Vikan


Vikan - 10.05.1962, Side 4

Vikan - 10.05.1962, Side 4
Gef mér líka! Svona, svona, ungfrú góð. Ekki svona mikið i einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið á einu sinni oftar. En þú hefur rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þín hefir lika frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er NIVEA ! Nivea inniheldur Euce- rit — efni skylt húðfit- unni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. Engin takmörk. Kæri Póstur. Eru engin takmörk fyrir því hvað iðnaðarmenn geta sett upp sam kvæmt uppmælingartaxta? Ég þurfti að láta setja upp nokkrar hillur í skrifstofunni, þar sem ég vinn, og til þess fékk ég tvo unga menn, sem unnu á verkstæðinu, sem fram- leiðir hillurnar. Þei’r komu að lokn- um vinnutíma, virtust ekkert vera að flýta sér, þáðu hjá mér kaffi- sopa og hvaðeina. Jæja, svo voru þeir að dútla við þessa vinnu sína í eitthvað á þriðja klukkutima, og ekki get ég kvartað yfir þvi að verkið hefði ekki verið nógu vel unnið. Ég var ánægður með þetta hjá þeim, en þegar kom að skulda- skilum.er ég hræddur um að ánægj- an hafi eitthvað dvínað. Hvað kost- aði þetta svo? Jú, aðeins 900 krónur — 900 krónur. Eitthvað nálægt 400 krónum i timakaup fyrir mennina. Segðu mér, kæri Póstur, eru engin takmörk fyrir þvi, hvað þessir menn geta sett upp? Ef svo er ekki, er ég hræddur um að ég segi upp á skrifstofunni og skelli mér i Iðn- skólann. Ef þetta er réttlætanlegt, finnst mér þó rétt að menn fái að vita um þetta — það er ekki víst, að allir geri sér ljóst, hverjar rosa- tekjur má hafa af þvi að vinna iðn- aðarstörf. Með þökk fyrir birtinguna, Jói. — — — Eitthvað finnst mér þetta skrítin uppmæling, en ef þetta fær staðizt, er ég helzt að hugsa um að sækja um inngöngu í Iðnskólann um leið og þú. Menn eiga að hafa vit á því að kynna sér áætlað verð á vinnu sem þess- ari áður en þessum stórtekju- mönnum er sleppt inn í hana. Illt fordæmi. Kæra Vika. I minni skólatíð áttu margir í brösum vegna zetunnar, og var ég engin undantelning, þótt mér tæk- ist undir lokin að læra einföld- ustu zetureglur.Mér hefur ulltaf þótt þessi zeta lieldur hviinleið, en rétt skal víst vera rétt, við verðum vist að bíla í það súra epli. Þess vegna stingur það mann óþægijega að sjá zetuvillur og aðrar stafsetningar- vihur á skiltum og auglýsingum á vegum úti. Eitt það, sem inest fer i taugarnar á mér (og ég læt það fara í taugarnar á mér, meðan zetan er góð og gild), eru skiitin „Akið varlega forðist slysin“. Þetta blasir hvarvetna við landslýð, og ekki er von að blessaðir krakkarnir séu beysnir í stafsetningu, þegar skrípi sem þessi eru fyrir þeim höfð. Takk fyrir. B. B. B. Ónefni. Kæra Vika. Ég heiti alveg afskaplega Ijótu nafni. Ég vil ekki einu sinni segja þér hvað það er, því það er svo fátítt, að margir myndu þekkja hver það er. En get ég ekki iátið skíra mig upp? Ég er 16 ára. Viltu gefa mér einhverjar upplýsingar um þetta mál. Sá, með ljóta nafnið. — — — Ég minnist þess að áður hefur verið leitað til Pósts- ins með svipað vandamáL Ég get auðvitað ekki dæmt um, hvort líkur séu á því að þú fáir nafni þínu breytt, þar eð þú segir mér ekki nai'nið. Hinsvegar er afar erfitt að fá nafni sínu breytt — nema það sé beinlinis nafn- skrípi og ónefni — og kveður heimspekideild Háskólans á um hvort svo sé eður eL Lítið um varahluti. Kæra Vika. Ég á bíl af mjög algengri tegund, og hann er kominn til ára sinna og farinn að ganga úr sér, eins og gengur og gerist. Ég hef fimm sinn- uin þurft á varahlutum að halda og það hlutum, sem búast má við að slitni fyrst og fremst i hverjum bíl. En það hefur aldrei komið fyrir að umboðið ætti þessa hluti, heldur hefur þurft að panta þá að utan. Það hefur yfirleitt tekið nokkrar vikur. Ég spyr: Er þetta hægt? Er j ekki hægt að kæra umboðið fyrir lélega þjónustu? -------Sennilega verður seint hægt að kæra umboðið — og í rauninni mætti segja að því sé vorkunn, ef bíllinn þinn er orð- inn mjög forn, á umboðið það á hættu að sitja uppi með gamla varahluti, sem það kannski kem- ur aldrei út, auk þess sem slíkt tekur mikið pláss. — Þú virðist hins vegar vita hvaða hlutir ganga helzt úr sér — hvers vegna pantarðu ekki fleiri en einn af hverri tegund næst? — Byrjaðu bara strax að safna í sarpinn. Verkfræðingur eða ekki? Póstinum hefur borizt bréf frá Verkfræðingafélagi Islands, vegna viðtals við Hörð Þormóðsson sem birtist í 11. tölublaði Vikunnar, um i skipateikningar hans i Danmörlcu, en Hörður liefur þar teiknað átta sinnum stærra skip en Tröllafoss, j og ber þar menntunar og starfsheit- f ið ..ingeniör". Hér heima má hann nefna sig tæknifræðing. Bréfið frá Verkfræðingafélaginu er þannig: Hr. ritstjóri. Af tilefni viðtals yðar við Hörð Þormóðsson, sem birtist í Vikunni ! 15. þ. m., þar sem þvi er haldið fram, i að honum sé meinað hér á landi að nota starfsheiti sitt, sem sé skipa- verkfræðingur, viljmn vér taka fram i eftirfarandi til þess að leiðrétta mis- skilning. Enginn maður hefur hér á landi heimild til þess að kalla sig verk- fræðing eða heiti, sem felur i sér orðið verkfræðingur, nema hann hafi fengið til þess leyfi ráðherra, enda hafi hann áður lokið fullnað- arprófi frá viðurkenndum tækni- háskóla. Verkfræðingaheitið er m. ö. o. eingöngu bundið við háskóla- menntaða menn i verklegum fræð-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.