Vikan


Vikan - 10.05.1962, Síða 23

Vikan - 10.05.1962, Síða 23
 Hver fer í sumarleyfið á nýj- um Fólksvagni frá Vikunni Splunkunýr, ljósrauður Volkswagenbíll. Hlutur, sem fjölda manns dreymir urn að eignast; enda sá bíll, sem í langflestum tilfellum er skynsamlegast að eiga fyrir hjón með þrjú börn. Hann er eins og hugur manns í akstri, skjótur af stað og enn fljótari að stoppa, þegar á þarf að halda. Fyrirferðarlítill í um- ferðinni og úrtökugóður á þjóðvegunum. Vegna þess hve hann er kúptur í lag- inu, heldur loftstraumurinn honum niðri og því betur sem hraðar er ekið. Fjaðraútbúnaðurinn er mjög fullkominn: Hjólin fjaðra hvert fyrir sig og hann fer yfir holóttan veg sem sléttur væri. Sem sagt: Hinn ákjósanlegasti fjölskyldu- bíll og nú er spurningin: Hver verður svo heppinn að fara í sumarleyfið í sum- ar á þessum bíl. Enginn veit, hvenær heppnin ber að dyrum; ráðlegast er að taka þátt í getrauninni því það kostar í rauninni ekki neitt. GETRAUNIN Nú er Gissur glaður á góðri stund, enda Rasmína hvergi nærri. Þetta eru tvær myndir eins og þið sjáið, en á neðri myndinni höfum við breytt þrem atriðum. Þið gerið hring utan um það sem breytt hefur verið. Klippið báðar myndirnar frá ásamt getraunaseðlinum og geymið þar til getrauninni lýkur. --------Klippið hér Getraunaseðill Nr I NAFN . HEIMILI SÍMI ___

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.