Vikan - 10.05.1962, Side 24
Ungfrú
Yndisfríð
Hvar er
órbin hans
NÓ71?
Nú er það Örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndis-
fríS hefur faliS í blaSinu. Kannske i einhverri
myndinni. ÞaS á ekki aS vera mjög erfitt aS
finna hana og ungfrú YndisfríS heitir góSum
verSlaunum: Stórum konfektkassa, sem auSvit-
aS er frá SæigætisgerSinni Nóa.
Nafn
Heimilisfang
Örkin er á bls. Simi
SíSast þegar dregiS var hiaut verSlaunin:
AÐALFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR,
RauSarárstig 10, Reykjavík.
Hve glöggur ertu?
Svo virðist sem teikningarnar séu báðar eins,
en látið nú ekki blekkjast! í rauninni hefur
teiknarinn breytt neðri teikningunni í sjö at-
riðum. -Reynið nú að finna þessar sjö breytingar
áður en þið flettið upp lausninni, sem er á
bls. 39.
24 VIKAN
Ella til íslands?
Sú fregn birtist í einu dagblaðanna
fyrir nokkru, aS von væri á Ellu
Fitzgerald til íslands, mundi hún koma
fram á hljómleikum hér.
ÞaS er i sjálfu sér ánægjulegt aS eiga
von á jafn skínandi góðum söngvara
lil ísiands og Eila er. En skyidi Ella
koma'? ÞaS var ekki fullyrt i fregninni
hvenær hún kæmi, og ég er nú einn af
þeim svártsýnu, ég trúi þessu ekki fyrr en ég sé Ellu
á sviSinu hér. Þvi slík fregn hefur fiogiS hér fyrir af
og til undanfarin ár, ef þaS er ekki Ella Fitzgerald,
þá er þaS Louis Armstrong eSa einhver önnur heims-
fræg stjarna. En aldrei verður úr þessu. ÞaS er ein-
faldlega vegna þess, að þaS er ekki nógu stórt sam-
komuhús hér á landi til aS láta slíka skemmtun fara
fram hallalaust. Þegar við höfum fengið samkomusal,
sem tekur 2—3000 manns þá fáum viS stóru nöfnin
hingaS, varla fyrr.
En kannski kemur Ella? Hver veit, og þvi er ekki
úr vegi aS láta fyigja mynd af henni meS þessu spjalli.
Þetta er mynd sem var tekin í London fyrir nokkru
þegar hún var þar á hljómieikaferSalagi. Og það þarf
náttúrlega ekki aS taka fram, alls staSar var uppselt
löngu fyrirfram, og alls staSar fékk Ella frábæra
dóma: Aldrei betri en nú.
Nýjar hljómplötur
Fats Domino: Ida Jane og You win again. Fats
Domino á vafalaust þó nokkra aðdóendur, því af og
til fást hér plötur meS honnm, sem jafnan seljast
upp. Hann er þó ekki mikill söngvari, sem kemur
sérstaklega vel í ljós i síðara laginu á þessari plötu,
þar sem hann ailt aS því talar textann. En Domino
er vinsæll mjög i heimalandi sinu og reyndar viSar,
plötur hans seljast í milljónavís á ári hverju og
meira segja er sú, sem hér um ræSir nú komin í efstu
sætin á vinsældalistanum í USA. Platan fæst hjá HSH,
Vesturveri og er gefin út af Imperial.
Paul Anka: Love me warm and tender og I‘d like
to know: Nú er Paul Anka farinn aS syngja fyrir
plötufyrirtækið RCA Victor og er þessi fyrsta plata
lians með því betra sem liann hefur gert á und-
anförnum mánuSum. AS sjálfsögðu eru bæSi lögin
Framhald á bls. 35.
Gamla myndin
Hljómsveit Þóris Jónssonar á Hótel Borg 1946. Frá vinstri: Sveinn Ölafsson, tenór-sax (leikur
nú í Sinfóníuhljómsv.), Vilhjálmur Guðjónsson, altó-sax (leikur nú á Hótel Borg með Birni R.),
Jóhannes E’ggertsson, trommur (leikur i tríói í Kópavogsbíói og á celló í Sinfóníuhljómsv.),
Kjartan Runólfsson, harmonika og trompet (fæst ekki lengur við hljóðfæraleik), Trausti Thor-
berg, gítar (leikur í tríói Eyþórs Þorlákssonar í Leikhússkj.), Baldur Kristjánsson, píanó (leikur
nú i Kópavogsbiói) og Þórir Jónsson, fiðla og saxófónn (leikur nú aðeins í Sinfóniuhljómsv.). —
Sendið Vikunni gamlar hljómsveitarmyndir og upplýsingar um þær. Myndirnar verða endur-
sendar um leið og þær hafa birzt. essg.