Vikan


Vikan - 21.06.1962, Qupperneq 33

Vikan - 21.06.1962, Qupperneq 33
gramdist henni við sjálfa sig fyrir að vera svo eigingjörn í hugsun. „Það held ég eiginlega ekki, en ég er talsvert snjall teiknari. Ég ætla að byrja á morgun. Auða bakherberg- ið í íbúðinni dugar mér.“ „Það er myrkt. Þú sérð Þar ekki nokkurn skapaðan hlut.“ „Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að mála Þá hluti, sem ég sé, hvort eð er,“ sagði hann og fór að hlæja. „Ég ætla að senda mömmu fyrstu myndina, hún sýnir svo fjöl- skyldusálfræðingnum hana — hann hefur áreiðanlega gaman af Þvi. Hún leit hikandi á hann. Hann sleppti henni. „Ertu ekki ánægð? Ég hélt að Þér mundi falla Það vel, að ég færi að fást við eitthvað á eigin spýtur." „Ég er mjög ánægð,“ svaraði hún. „Þú hefur áreiðanlega mikið gott af Því.“ Á stundum tileinkaði Alan henni viðbrögð móður sinnar. Og i rauninni nálgaðist Josée Þau sum að verulegu leyti. 00O00 „Hvernig gengur Þér?“ Hún opnaði dyrnar og stakk höfðinu inn um gættina. Alan var í dökkbláu fötunum glæsilegu jafnvel Þegar hann málaði og hafði neitað skelfdur Þeirri tillögu Séverins, að listmálarar ættu alltaf að vera á peysu og gallabuxum. Vitanlega fór ekki mikið fyrir vinnu- stofuandrúmsloftinu Þarna í bakher- berginu. Ekki annað en myndtrön- urnar skammt frá glugganum, litar- skálparnir í röð og reglu á litlu borði og nokkrir strangar af ónotuðum mál- verkastriga á hillu, og loks ungur maður sem sat á stól á miðju gólfi, oftast reykjandi. Það leit helzt út fyrir að hann væri að bíða eftir Því að andinn kæmi yfir hann. Og Þótt hann hefði eytt Þarna hverju kvöldi undanfarinn hálfan mánuð, var aldrei minnstu Þreytumerki á honum að sjá Þegar hann hætti, hann var í sólskins- skapi og tandurhreinn. Josée vissi ekki hvað hún átti að halda, en hvort sem Þetta var allt leikur einn eða ekki, hafði hún fjórar klukkustundir daglega sem hún gat ráðstafað að vild, og Það var ómetanlegt. „Mér gengur ágætlega. Hvað hefur Þú haft fyrir stafni?" „E'kkert. Ég hef gengið um göt- urnar." „Hvert fórstu?" „Ekki neitt sérstakt. Fékk mér te- sopa við lítið torg í grennd við Porte d'Orléans." „Alein?" „Já.“ Hann brosti. Hún virti hann fyrir sér. Hann hló við. „Ég býst ekki við að Þú trúir mér?“ „O-jú-jú. Ég trúi Þér.“ Henni lá við að spyrja: „Hvers vegna?“, en stillti sig um Það. En hún var hissa á Þvi hve lítið hann virtist forvitinn. „Það gleður mig að Þú skulir trúa rr.ér, ég meina Það.“ Rödd hennar var Þýð. Hann roðnaði og hækkaði röddina. , Það gleður Þig að dregið skuli hafa úr hinni banvænu afbrýðisemi minni Gleður Þig að mitt lágkúrulega hugsanalíf skuli ekki lengur renna í einungis einn, Þröngan farveg. Gleð- ur Þig að ég skuli loks hafa tekið mér eitthvað fyrir hendur eins og maður með mönnum, jafnvel Þótt Það sé ekki annað en að smyrja málningu á striga; er Það ekki rétt til getið?“ Hún lét fallast niður á armstól án Þess að svara. Senna var í aðsigi. „Eiginmaðurinn minn er loks far- inn að haga sér eins og venjulegur eiignmaður; hann lætur mig í friði fjórar klukkustundir á sólarhring — Það er Þetta, sem Þú hugsar með sjálfri Þér. Hann eyðileggur málara- striga, sem margur ræfillinn með tvö- falda hæfileika á við hann, hefur ekki einu sinni efni á að kaupa, en hvaða máli skiptir Það á meðan hann lætur mig í friði? Er Það ekki einmitt Þetta?“ „Það gleður mig að Þú skulir Þó loksins hafa gert Þér grein fyrir hversdagslegum samfélagsskyldum. Og hvað sem öðru líður, ertu áreið- anlega ekki einn um Það að bregða klessunum fyrir Þig, ef Þú ert ekki fær um neitt annað." „Ég bregð ekki klessunum fyrir mig eingöngu, ég kann meira fyrir mér. Þetta er að minnsta kosti eins nytsöm dægradvöl og að sitja klukku- stundum saman í bíl og glápa á veit- ingastað við lítið torg .... “ „Ég er ekki að gagnrýna Þig,“ sagði hún en Þagnaði við. „En hvern- ig stendur á Því, að Þú .... að Þú veizt .... Þetta með veitingastað- inn?“ „Ég læt veita Þér eftirför,“ svar- aði hann. „Vissirðu Það ekki?“ Hún leit höggdofa á hann. Hún varð ekki reið, heldur færðist yfir hana annarleg ró Því að ekkert hafði breytzt. Lífið gekk sinn vanagang. „Þú lætur veita mér eftirför? Allt kvöldið? Ertu Þá eiginlega nókkuð að mála?“ Hún rak upp hlátur. Hann var orð- inn fölur í framan. Hann greip um arm henni og dró hana inn í bakher- bergið og enn hló hún og hló. „Vesa- lings spæjararæfillinn," sagði hún. „Sá hlýtur að vera orðinn leiður á leiknum." „Þetta er fyrsta myndin min.“ Hann sneri málverkinu að henni. Enda Þótt Josée hefði mjög takmark- aða Þekkingu á myndlist, fannst henni málverkið alls ekki lélegt. Hún hætti að hlæja. „Þetta er góð mynd, skilurðu." Hann skellti málverkinu upp að veggnum og horfði á Það um hríð með vafa I svip. „Um hvað ertu að hugsa Þegar Þú situr alein í bílnum klukkustundum saman? Um hvern ertu að hugsa? Segðu mér Það, ég bið Þig ...“ Hann vafði hana örmum, Þrýsti henni fast að sér. Hún varð gripin viðbjóði og meðaumkun í senn. „Hvers vegna læturðu njósna um mig? Veiztu ekki að slíkt og Þvílíkt tíðkast alls ekki framar og er álitið skammarlegasta athæfi? Vesalings maðurinn hlýtur að hafa fengið fyrir- litningu á Þessu torgi mínu.“ E'nn ætlaði hún að íara að hlæja, en beit á vörina og stillti sig. „Segðu mér um hvað Þú ert að hugsa." „Ég er að hugsa um . .. ég veit Það ekki. Hreinskilnislega talað, ég veit ekki um hvað ég er að hugsa. Um Þig, um mannfólkið yfirleitt, um sum- arið ...“ — Ég meina. . . um hvað ertu í rauninni að hugsa?" Hún brauzt harkalega úr faðmi hans; hún fann ekki lengur neina löngun hjá sér til að hlæja. „Slepptu mér .. . Þú verður — ég veit ekki hvernig ég á að Jroma orð- um að Því — svo viðbjóðslega klúr, Þegar Þú yfirheyrir mig svona í Þaula. Ég er ekki að hugsa um neitt sérstakt, heyrirðu Það? Ekki nokkurn skapað- an hlut!“ Hún skellti á eftir sér hurðum og hljóp út. Þegar hún sneri heim aftur klukkustundu síðar, rólegri í skapi, hafði hann drukkið sig fullan. Þau sátu Þrjú inni í dagstofunni, sem loksins hafði verið búin bólstruð- um sófa og armstólum. Josée lá í sófanum, Þeir karlmennirnir horfðu báðir á hana og ræddust við. „Þarna sérðu," mælti Bernard, að hún ann Þér ástríðuheitt, Alan minn góður." „Það kalla ég góðar fréttir," varð Josée að orði. „Hún hefur reynzt ýmsum heldur ótugtarleg að undan- förnu.“ „Ég kem henni ekki almennilega fyrir mig,“ sagði Alan og virtist órótt. „Lauru Dort? Hún var i miðdegis- verðarboðinu hjá Séverin fyrir eitt- hvað tíu dögum. Hún er fimmtug, eða nálægt Því, Þótti mjög falleg í eina tíð og er enn Þokkaleg útlits. Hún tekur oft á móti gestum á fimmtudögum." „Fimmtug? Það held ég að sé eitt- hvað ýkt, Josée. Hún getur ekki verið mikið eldri en fertug, og verður Þó að kallast ungleg eftir atvikum." „Jæja, hvað um Það; ég hef engan tíma til að sinna henni,“ sagði Alan. „Ekki Það, að ég geri ráð fyrir að Þú yrðir afbrýðisöm gagnvart henni, eða mundirðu verða Það?“ „Slíkt er aldrei að vita,“ svaraði Josée og brosti við. En hvað sem Því líður, Þá yrði Það þ.ó alltaf dálítil tilbreyting". Bernard rak upp hlátur. 1 veikri von um að takast mætti að draga eitthvað úr afbrýðisemi Alans, höfðu Þau gripið til Þess ráðs að henda stöð- ugt gaman að henni, eins og væri hún einhver sérvizkukækur. Alan tók ævinlega undir hlátur Þeirra án Þess Þó að framkoma hans tæki nokkrum stakkaskiptum, sem óneitanlega rugl- aði Þau talsvert í ríminu. „Ætlarðu að Þiggja boð hennar og líta inn hjá henni í kvöld, eða ekki? Ég hef ekki tíma til að staldra við lengur." „Við skulum að minnsta kosti at- huga málið," sagði Alan. „Ætli við förum ekki fyrst í kvikmyndahúsið og horfum Þar á eina hrollvekju fyrst, og hittum Þig svo á eftir." Þegar Bernard var farinn, ræddu Þau um Lauru Dort nokkra hríð.i Josée Þekkti hana náið. Hún var gift verzlunarmanni, sem var stimamjúkur og eftirlátur, en sjálf hafði hún á- stríðubrunginn áhuga á svipuðum félagsskap og Séverin. Hún hafði stöð- ug kynni við eina tvo eða Þrjá elsk- huga, án þess þó að það ylli sérstöku hneyksli, en aðra hafði hún hrekkt VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.