skyldi kalla. Og þá missti Grogan þolinmæðina. Hann ákvað að þeir skyldu hrjótast þvert yfir hraunið og inn í sjálft Mushari. Grogan segir: „Ég var vantrúaður á það, að um mannætur væri að ræða — og jafnvel þó að svo reyndist, þá var mér næstum sama, svo aðþrengdir vorum við orðnir. Ég var alveg orðinn uppgefinn á lygum, svikum og hræsni hinna innfæddu. Þeir fullyrtu, að gjör- samlega væri ómögulegt að komast yfir hraunið, að þar væri elcki vatnsdropa að finna, og loks, að þar væri sægur blóðþystra og banhungraðra ljóna og annarra villidýra. En ég ákvað að halda áfram, hvað svo sem burðarmennirnir sögðu. Og það studdi ákvörðun mina, að þó að þeir vildu ekki fara, þá voru þeir orðnir svo óvin- sælir meðal hinna innfæddu að þeir þorðu ekki að verða eftir og fóru þvi með okkur. Þeir bjuggu sér til einhvers konar fótabúnað og röltu af stað.“ Það var ákveðið að Grogan skyldi fara fyrir liðinu með nokkra burðarmenn, en Sharp skyldi koma á eftir með þá, sém báru þunga- flutninginn. Þeir tóku og með sér nokkrar geitur, þvi að þeir bjuggust ekki við að hægt væri að afla sér matvæla á þessari leið. Og svo lagði Grogan af stað snemma morguns með sina menn. Hraunið var ákaflega erfitt yfirferðar, en það reyndist mjórra en þeir höfðu búizt við og seint um kvöldið komu þeir á frjósamt akur- lendi. Þar var tært vatn og þarna áðu þeir. Næsta morgun valcnaði Grogan snemma og hann varð ekki lítið undrandi, þegar hann sá menn og konur og börn koma skríðandi út úr hraungjótum og fjalla- sprungum. Þetta fólk kom skriðandi til þeirra eins og dýr og betlaði mat af þeim. Þessar mannverur sögðu frá þvi að þær væru á flótta undan Barakeunf, blóðþyrstum mannætum, sem fæm eins og logi yfir akur og þyrmdu engum Þeir sögðu að mannæturnar dræpu og ætu allt fólk sem þeir næðu i. „Um nætur reynum við að læðast á korn- akrana okkar og freistum að ná okkur í eitthvað matarkyns, en Barakearnir halda vörð um akrana og drepa alla, sem þeir ná i“, sagði kona ein. — Grogan svalaði sárasta hungri fólksins. En þrátt fyrir sagnir þess trúði hnnn ekki á mannæturnar, Hann hélt að hér væri aðeins um að ræða venjulegar erjur miJli ættflokka, en þær voru daglegt brauð á þessum árnm. — Og enn var lialdið af stáð. Nú var farið um fegursta land, sem þeir félagar höfðu augum litið. Við sjóndcildarhring gat að lita svört eldfjöllin, alls staðar var rikur gróður, bambuskofar stóðu í þyrpingu og smaragðgrænar bannna- plantekrurnar glóðu i sólunni. Til annarrar handar gat að lita purp- uralit fjöll. Þegar þeir nálguðust fyrsta kornakurinn gat Grogan varla trúað sínum eigin augum. Meðfram honum lágu leifarnar af Framhald á bls. 32. 1!UA 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.