Vikan


Vikan - 21.06.1962, Side 32

Vikan - 21.06.1962, Side 32
mm V IÐ SLIPUM SVEIFARÁSA raeð fullkomnustu tækni. Velaverkstæði Þ. JÓNSSON & CO. Brautarholti 6 — Sími 19215 ÉÍilÍS við þær löngu og sundurlausu sam- ræður eftir morguninn í gistihúsinu, morguninn þegar hvorugt fann hjá sér svo sterkar tilfinningar að þær næðu lengra en til sátta — þeim hafði komið saman um að byrja aftur á nýjum grundvelli, orðalag sem átti að réttlæta brottför Josée, aðskiinað þeirra og endursameiningu. Ekki þar fyrir að þau legðu sérlegan trúnað á slikt samkomulag, en þar sem bæði voru orðin þreytt á sinum eigin duttl- ungum, var þetta einskonar griða- sáttmáli til fullnægingar umgengnis- kröfum og siðum og venjum í þeirra hóp. Og þó var það ekki eingöngu þreytan. Þau vildu ekki viðurkenna, hvorugt þeirra, innst í hugarfylgsn- um sínum, að brottför Josée — báð- um sár — þessi frekar leiði hálfi mánuður, sem þau höfðu verið að- skilin — nei, þau vildu ekki viður- kenna að í því fælist neinn úrskurður. 1 rauninni skildi Alan það þannigr „Þú viðurkennir þar með að ég eigi skilyrðisíausan rétt á þér,“ en Josée: ,,Þú viðurkennir að Þú eigir ekki skil- yrðislausan rétt á mér.“ En hvorugt iét í þetta skina, þau sögðu bara: „Viö erum frjáls, við umgöngumst fólk, við reynum að umgangast það eins og við værum hjón." En meinið var að áhrifin n.'.ðu skammt. Alan elti hana augum hvar sem hún fór, athugaði hvern hún talaði við Henni fannst sem hún heyrði stöðugt tifa hið innra með honum einskonar reikningsvél, sem glímdi án afláts við skákþrautir, til- gátur og útreikninga, og hún væri þó ekki látin heyra nema óminn af því á kvöldin, af ótta við að hún kynni annars að hlaupast á brott aftur — en sem hún hafði þó stöðugt í eyr- unum að því rnarki, að hún leit kannski ósjálfrátt urn öxl og stóð hann þá að þessum sífelidu njósn- um. Hins vegar var svo rekkjan og atlotaleikurinn og hún furðaði sig á því að þetta skyldi enn vera til í dæm- inu og hafa hjarað af þreytuleiðann. Á nóttunni endurlifðu Þau ástríðu sína í sameiningu, ofsa og hita ást- arinnar, sem breyttist svo óðara í gagnkvæma tortryggni þegar þai: vöknuðu að morgni. Víst var það ekki af líkamlegri ást eingöngu, að hún var kyrr hjá honum, en hefði hún orðið kyrr án hennar? ooOoo æðum sinum — æðaslættinum sem var þrunginn ástriðu og um leið svo ófullnægjandi — og hin rólega birta yfir: Place Vendóme breyttist í sihvik- an eltingarleik ljóss og skugga og út- skofnnni rekkjunni í farkost. Á eftir lágu þau kyrr langa hríð, þerruðu svitann mjúklega af hvors annars líkama. Hún hafði þegar af- hent honum allt. „Á morgun svipast ég um eftir íbúð handa okkur,“ sagði hann loks. Hún hreyfði ekki neinni athuga- semd. ooOoo Hann hafði kastað glasinu frá sér á gólfið í krakkalegum galsa, sem hann átti þó ekki vanda til, og nýja þjónustustúlkan hafði lýst yfir því að ef þetta ætti svona að ganga yrði hún ekki lengi hjá þeim, og svo fram- vegis. Loks hafði þeim tekizt að gera íbúðina einkar skemmtilega, þótt herbergin væru undir súð, eða eins og álitið var í bóhemskum stíl í Holly- wood öllu fremur en í gömlu hverf- unum í París. Josée hafði komizt yfir þrjá muni húsgagna, þægilega og frekar vandaða, slaghörpu og feikn- stóran útvarpsgrammófón. Fyrsta morguninn höfðu þ^u tekið lífinu með ró í herbergi, þar sem ekki var öðru til að dreifa en rekkju, lampa og öskubakka, hlustað á eitt af stór- fenglegustu tónverkum Bachs sem seiddi þau aftur í faðm svefnsins. Seinna um daginn heimsóttu þau fornsala og flóamarkaðinn. Þau fóru og í nokkur drykkjuboð þar sem Josée beitti Alan svipaðri aðferð og kisu- lóra, sem heldur kettlingi mjúklega á hnakkadrambinu milli tanna sér, reiðubúin að stökkva á brott með hann ef minnsta hætta virðist á ferð- um. Að minnsta kosti lýsti Bernard, fornvinur hennar því $annig: „Sá einn er munurinn að kisa gerir þetta af ást, en ekki vegna almenningsálits- ins eins og þú“, bætti hann við dálítið meinlega, „sem óttast að hann verði fullur eða baldinn eða hleypi öllu í uppnám“. E'n gagnstætt þvi sem Bernard bjóst við, lék Alan hlutverk hins einfalda, ofurhrifna unga banda- ríska eiginmanns með slíkum ýkjum að Josée gerði bæði að gremjast og hafa gaman af. „Það er mér mikil ánægja að mega njóta leiðsögu yðar,“ sagði Alan við Séverin, annan fornvin hennar, sem þótti skjall hans gott. „Við í Banda- ríkjunum erum svo víðs fjarri Evrópu, einkum þó Frakklandi, þar sem allir hlutir eru svo næmlega fágaðir, svo einstakir. Mér finnst ég vera eins og villigöltur, þegar ég er kominn í ykk- ar hóp, og ég er alltaf hræddur um að ég verði Josée til minnkunar." Þessi fáorða, hógværa ræða, ásamt glæsileik hans, sigraði allra hjörtu. Það lá við sjálft að fólk lægi Josée á hálsi fyrir að vera ekki stimamýkri við hann. Frá sjónarmiði hennar, sem varð að hlusta á það á hverju kvöldi hvernig Alan tætti hverja spjör utan af þessu sama fólki af miskunnar- lausri grimmd, var þetta hryggilegt og skoplegt í senn, eins og réttarfars- misbeiting. Raunar hafði ekki einung- is Bernard heidur nokkrir aðrir af kunningjum hennar á stundum heyrt hlátur Alans, heyrt athugasemdir hans og litu á hann með tortryggni og velvild svo nálgaðist að verulegu leyti þær öllu skefjalausari tilfinn- ingar sem toguðust á um hjarta Josée — og þetta varð henni að vissu leyti einskonar staðfesting. Þeim hafði komið saman um það, „Ég var að leita að þér," sagði Ailan. „Heldurðu ekki að ég hafi rek- izt á náunga, sem stundaði mynd- listarnám með mér við háskólann. Hann á heima hér í borginni. Ég er jafnvel að hugsa um að taka þráðinn upp aftur með honum." „Þú málar þá?“ Hún var höggdofa. „Ég hafði óviðjafnanlegt gaman af að fást við það, Þegar ég var átján ára, og svo er það líka starf að sínu leyti, er ekki svo? Ég er búinn að ganga írá íbúðinni og búa hana hús- gögnum, og hef þvi ekki hugmynd um hvernig ég á að drepa tímann, þar sem mér eru yfirleitt fá störf lagin." Áhuginn var yfirsterkari háðinu í rödd hans. „Hafðu ekki neinar áhyggjur," sagði hann, tók um herðar henni og þrýsti henni að sér. „Ég fer aldrei fram á að þú farir að blanda fyrir mig lit- ina; þú getur reikað um með þessum fornvinum þínum, og ekki síður, ein .... “ „Hefurðu hæfileika?" „Kannski þetta bjargi mér,“ hugs- aði hún, „kannski dreifir þetta huga hans frá okkur sjálfum." Um leið 32 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.