Vikan


Vikan - 10.05.1962, Side 35

Vikan - 10.05.1962, Side 35
inum var ekið á i frystihúsið. Stærri drengirnir hjálpuðu til viS fiskinn, en þeir yngri tóku slógið og köstuðu fyrir mávinn, sem slóst um ætið. Gvendur í Nesi lauk fyrstur við aðgerðina og þegar hann labbaði upp bryggjuna snéri hann sér að drengjunum og sagði: „Ef þið stjakið eitthvað á bátnum i kvöld strákar, þá munið þið að binda hann vel, hver veit nema hann hvessi i nótt. Og Gvendur i Nesi gekk stutt- um skrefum upp bryggjuna. ★ Plötur og dansmúsík. Framhald af bls. 24. eftir liann. Fyrra lagið er með allra beztu lögunum hans og söngur hans mun betri en á siðustu 3—4 plötunum hans. Einn af aðal út- setjurum RCA Victor, Ray Ellis hef- ur útsett lagið og stjórnar hljóm- sveitinni, sem annast undirleik. Er útsetningin snillarlega gerð og at- hyglisvert og reyndar ekki nýtt, hvað mikil vinna er lögð í undir- leik á einföldu dægurlagi. Síðara lagið á plötunni segir harla lítið, rólegt lag, sem gleymist um leið og þvi er lokið og hefði Anka mátt velja skemmtilegra lag á móti Love me -warm and tender, þvi nóg á hann áreiðanlega af lögum, svo létt er honum um að semja þau. En hvað um þetta, þetta er skinandi plata fyrir Anka-aðdáendur. Fæst hjá HSH, Vesturveri. Kenny BaU: Midnight in Moscow og American Patrol. Fyrra lagið er rússneskt lag, sem lieyrðist fyrst hér á landi fyrir þremur árum þegar Haukur Mort- hens kom frá Moskvu, en þangað fór hann ásamt hljómsveit Gunnars Ormslev. Haukur söng lagið oft á Röðli í rólegri útsetningu en nú heyrum við það á annan máta. Hin enska hljómsveit Kenny Ball leikur það í hálfgerðri Dixieland-útsetn- ingu, ég segi hálfgerðri, því sólóar eru eiginlega engar á plötunni, lag- línan ræður ríkjum út alla plötuna. Lltsetning þessarar frægu ensku Dixieland-hljómsveitar á laginu er einkar skemmitleg, enda hefur hljómplata þessi farið sigurför um heiminn, þó hún hafi borizt svona seint hingað. Hinn gamli marz American Patrol er á hinni hlið plötunnar, þar njóta Kenny Ball og félagar sin betur, og sönn Dixieland- gleði ræður rikjum á þessari hlið- inni, en hún heyrist bara aldrei í útvarpinu eða annars staðar, þar sem platan er leikin, því allir vilja fá Nótt í Moskvu, aftur og aftur. Þannig er það með lög, sem vinsæl verða, fyrstu vikurnar fær fólkið aldrei nóg af þeim, og siðan vilja þau gjarnan gleymast. Plata þessi er skinandi góð, gefin út af hljóm- piötufyrirtækinu PYE i Englandi, en í Ameriku af KAPP og það er einmitt KAPP-platan, sem fæst hér, hjá HSH, Vesturveri. Joey Dee & the Starliters: Roly Poly og Hey, let‘s twist. Hér eru þeir félagar úr nætur- klúbbnum Peppermint Lounce 1 New York komnir aftur og nú með heldur skárri lög en á siðustu plötu. Roly Poly er einfalt en fjörugt dæg- urlag, útsett í twist-stíl og sungið allsæmilega af Joey Dee, þó hann eigi frægð sína sem söngvari eflaust eingöngu því að þakka að hann syng- ur í þessum eftirsótta twist-klúbb. Síðara lagið er nokkuð líkt siðustu plötu þeirra Peppermint twist, slarkfær söngur og saxófónsóló í “HEV, LET'S TWIST “HOLY POLY” [RíH'wnfc' rokkstil, en heldur fellur lagið þeg- ar líður á. Roulette hljómplata, fæst hjá HSH, Vesturveri. Elvis Presley: Good luck charm og Anything that‘s part of you. Þetta er ein bezta Presley-platan, sem heyrzt hefur í langan tima. Good luck charm er skínandi gott lag og syngur Presley það af frá- bærri snilld. Það hefur enn ekki heyrzt sá söngvari á hljómplötu, sem leggur jafnmikla tilfinningu í sönginn og Presley, nema ef vera Framhald á bls. 38. FIKAM 85

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.