Vikan


Vikan - 10.05.1962, Side 7

Vikan - 10.05.1962, Side 7
Vandamál mitt var það, aS ég var að verða tuttugu og sex ára — og var enn ógift. Hvernig átti ég líka að geta gengiS út með þessum éskapa skyrtu- þvotti. hans svölum niður á minar — ef hægt væri að kalla þennan auma steinpall svalir. Til vonar og vara málaOi ég aðeins varirnar áður en ég fór upp. Það var hörmung að sjá hann, eins og þetta hefði getað verið laglegur maður. Órakaður, ógreiddur og flibbinn hans var óhreinni en tali tekur. En hann hafði mjög hvítar tennur. — Nei, góðan daginn, sagði hann. — Góðan daginn, sagði ég. Nafn mitt er Judy Cane og ég bý hérna fyrir neðan yður. Mér finnst mjög leiðinlegt ef ég trufla yður, en þér eruð á góðum vegi með að drekkja bergfléttunni minni. — Sam Walsh, sagði hann. Það var leið- inlegt að heyra. — Eruð þér í vandræðum með vatns- leiðsluna? Ef svo er, get ég lagað hana fyrir yður, sagði ég. — Það væri vel þegið, sagði hann og hleypti mér framhjá. Ég vildi helzt komast hjá að lýsa ibúð- inni hans. Glös, sokkar og bækur út um allt gólf og kúffullir öskubakkar um allt. Ég var rétt byrjuð að athuga rörið úti á svölunum, þegar hann kom í dyrnar. — Ég var einmitt að búa til mat, sagði hann og Það mátti finna Það á bruna- svækjunni. Hafið þér nokkuð á móti þvi, að ég haldi áfram með það? Ég hristi höfuðið. — Ég þarf að fá skrúf- lykil, sagði ég. — Enginn til. — Get ég þá fengið gamla tusku? Ég þarf að binda um rörið ... Hann kastaði til mín handklæði. Loks var ég búin að þessu og Þegar ég kom inn var hann að veiða tvær andstyggilegar pylsur upp úr feltl af pönnunni. — Takk fyrir hjálpina, sagði hann. Þér eruð nýfluttar hingað, er það ekki? — Já, þér ættuö að hafa einhver verk- færi hérna heima. Viðgerðarmenn eru svo óskaplega dýrir. — Þeir verða víst líka að lifa, sagði hann kæruleysislega og vingsaði annarri pyls- unni. Viljið þér smakka? — Nei takk. Vitið þér ekki að stelktur matur er óhollur? Fólk fær æðakölkun af kolesterol. — Mér finnst kolesterol gott, sagði hann. — En það er óhollt, reyndi ég að skýra fyrir honum. Glóðarsteiktur matur er miklu iéttmeltari. — Steiktur er betri, sagði hann stuttlega. Ég gat séð að Þaö lá illa á honum. Það var sjálfsagt út af öllu draslinu I kringum hann. Líklega gat hann séð á mér um hvað ég var að hugsa, því hann starði illilega á mig. — Nú eruð þér með alveg sama svip og hún mamma, þegar hún bjó sig undir stór- hreingerningu. Ég flutti að heiman vegna þessa svips. — Það kemur mér auðvitaö ekki við, sagði ég, en ég held að yður mundi llða miklu betur ef það væri snyrtilegra í kring- um yður. — Misskilningur, sagði hann kuldalega. Það er einmitt svona líf, sem mér likar. Ég er rithöfundur. Frjálshyggjumaður. Ég brosti skilningsríkt. — Svoleiöis kann- ast ég við. Það hverfur með aldrinum. Nú virtist hann bálillur og urraði: — Leyfist mér að biöja frökenina um að fara •itthvert annað til að leika siðbótamann. Við getum verið sammála tim, að þetta var ekki góð byrjun á ástarsögu. EJn bíðið þið bara, það verður enn verra. I næsta sinn, sem ég sá hann, var klukk- an níu á mánudagsmorgni. Ég var úti á svölunum og var að horfa niöur á mann- fjöldíinn á götunni. Allt í einu heyrðist hljómlist ofan frá og ég leit upp og sá hainn sitja þarna á svölunum án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Hann var ekki einu sinni að lesa. Og af þvi að ég var í stuttbuxum og fallegri brjósthlif fannst mér heppilegt að hefja þarna viðræður. — Það er svo hollt að fá dálitið sólskin, sagði ég. Hann leit niður. — Nú, það eruð þér aftur, sagði hann áhugalaust. — Hvernig gengur það? — Ef þér þurfið endilega að vita Það, þá er mér illt í maganum. — Það eru pylsurnar, sagði ég ákveðin. Ef þér leysið upp svolítið sódaduft í vatni... — Gæti ég fengið að sitja hér og hlusta í næði, sagði hann önugur. Hann beygði sig yfir grindverkið og hvessti á mig augun. Ég get ekki skilið þetta. Þarna standið þér svona sæt og hugguleg, og svo eruö þér að tala um sódaduft. , — Þér eruð stúlka, sagði hann. Og ég er karlmaður. Meltingarfærin ættu ekki að vera á dagskrá. — Sódaduft er alls ekki slæmt á bragðið, fullvissaði ég hann um. En karlmenn eru nú svo ónýtir við meðul. Hann bandaði frá sér. — Hættið þessu, segi ég. — Þér eruð mjög aðlaðandi í þess- Framhald á bls. 28. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.