Vikan - 10.05.1962, Side 33
arhalda í Rheydt, fæðingar- og ætt-
borg Goebbels sjálfs, og átti hann
sjálfur að flytja aðalræðuna, en svo
fór, að andstæðingar nazista hröktu
liann á brott, „eins og ótíndan
glæpamann", og ekkert varð úr
fundinum. Þeirri svivirðingu gat
Goehbels aldrei gleymt.
Goebbels fylgdi i rauninni mjög
einfaldri grundvallarreglu í öllum
sínum áróðri: „Sókn er sterkasta
vörnin“ og „árás táknar alltaf
styrk“. Hann segir sjálfur svo frá,
þessu til sönnunar, að eitt sinn er
hann lagði bíl sínum ólöglega úti
fyrir gistihúsi nokkru, og lögreglan
hugðist grípa til sinna ráða, greip
hann til sinna — upphóf sina miklu
raust og lét skammirnar dynja á
lögreglunni, unz honum hafði tek-
izt að espa svo múginn, sem þegar
safnaðist að, að lögreglustjórinn
sendi hraðboð um að bíllinn skyldi
látinn standa þarna afskiptalaus.
„Þannig veitir jafnvel ósvifnasta
sókn manni sigur, en láti maður
hrekja sig i vörn, er ósigurinn fyr-
irfram vís“. Ofbeldi og misþyrm-
ingar, sem nazistar beittu óspart
um þetta leyti, voru þvi í fyllsta
samræmi við þessa einföldu, en á-
hrifaríku heimspekikenningu hins
mikla áróðursmeistara. „Við verð-
um að skírskota til frumstæðustu
kennda múgsins“, skrifar hann i
dagbók sína, þann 4. sept. 1932.
Framhald í næsta blaði.
Hóglífið er þreytandi ...
Framhald af bls. 21.
sykurkóngur þar; á víst einhver ó-
sköp af sykurreyr. Ilann er alltaf
að byggja stórhýsi út um allar jarð-
ir og þá fær hann stúlkur, sem hafa
komizt í úrslit á Langasandi til þess
að sýna þjóðbúninga frá Filippseyj-
um i landkynningarskyni. Núna í
mánuðinum sem leið þurfti hann
á okkur að halda bæði i Evrópu og
Bandarikjunum og mér stóð til boða
að fara í eitt ferðalagið enn, en af-
þakkaði.
— Af hverju gerðirðu það'? Var
ckki farið með ykkur cins og drottn-
ingar?
— Jú, ekki vantaði það, en mað-
ur verður þreyttur á því. Svo eru
samkvæmi og kokktejjpartý upp á
hvern dag og ég hef aldrei getað
lært að drekka vín að neinu gagni.
Mér þykir það ekki gott.
— Hvernig gaztu komizt hjá því
að drekka sem skemmtikraftur í
næturlífi Reykjavikur?
— Það voru mjög oft samkvæmi
á eftir og sjálfsagt drykkja, en ég
hafði þann sið, að ég kom mér út
fyrir síðasta dans og spillingin fór
alveg framhjá mér.
— Já, mér sýnist það. En svo ég
víkji að öðru; hvernig kunnirðu
við fólkið j)arna vestur í Kaliforniu?
— Mér fannst það dásamlegt.
Hjálpsamt og elskulegt. En það er
alltof önnum kafið og hefur tæp-
lega tíma til að lifa. Það eru svo
margir hlutir á hverjum degi, sem
fólkið verður að sjá, annað hvort
f sjónvarpinu eða annars staðar og
svo er háð æðisgengið kapphlaup
til þess að missa ekki af neinu.
Fjölskyldufaðirinn kemur kannski
í ioftinu heim af einhverjum bolta-
leik til þess að missa ekki af á-
kveðnum þætli i sjónvarpinu og svo
fær hann matinn í sæti sitt við sjón-
varpið.
— Hefðir þú liaft góða möguleika
til þess að setjast að á Langasandi
eða Hollywood?
— Já, ágæta möguleika til þess,
ef ég hefði viljað. Mér stóðu margar
dyr opnar vegna þess að ég var
„Miss Iceland“. Án þess hefði ég
elckert komizt, þvi það er nóg til
af fallegum stúlkum þar. Til dæmis
i Hollywood eru heilu hótelin full-
setin fólki og aðallega ungum stúlk-
um, sem bíða tækifæris að komast
að í kvikmyndum. Flestar þeirra
verða aldrei frægar eins og þær
dreymir um.
— Komst þú eitthvað fram i sjón-
varpi?
— Keppninni á Langasandi var að
sjálfsögðu sjónvarpað og síðar var
mér boðið að vera „Drottning dags-
ins“ á mjög stórum fótboltaleik og
því var sjónvarpað um öll Banda-
ríkin.
— Þeir hafa líklega ekki vitað
mjög mikið um ísland, Kaliforniu-
menn?
— Langflestir alls ekki neitt. „ts-
land, hvað er nú það“, sögðu þeir
bara. Þeir höfðu ekki einu sinni
hugmynd um, hvar það væ ) á hnett-
inum. En ég reyndi að ..ynna land-
ið eins og ég gat og b 5i alltaf með
mér litmyndasafn, «■ .n er víst næst-
um orðið uppslit: .
— En hjónabandstilboðin, — hef-
urðu haldið þeim saman?
— Já, þau voru nú ekki svo mörg,
en ég fékk bréf frá nokkrum mönn-
um sem ég hafði aldrei séð, þess
efnis, að þeir vildu fá mig fyrir
konu.
— Og þú hefur svarað þeim?
— Nei, það gerði ég ekki.
— Sögðust þeir vera milljón-
erar?
— Já, og jafnvel olíukóngar.
— En þegar þú fórst austur til
Beirut; voru Arabarnir ekki hrifn-
ir af þér svona ljós eins og þú ert?
— Einn vildi að minnsta kosti
endilega giftast mér og bauðst
meira að segja til þess að aka mér
alla leið heim til íslands.
— Yar hann sheik?
— Nei, bara réttur og sléttur.
— Hann hefur ekki einu sinni átt
kvennabúr?
— Nei.
— Svo þú hefur hafnað boðinu?
— Já, hvað heldurðu. Annars sá-
um við kvennabúr, það er að segja
„búrið“ sjálft en ekki dömurnar.
— Heldurðu að það sé mikil hætta
á því, að stúlkur verði spillingunni
að bráð, sem lenda í svona ævin-
týrum eins og þú hefur komizt i?
— Ekki held ég það, en annars
er það undir hverri og einni komið
og þá þarf ekki að fara út i lönd
tii þess að verða spillingunni að
bráð. En það vantar ekki tilboð
frá alískonar herrum, sem langar
til þess að fá fallegar stúlkur í sel-
sltap og maður gæti látið bjóða sér
út á hverju einasta kvö'di.
— Hvernig finnst þér að vera
komin heim, Sigrún?
— Mór finnst það dósamlegra en
orð fá lýst. Aliir hafa tekið svo vél
á móti msr og þó sérstaklegá for-
eldrar minir. Og nú langar mig til
l)css að fá mér rétta og slétta vinnu
því ég er orðin þreytt á þvi að fá
a!lt upp í hendurnar og hugsa um
það eitt að lita vel út og láta sér
líða vel.
— Fer langur tima í það að við-
halda þessu glæsilega útliti?
— Nei, hreint enginn tími. Ég hef
varla púðrað mig í rnargar vikur
hvað þá meira.
— Og að lokum, Sigrún; hvað því á fyrstu uppvaxtarárum sinum
finnst þér, að þú hafir grætt á ferð- ætlað að endurtaka þróun, sem kost-
inni. uðu mannkynið tugi árþúsunda.
— Hún hefur verið á við langan Margþætt siðmenning nútimans ger-
skóla og mér finnst ég vera mörg- ir kröfur, sem frumhvötum mann-
um árum eldri en þegar ég fór af eðlisins veitist örðugt að beygja sig
stað. Þetta hefur verið ævintýri lifs fyrir. Þróunarhraðinn ofbýður ung-
mins og það verður ekki metið til barninu, nema sérstakrar varúðar sé
fjár. g. gætt. Eflaust hei'ir það kostað óra-
tið í þróunarsögu mannkynsins, að
Hlekkir tímans.
Framhald af bls. 27.
ir skynsemin að miðla málum, sætta
andstæðurnar og vernda þannig sál-
manninum lærðist að leggja höml-
ur á tilfinningar sínar. Honum var
löngum tamt að láta þær brjótast
fram hömlunarlaust i ótta, reiði,
sorg og gleði. Honum var það eðli-
legt ástand að vera algerlega á valdi
tilfinninga sinna, en hann leitaðist
rænt samræml og heildgerð personu-
leikans. Þennan málamiðlunarhæfi-
leika nefnir Freud sjálf, og er það
eitt af meginhugtökum sálgreining-
arinnar. Frumsjálf, sjálf og yfir-
sjálf eru samkvænit þessari kenn-
ingu sú hugtakaþrenning, sem staða
og vaxtarskilyrði einstaklingseðlis-
ins í siðmenningu nútímans birtast
skýrast 1. Sjálf merkir einfaldlega
hæfileika mannsins að draga hag-
nýtar ályktanir af reynslu sinni, svo
að óstýrilátar frumhvatir bjargist
sæmilega í sambúðinni við hefð-
gróna siðvendni. Sú sambúð verður
þó með mörgu móti og er oft nokkru
sléttari á yfirborði en hið innra í
sálarlífi einstaklingsins, en sálræn
heilbrigði hans er einmitt háð henni
að miklu leyti.
í gær, þegar ég var rétt að byrja
að hugleiða efni þessarar greinar,
lieyrði ég gáfaðan mann ræða um
liinar siauknu námsbyrðar, sem
lagðar eru uppvaxandi kynslóðum
á herðar. Sifellt væri aukið við
námsefnið, en fáu sleppt í staðinn.
„Hve lengi verður hægt að halda
þessu áfram?“ spurði hann. En sí-
auknar námskröfur eru aðeins einn
þáttur í kapphlaupi hins siðmennt-
aða manns við tímann. Siðmennt-
unarkröfurnar verða sífellt strang-
ari, en timinn til að fullnægja þeim
hlutfallslega naumari.
Á þessu fær ungbarnið strax að
kenna. 1 siðmenntuðu samfélagi er
varla við að ná valdi yfir þeim. En
einmitt þessa sjálfsstjórn ætlar sið-
menning nútímans barninu ungu.
Það á að bæla niður reiði sina,
liarka ai' sér ótta sinn, gæta sjálfs-
stjórnar jafnt í gleði og sorg. Hin-
um siðmenntaða manni nútimans er
bannað að vera hamslaus i reiði
sinni eða skelfingu, að láta hatrið
blinda sig eða njóta kyneðlis síns
blygðunarlaust eins og dýrið.
Þannig er nútímamaðurinn frá
fyrstu bernsku spenntur vægðar-
laust inn í kapphlaupið við tímann.
Honum er þó ekki aðeins þrýst af
ytra valdi. Kappið á taug í eðli hans
sjálfs, sem er klofið og tvihverft,
eins og menningin, sem af þvi óx.
En þvi meir sem siðmenningin fjar-
lægist frumstæð lífsform mann-
kynsins, því algengari verður sú of-
reynsla tilfinninga og margskonar
sálrænt misræmi, sem á okkar tim-
um þjáir margan mann og gengur
undir nafninu taugaveiklun. ^
Hús- og húsbúnaður.
Framhald af bls. 12.
marglitar og liturinn heldur sér vel.
Margir hafa sótt þessháttar grjót
vestur í Drápuhlíðarfjall á Snæ-
fellsnesi, en þar virðist vera einna
mest af því. Fjórða tegundin, sem
notuð er til skreytinga utanhúss eða
VIKAN 33