Vikan


Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 16

Vikan - 29.03.1962, Blaðsíða 16
Stúlkan var búin að fallast á að lofa unga manninum að koma inn með sér, en þá fann hún ekki lykilinn og þau urðu að skilja. En lykillinn var á sínum stað. Undirvitundin kom í veg fyrir að hún fyndi hann, til að afstýra því, sem stúlkunni var innst inni ógeðfellt. UPPLJÓSTRUN HJARTANS. Ekki leynir hugurinn því einu, sem er óþægilegt eða sárs- aukafullt. Stundum þykjumst við naubeygð til að halda sælum tilfinningum leyndum, þangað til liæfilegt þykir og hættulaust að opinbera þær. Konur ættu að kannast við þetta; svo oft hafa þær orðið að leyna heitri ást, af því að „þráin ein er ungrar meyjar tjáning“, eins og Shakespeare lætur ástfangna stúlku orða það. Hefðbundin venja bannar þeim að tjá til- finningar sínar að fyrra bragði. En einmitt vegna þessarar leyndar ljóstraði hjartað því tíðum óvænt upp, sem löghlýðin vökuvitund vildi leyna. Hin dulvitaða þrá smýgur þá inn i ræðu okkar og er fyrr en varir komin fram i þeim orðum, sem róleg skynsemin forðaðist mest. Sálskyggn skáld komu snemma auga á þessa tilhneigingu dulvitundarinnar að ljóstra því óvænt upp, sem bælt er niður i leynd. Frægt mismæli af þessu tagi kemur fyrir hjá Shake- speare 1 Kaupmanninum frá Feneyjum. Portia óttast að missa fyrir fullt og allt unga manninn, sem hún er ástfangin af, en vogar fyrir engan mun að tjá honum ást sina. Ást hans fær heldur engu ráðið. Portiu er skylt að taka þeim biðli, sem velur rétta skrinið; þannig er framtíð hennar ofurseld duttl- ungum örlaganna. Þess vegna reynir hún að telja Bassanio á að dvelja lengur, að gæta varúðar við valdi blindra örlaga; „en ég mæli það ekki af ást“. En einmitt í rólegri yfirvegandi ræðu hennar brýzt hin bælda tilfinning fram i óviljandi játn- lngu (IH. þáttur, 2. atriði). ... „Vei augum þeim, sem töfruðu og tvískiptu mér þannig. Hálf er eg yðar, helftin hin er yðar, mín eigin, meint* eg“ ... Á líkan hátt túlkar Schiller mismælið í einu atriði i leikriti sinu 'Wailenstein. Octavio skilst allt i einu, að son- ur hans er ástfanginn af dóttur Wallensteins, en sjálfur stendnr Octavio fyrir samsæri, að ráða hinn sigur.sæla hershöfðingja af dögum. Nú verður honum ijóst, að einka- sonur hans muni sýna Wallenstein órofa tryggð og fylgja hónum í dauðann. Vegna þessa er honum dóttir Wailen- steins svo hugstæð, að hann mismæiir sig við sendiboða keisarans: „Göngum á fund hennar,“ en áttar sig svo við undrun sendiboðans og leiðréttir: á fund hans, þ. e. Wallensteins. Um leið sér hann, að hann hefir verið nærri þvi að veita hinum tortryggna sendiboða innsýn i persónuleg vandamál sín. Samt væri sú sáltúlkun alltof einhæf, sem vildi skýra mismæli og önnur mistök vitundarinnar eingöngu sem truflandi innrás bældra hvata i starf vökuvitundarinnar. Eigi að siður bendir ræðusnið margra manna til skynjan- legra átaka milli bældra, orkuhlaðinna hvata og rólegrar marksækinnar vökuvitundar. í þvi sambandi minnist ég vinar mins, kennarans unga, sem fann óviðeigandi orð Framh. á bls. 30. 16 VIKAN I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.