Vikan


Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 6

Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 6
KHtÐUR NHUNGA Síðari hluti. Yilhjálmur S. Vilhjálmsson þýddi og endursagði. Leið kcinnunarieiðangursins lá nú um landssvæði, sem kennt var við Watusia. Þeir voru risar að stærð, yfir sjö fet og þeir höfðu gert Wahutua, hina upprunalegu innbyggja landsins að þrælum sinum. Þó að hinir síðartöidu væru inargfallt íjöl- mennari, en hinir liávöxnu húsbændur þeirra, beygðu þeir sig í duftið fyrir þeim, tiibáðu þá og tignuðu og það flökraði ekki að þeim að gagnrýna gerðir þeirra eða athafnir. Eftir að hafa þrammað um þetta land í nokkra daga rákust þeir á fyrsta hópinn af Pygmæum, dvergvöxnum mönnuin, tæplega fjögur fet á hæð og áttu þeir hól í jaðri risalandsins, — Til þessa hafði það valdið Grogan og Sharp mestum áhyggjum, hvernig þeim tækist að verjast þjófnaði hinna innfæddu, en nú bættist annað við. l>eiin gekk ákaflega erfiðlega að útvega sér burðarmenn. Við og við rákust þeir á bústaði þar sem fátækt var svo mikil, að sjáll'ir burðarmennirnir fóru að ráða innfædda til þess að bera fyrir sig. Meðallaun btnðarmann- anna voru um þrír shillingar um mánuðinn, en burðarmenn- irnir sjálfir réðu nú innfædda til þcss að bera fyrir sig og borguðu þeim aðeins nokkur penný um mánuðinn. Og þegar leiðangurinn lenti inn á iandssvæði, sem var enn fátækara, réðu þessir aukaburðarmenn enn aðra burðarmenn fyrir enn minna. Þannig kom upp stéttaskipting innan burðarmanna- sveitarinnar og arðránið komst í algleyming. Að lokum var svo komið, að byrðarnar voru settar á bök lítilla drengja eða gamalla manna, sem voru aðframkoinnii' af hungri og gátu ekki einu sínni síauiazi áfarm byrðarlausir. Englendingunum tveimur l'annst, að þeir ættu erfitt með að blanda sér í þetta, að minnsta kosti meðan allir virtust una við það, en brátt fór að bera á uppreisnaranda og megnri óánægju og svo bættist það við, að höfðingjar í smáþorpunum báru fram kvartanir um, að burðarmennirnir sjálfir, sem nú gengu lausir og lið- ugir, rændu og rupiuðu í þorpunum, nauðguðu konunum og herjuðu eins og vahdalar. í sambandi við þetta verða menn að minnast þess, að venjulega voru slikir leiðangrar nokkrar míiur á lengd. Aldrei gengu fleiri en tveir saman, en oftast einn og einu og lestin varð því löng. Af þessari ástæðu reyndist þeim Grogan og Shárp ókleift að hafa eftirlit með öllum mönnum sínum. .Slundum tólcst að standa ránsmenn og ofbeldisseggi úr liði burðarmannanna að verki og hegningin lét ekki á sér standa. Þeir voru flengdir hæls og hnakka á milli með svipu, sem skorin hafði vtrið úr skinni nashyrnings. Samt tókst ekki að koma alveg f veg fyrir rán og nauðganir. Fregnir bárust um leiðangurinn langt á undan honum og í staðinn fyrir að bjóða hann velkominn ti) þorpanna, flýðu íbúarnir burt svo að þorpin urðu auð og tóm. Af þessum ástæðum fór að reynast mjög erfítt að afla sér matarbirgða og það varð til þess, að dag nokkurn urðu félagarnir að taka ófrjálsri hendi banana af VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.