Vikan


Vikan - 10.05.1962, Qupperneq 6

Vikan - 10.05.1962, Qupperneq 6
SMÁSAGA ÞOGN ER GULLS ÍGILDI G HEF lesið margar ástarsögur og ég veit, að það er um að gera, að les- andinn fylgist með af áhuga strax frá byrjun. Þetta verður líka ástarsaga, en þiö verðið að vera þolinmóð dálitla stund. Það verður hlaupið úr einu í annað svona til að byrja með, en Það er ekki mér að kenna. Því ef óg byrja ekki á þvi að segja frá ijraaörum minum fimm, 'og lífi okkar í Oregon, gatið þið ekki skilið framhaldið. En væri ég í ykkar sporum, mundi ég reyna að halda það út, Því án þess að gorta, get ég fullyrt það, að ég hef mikilvægan boðskap að flytja. Ég hef nefnilega komizt að því, hvað sex appeal er. Fylgizt þið með? Þetta er kannski svo- lítið ruglingslegt, en þegar ég er búin að segja ykkur frá bræðrum minum, og hvern- ig það vildi til að þeir sendu mig til New York, kemst ég að efninu. Pabbi og mamma eru fornleifafræðing- ar. Tveir bræður mínir eru læknar, einn er fuglafræðingur, einn stundar yoga (í tómstundum) og á brauðgerðarhús. Það liggur í augum uppi, að allir í slíkri fjöl- skyldu vilja helzt fá vilja sínum framgengt — og Þá er það lika augljóst, að það féll í minn hlut að halda þessu öllu gangandi, þar sem foreldrar mínir eru oftast í Egypta- landi að grafa. Og ef stúlka á að geta haft stjórn á þetta stórri fjölskyldu, verður hún að vera nokkuð ákveðin. En vandamál mitt var í stuttu máli sagt það, að ég var að verða tuttugu og sex ára og enn ógift. Hvernig hefði ég líka átt að gifta mig? Með fimmtán skyrtur að straua í hverri viku! (J VIKAN Strákarnir Þurftu líka aðhlynningu á annan hátt. Eg vissi til dæmis alltaf að Dickie mundi verða hamingjusamari með Carol en með Sally, sem hann var að flækj- ast með öllum tímum. Og er hann ekki ein- mitt öúna lukkulega trúlofaður Carol! Ég var líka alveg viss um að Pete og Jeanie væru eins og sköpuð hvcgrt fyrir annað. Hún var ruiklu greindari en baliettstelpan frá Seattle. Þegar ég hafði boðið Jeanie heim að borða nokkrum sinnum, gerði Pete sér það líka sjálfur ljóst. Philip þyngdist um næstum þrjú kíló þegar ég neyddi hann til að hætta að reykja, og Carl hefði aldrei getað borgað af bílnum sínum, ef ég hefði ekki lagt á ráðin. Mér finnst heidur ekki að karlmenn hafi neitt slæmt af því að hirða upp handklæðin eftir sjálfa sig eða þvo upp mjólkurglas, sem Þeir hafa drukk- ið úr. Eða þá að búa um sig. Eg leyfi mér að halda því fram, að bræður minir verði fyrirmyndar eiginmenn, vegna þess hve vel ég hef alið þá upp. Þeir eru líka þakklátir og sýndu mér það á indælan hátt. Á tuttugu og sex ára af- mælisdaginn minn stilltu þeir sér upp allt í kringum mig og tilkynntu mér, að nú ætluðu þeir að skipuleggja mína eigin framtíð. Philip sagði, að þar sem öll fegurðin i fjölskyldunni hefði fallið i minn hlut, væri það synd að ég visnaði hérna í þessari smá- holu, í stað þess að blómstra í stórborginni. Svo tók Dickie við. — Já, hugsiö ykkur þennan, sem á sér einskis ills von ... ég meina, hugsið ykkur vesalings piparsvein- inn, sem bara bíður eftir því, að Judy komi og ali hann upp. Nú er hann einhvers staðar í reiðuleysi og reykir í rúminu, þambar öl og þvær ekki einu sinni baðkerið eftir sig... Hann hristi höfuðið. Drengir, við megum ekki vera of eigingjarnir. Við getum ekki ætlazt til þess að Judy eyði sínum beztu árum í það að gera menn úr okkur. -— Við verðum að sjá um, að hér verði einhver breyting á, sagði Carl ákafur. — Það er &fskaplega elskulegt af ykkur, en satt að segja líður mér ágætlega hér, sagði ég hrærð. — En við vætum ekki rúmið lengur, sagði David. Þú getur ekki lengur gert okkur neitt — ég meina gert fyrir okkur. Pete var siðastur. — Þú hefur verið frá- bær litla systir og regluleg móðir fyrir okkur alla, nú viljum við að þú farir að hugsa um sjálfa þig. Hérna er flugmiðinn þinn. Til New York, lijartað mitt. Ef ein- hver bítur ekki á krókinn þar, er ég illa svikinn. Var þetta ekki yndislegt af þeim? Bigin- lega vildi ég ekki fara, en áður en ég vissi hvaðan á mig Stóð veðrið, stóð öll fjölskyld- an á flugvellinum og veifaði. — Ég veit ekki hvað ég á að gera án ykkar, sagði ég og snökkti. Dickie klappaði á kollinn á mér. — Þú hittir sjálfsagt einhvern bráðum, sem þú getur alið upp. — Þó ég hltti einhvern, hvað get ég þt gert við hann? sagði ég sorgbitinn. — Settu hring í nefið á honum, sagði Pete og hló. Það væri skemmtilegra ef ég gæti snúið mér beint að rómantíkinni í þessari frá- sögn, en það er ekki því að heilsa. Ég verð að byrja á vatninu, sem lak. Lak af

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.