Vikan


Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 21.06.1962, Blaðsíða 4
 Xvjii:'-:-; mw. Wý-:--: iiH W Íg|| :::::::::::::::::::::::: xíx;.:;;: II. A. TUIAAIITS VELLÍÐAN er skilyrdi íyrir FEGURÐ yðar. Badedas er nú aftur fáanlegt í verzlunum. Farið að dæmi hinna fjölmörgu aðdáenda Badedas — og þér munuð sannfærast um það að Badedas gefur yður áður óþekkta vellíðan. Einkaumboð: Engin takmörk? Iíæri Póstur. Ég veit ekki, hversu mikið þið getið afsakað með blessuðum prent- villupúkanum — en fjári er ég hræddur um, að hann hafi gengið berserksgang í grein, sem ég var að enda við að lesa. Og ekki nóg með þag — greinin var svo uppfull af málvillum og beinum hugsana- skekkjum, að meira að segja mér blöskraði, og er ég þó ýmsu vanur úr íslenzkum blöðum — og er Vikan sízt undantekning. Greinin, sem hér um ræðir, nefndist: „Þá brostu þeir svörtu frá Kaliikabulu". Ég vil með engu móti ráðast hér beint á höfund greinarinnar, því að hún er engan veginn ein um slíka hroðvirkni — miklu fremur vil ég atyrða ritstjóra fyrir að láta prenta svona nokkuð. Vona ég, að þetta frumhlaup (þ. e. greinin) verði honum eftirleiðis víti til varnaðar. Tökum fyrst allar kommuvillur — þær nálgast hundr- aðið í þessari stuttu grein. Punkta er höfundi greinilega meinilla við, og sjást þeir örsjaldan í allri grein- inni, þannig að setningarnar verða þvöglulegar langlokur, sem ógern- ingur er stundum að botna i. Tök- um hér dæmi: Eftir langa leit í öllum vösum og töskum, því það eru örlög á mér, þó ég taki til í handtöskunni á hverju kvöldi, dró ég upp mið- ann, en hann var víst eitthvað krumpaður og óhrjálegur, því ég fékk að heyra langa ræðu um það, að þannig færi maður ekki með opinber skjöl og lestarþjónn- inn strunsaði í burtu, fullur heil- agrar vandlætingar á því, að sýna yfirvöldunum svona mikla óvirð- ingu. Ég vona, að þú birtir þetta í dálk- um þinum, Póstur sæll, og lofir olck- ur bót og betrun. G. B. Eidhúsumræður... Kæri Póstur. Gætir þú ekki komið því á fram- færi við Ríkisútvarpið að það hunzkist til þess að útvarpa þessum bannsettu útvarpsumræðum á ein- hverri annarri bylgjulengd og út- varpi um leið venjulegu dagskrár- efni um sjálfa stöðina? Það getur vel verið, að sumt fólk hafi ánægju at því að hiusta á margendurtekin slagorð, tóm loforð, barnalegan róg- burð og tækifærissinnaðar sleikjur kvöld eftir kvöid, en það er eiíki hægt að bjóða öllum útvarpshlust- endum þetta tit lengdar. Það er sjálf- sagt að allir fiokkar fái að etja sam- an hestum sinum öðru hverju og ])á ekki sízt fyrir kosningar í út- varpi — en þá verður slíkt efni að vera sem venjulegur dagskrárliður, sem ekki bitnar á öðrum og æski- legri dagskrárliðum. Skyldi þá muna mikið um að útvarpa slíkum um- ræðum á annarri bylgjulengd? Og ætli flokkarnir sjálfir væru ekki fús- ir til þess að borga brúsann að ein- hverju leyti, í þeirri von að einhver saklaus kjósandi láti blekkjast af rausinu? Ætli ekki það. Með þökk fyrir fljóta birtingu. Ópólitíkus. Hvað er þjónusta?... Kæri Póstur. Eitthvað vantar okkur íslendinga ennþá upp á að vita, hvað þjónusta er — að minnsta kosti sjást hvergi í nokkru landi eins margar umkvart- anir í blöðum og tímaritum varðandi alla þjónustu — og ætla ég að verða enn einn til þess að kvarta og vona um leið, að orð min verði birt. — í þetta sínn eru það bifreiðavið- gerðaverkstæðin: þjónustan á þeim á fjandi langt i land enn, þvi að jafnvel lélegustu verkstæði erlendis standast samkeppni við þau. Sóða- skapurinn umhverfis allflest bif- reiðaverkstæði er svo gifurlegur, að það stappar klámi næst. Og inni á sjálfum verkstæðunum er sóðaskap- urinn ekki minni. Ég minnist þess til dæmis ekki að hafa fengið bíl- inn minn nema allan útkámaðan, eftir viðgerð á verkstæði. Ég hef kannski sent hann nýbónaðan á verkstæðið — og það bregzt ekki — þegar viðgerðinni er lokið, fæ ég bílinn i hendurnar allan kámaðan og skítugan, með greinilegum fingra- förum á ólíklegustu stöðum. Lág- markskrafan er hreinlæti. Það þarf ekki annað en að eitt verkstæði hér i bænum temji sér fyrirmyndar- hreinlæti — um leið verður sam- keppnin til þess að hin verkstæðin fylgi á eftir. Ég hef ef til vill tekið hér heldur djúpt í árinni, því að undantekningar eru til frá þessari reglu í bænum — en það vita allt of fáir um þessar heiðarlegu und- antekningar, þvi að menn gera sorg- lega lítið að þvi að leita uppi betri þjónustu, heldur bíta sig við viss verkstæði, hversu léleg sem þjónust- an þar er. Með þökk fyrir birtinguna. Hannes. Hætíumerki... Kæri Póstur. Það er mesta mildi að þú fáir þetta bréf (I), því að það má heita merki- legt að ég sé ennþá lifandi. Ég er nýbúin að laka bílpróf, og um dag- inn hætti ég mér í fyrsta sinn út á land. Vegurinn var allsæmilegur og ég ók nokkuð greitt. En skammt sunnan við Leirvogsárbrúna kemur skyndilega snögg beygja, sem leyn- ir mjög á sér, þannig að maður sér hana ekki fyrr en komið er á blábeygjuna. Við staðinn er ekkert hættumerki, svo að ég er í rauninni alveg hissa á því að margir skuli ekki vera búnir að drepa sig þarna. Ég skrifa þetta bréf til þess að benda viðkomandi aðilum á að setja skilti þarna og einnig til þess að forða verðandi bílstjórum, sem ekki þekkja þessa slæmu beygju, frá bráðum bana. Þetta er vafalaust ekkert eins- dæmi, en það er leiðinlegt að sjá svona, því að yfirleitt hefur mér 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.