Vikan


Vikan - 21.06.1962, Side 16

Vikan - 21.06.1962, Side 16
Gripinn af tilfinningum, sem verða honum ofurefli, reikar Einar eitt andartak inn á forboðna braut. Og skýjaflókarnir, sem grúft hafa yfir Fosshlíð dökkna og dragast saman FORMÁLI : Eva Rönne hefur ráðið sig sumar- langt að sjúkrahúsinu í Sólvík sem hjúkrunarkona. Frænka hennar, Lilian, er gift Einari Bang, aðstoð- arlækni við sjúkrahúsið, en Eva og hann þekkjast frá námsárunum við Ríkissjúkrahúsið, og þau hjónin bjóða Evu að búa hjá sér. Einar er önnum kafinn við læknisstörfin nótt og nýtan dag og hefur samvizkubit af því að hann vanræki hina ungu og fögru eiginkonu sína. En Lilian harmar það ekki neitt — hún hefur orðið sér úti um elskhuga, ungan en fátækan liðsforingja, Gustav Lange. Loks þoldi hún ekki biðina og ó- vissuna lengur. Hún tók þá ákvörð- un að hringja til hans. Hann kvaðst vera að koma heim rétt í þessu; Halle höfuðsmaður hafði tafið hann lengur en hann gerði ráð fyrir. — Ég ætlaði einmitt að fara að hringja til þín og segja þér að ég yrði bundinn við vinnu í kvöld. Ég þarf að skipuleggja æfingarnar fyrir næsta mánuð. Málrómur hans var hikandi og hún fann það á sér, að þetta voru ekki annað en viðbárur. Það olli henni vonbrigðum og vakti um leið með henni gremju. En hún var nægilega hyggin til að láta ekki á því bera. Þess í stað gerði hún rödd sína eins seiðmjúka og heita og henni var frek- ast unnt, þegar hún skýrði honum frá því hvernig allt virtist hjálpast að til þess að þau gætu hitzt og notið kvöldsins í næði. —• Mér þykir þetta leitt, en ég kemst ekki hjá því að vinna í kvöld, endurtók hann, en nú var hikið enn greinilegra. Og það var eitthvað í röddinni, sem gerði hana óttaslegna. — Hvað amar að þér, elskan? spurði hún. Það er svo einkennilegur hljóm- ur í röddinni .... Það varð nokkur þögn. — Ég ætlaði að færa þetta í tai 16 VIKAN við þig í gær, sagöi hann loks, en ég kom ekki orðum að því. Mér fell- ur þetta ekki, Lilian. -— Hvað fellur þér ekki? — Að fara svona á bak við Einar. Ég vil hafa hreinar linur. Þú verður sjálf að ræða þetta við hann. Hjóna- band vkkar er hvort eð er farið út um húfur. Satt bezt. að segja. skil év big ekki til hlitar Elskar þú mig ekki. eða hvað? — Elskan mín. mælt.i hún ótta- sioo-ir, OP. örvilnuð. Það æt.tir bú bezt að v’ta Annars .... Nei. hlustaðu nú á mísr. elskan min .... Honni fannst, hún hevra fótatak fyrir utan og dyrnar stóðu opnar, svo hún lækkaði röddina. Súsanna og Eva voru á leiðinni inn í herbergi hennar til að segja henni, að bær væru komnar heim. Eva heyrði rödd Lilian frammi í anddyr- inu. .... hlustaðu nú á mig, elskan mín .... Hún komst ekki hjá því að heyra bessi orð. en hraðaði sér út aftur. Hugsaði sem svo að hún yrði að láta eins og hún hefði ekki heyrt neitt; s—ávegis meiningarmunur gat alltaf átt, sér stað, jafnvel í beztu hjóna- böndum. Um leið og hún kom út, sá hún hvar Einar kom akandi heim i bílnum Þá gat það ekki hafa verið hann. sem Lilian hafði verið að tala við í símanum. Og fyrst það var ekki h’ann .... Hver gat það þá hafa verið? Eva sat þögul við hlið Einari í biln- um og starði út í rökkurmóðu vor- kvöldsins Hún reyndi að koma kyrrð á hugsanir sinar eftir það rót, sem orð Lilian í símann höfðu vakið með henni. Að þessu sinni hafði henni veitzt erfitt að sitja að miðdegisverði með þeim hjónum. Hún hafði á hvor- ugt þeirra þorað að iíta, setið niðurlút og ekki mælt orð af vörum. Lilian hafði aftur á móti verið að öllu leyti eins og hún átti að sér. Þetta var Evu með öllu óskiljanlegt. Það varð sizt á Lilian séð, að hún hefði nokkru að leyna. Það var auð- séð á henni, að hún varð fyrir nokkr- um vonbrigðum, þegar hún heyrði að Einar yrði að annast næturvörzl- una í sjúkrahúsinu — hún kvaðst hafa gert sér vonir um að Þau mættu eiga skemmtilegt kvöid saman heima. Nokkru seinna hafði hún beðið hann um svefntöflur, svo hún Þyrfti ekki að kvíða því að verða andvaka um nóttina. Eva fagnaði því hins vegar að þurfa ekki að vera heima um kvöldið. Hún fann að sér mundi Það m'kill léttir, ef hún gæti rætt þetta mál við ein- hvern. en sá að þess var ekki nokkur leið. Sjálfri þótti henni mjög vænt um Lilian. Eiginlega skildi hún hvorki upp né niður í þessu öllu saman. Sízt af öllu þvi hversu róleg og eðlileg Lilian hafði verið, bæði í svip og framkomu, við miðdegisverðarborðið. Gat það átt sér stað, að það væri leikur hennar, þegar hún talaði um vonbrigði sín yfir því að Einar skyldi ekki geta verið heima — þegar hún sagði að það væri þá bezt fyrir sig að fara strax að sofa, úr því hún yrði að vera alein. Þegar Eva rifjaði þetta upp fyrir sér, þar sem hún sat við hlið Einari í bílnum á leiðinni til sjúkrahússins, gat hún ekki þeim grun varizt, að innst inni hefði Lilian hreint ekki verið það eins leitt og hún lét, að hún skyldi verða að vera ein heima. Einar var einnig þungt hugsi. Hann vorkenndi Lilian. Hún hafði verið svo einmanaleg og mædd á svipinn, þar sem hún stðð úti á dyraþrepinu og horfði á eftir honum, eftir að hún hafði kvatt hann með kossi og boðið honum góða nótt. Ekki gat neitt orðið úr þvi þetta sumarið heldur, að þau tækju sér sumarleyfi og færu í langt ferðalag. Sem betur fór hafði hann aldrei minnzt á það við hana, að hann hefði slíkt ferðalag í huga, svo það olli henni þá ekki neinum vonbrigð- um. Nóg var samt. Það var þetta með sumarleyfið. Að vísu var ekki loku fyrir það skotið, að hann gæti tekið sér nokkra hvíld einhverntíma í ágústmánuði. En alls ekki fyrr. Ström yfirlæknir hafði á- kveðið að sitja ráðstefnu skurðlækna í Vínarborg, og yrði þvi íjarverandi allan júlímánuð. Og á meðan hann var fjarverandi, varð Binar að hafa allan veg og vanda af handlækninga- deildinni. Það hlaut að sjálfsögðu að auka enn að mun á annríki Einars, og fækka enn þeim fáu stundum, sem hann hafði aflögu til að vera heima og sinna konu sinni. En það var hyggilegast að varpa þessum hugsun- um frá sér í bili. Hann var þreyttur og í leiðu skapi og það var aldrei að vita nema hann ætti erfiða nótt fvrir höndum. Honum varð litið á Evu. Hún virt- ist einnig í döpru skapi. — Hvað amar að? Henni brá. — Ekkert, svaraði hún i skyndi og lá við sjálft að hún virtist óttaslegin. Hún neri saman höndum í ráða- leysi. Átti hún að segja honum af símtalinu? Var það rétt gert af henni að þegja um það? Einar var sjálfur allra manna heiðarlegastur og hrein- skilnastur. Ef því skyldi i rauninni vera þann veg farið, að Lilian væri honum ótrú, varð hann að fá að vita það. — Þú ert svo Þungt hugsi og svip- döpur. E'r það eitthvað sérstakt, sem amar að? spurði hann alúðlega. —- Ég .... ég veit ekki hvað segja skal .... Hún þagnaði við, og það lá við sjálft að hún brysti I grát. — Get ég ekki orðið þér að ein- hverju liði? Hún hristi höfuðið. Hann skildi það mætavel, að hún hlyti að eiga örðugt með að trúa honum fyrir áhyggjum sinum. Þegar hann hugleiddi það nánar, veitti hann þvi athygli að það kom yfirleitt ekki fyrir að hún minnt- ist neitt á sjálfa sig eða sína hagi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.