Vikan - 21.06.1962, Síða 36
Þér njótið vaxandi álifs ...
þegar þér notið
Blá Gillette Extra rakblöð
Þér getið verið vissir um óaðfinnanlegt útlit yðar, þegar þér notið Blá Gillette
Extra blöð, undrablöðin, sem þér finnið ekki fyrir. Bó skeggrótin sé hörð eða
húðin viðkvæm, þá finnið þér ekki fyrir blaðinu ef notuð eru Blá Gillette Extra.
5 blöð aðeins Kr. 20.50.
Gillette
®
er eina leiðin
til sómasamlegs
raksturs
<g> GHIette er skrásett vörumerkl.
Tækniþáttur
Framhald af bls. 3.
tveim „sk‘rúfumeiSum“, sem hreyf-
ill þess snýr. Talið er að það
nái allt að 20 km hraða á klst. á
sléttu hjarni, sem að vísu er ekki
nein ofsaferð, en mestu máli skipt-
ir að „snifíiilinn" er álitinn verða
mjög öruggt farartæki á þessum
slóðum. Hann kvað og vera mjög
brattgengur, en það kemur sér vel
í fjalllendinu suður þar, sem allt
er jökli hulið.
Hver veit nema „snigillinn" gæti
komið til greina sem farartæki á
Vatnajökli. Ef hann reynist vel á
Suðurskautinu, ætti hann einnig að
reynast vel þar.
Sjónvarpsturnarnir —
hæstu byggingar i heimi.
Þar eð sjónvarpsbylgjurnar eru
með þeim eðlisgalla, að þær rek-
ast á hœðir og fjöll og aðra slika
36 vikas
fyrirstöðu, er leitazt við að útvarpa
þeim úr sem mestri hæð. Raunar
lítur út fyrir að það vandamál leys-
ist innan skamms, þegar endur-
varpshnöttunum verður komið á
loft, en samt sem áður hafa þegar
verið reistir miklir sjónvarpsturn-
ar víða um heim, og gerðar áætl-
anir um byggingu annarra.
Þessir turnar eru hæstu bygging-
ar í heimi, og verða hæstu bygg-
ingarnar sem fyrir voru áður, held-
ur lágkúrulegar í samanburði við
þá hæstu þeirra, eins og meðfylgj-
andi teikning sýnir. Hæst ber þar
sjónvarpsturninn mikla í Moskvu,
sem verður 508 m hár, þegar hann
er fullgerður. Senditurninn í Okla-
homa er 479 m, eða 139 m hærri
en Empire State skýjakljúfurinn
i New York. Kristalturninn í Lund-
únum er að vísu enn ekki til nema
á pappírnum, en verður 340 m
hár þegar til kemur. Sjónvarps-
turninn i Tokio er 332 m á hæð
og byggður í svipuðum stil og Eif-
felturninn i París, sem er 300 m á
hæð og var lengi hæsta bygging i
heimi og hið frægasta mannvirki.
Þá keraur sjónvarpsturninn í Stutt-
gart, 211 m á hæð — og loks hæstu
byggingar frá fyrri öldum, Ulmer-
dómkirkjan í Múnster, 161 m, Che-
ops-pýramídinn egipzki, 137 m og
Stefánsdómkirkjan í Vín, 136 m á
hæð, sem allt eru hinar reisuleg-
ustu byggingar, og sýna að þeir
gömlu gátu nokkuð líka, þrátt fyrir
liá takmörkuðu tækni, sem þeir
höfðu yfir að ráða. *
Bréf að norðan
Framhald af bls. 14.
Jæja. Er þá ekki orðið það sama að
vera fínn og ríkur? Annars held
ég að þessar sögur um Arnarnesið
séu málum blandaðar, þvi ég held
að allir geti fengið þar lóðir keypt-
ar, sem eiga fé til að greiða þær.
Við skulum segja, að engir byggi
þar aðrir en þeir, sem eiga þessa
milljón, sem allir keppa að. Ef
menn ætla aðeins að velja „sína“
menn, þá er ekki einhlýtt að velja
þá eina, sem eiga mliljónina. Það
gæti nefnilega endað með því að
þarna myndaðist skrílhverfi. Það
er einhver hringavitleysa í kollinum
á þér, kæri vinur. Þú ruglar ein
hvernveginn öllu saman. Heldurðu
til dæmis að ríkir menn séu meiri
snyrtimenni en aðrir menn? Vitan-
lega er sjálfsagt að fegra umhverfi
^lls staðar sem mest og bezt. Það
er menningarvottur að hafa allt
snyrtilegt i kringum sig. En mun-
urinn felst ekki í peningaeign. Ég
þekki fjölda dæma um ríka menn,
sem andskotast allar trissur á si-
felldu spani og allt af i leit að ein-
hverju nýju. En þeir hirða ekki
garðinn sinn. Hann er i órækt. Ég
þekki fjölda marga menn, sem finna
lausn sinna mála, sem eiga hamingju
sína á heimili sínu og í garðinum
sínum. Ef þú átt bíl þá skaltu aka
um borgina núna. Þú sérð þessa
menn kyrrláta að vinnu við garðinn
sinn og konur þeirra eru líkast til
að störfum með þeim.
Þú segist vera þakklátur verka-
mönnum og iðnaðarmönnum fyrir
það að þeir skuli hafa lagt fyrir sig
þau störf, sem þeir stunda, en þú
segist ekki geta haft samneyti við
þá. Hvers konar hroki er þetta?
Hvers konar störf hefur þú með
höndum? Á ég að trúa þvi, að margir
hafi sams konar afstöðu og þú?
Hvað heldurðu að þú sért? Þú og
þínir likar hanga á herðunum á
verkafólkinu. Það væri þér og þín-
um líkum mátulegt að verkafólkið
snaraði þér af sér ofan i skurðinn
við húsdyrnar hjá þér, sem þú hef-
ur ekki haft manndóm í þér til þess
að moka ofan i.
Ég er þinn einlægur
Björn á Norðurpól.
í fullri alvöru
Framhald af bls. 2.
um það fé, sem íbúar þess verða
að leggja á móti.
Og það virðist i fljótu bragði
helzt til „flott“ að reisa gistihús,
sem einungis verða starfrækt yfir
sumartímann, i byggðarlagi, þar
sem milljónabygging — barnaskól-
inn — stendur auður og ónotaður
á sama lima, sem með litlum til-
kostnaði hefði einnig getað gegnt
þvi hlutverki. Þótt hér sé aðeins
minnzt á eitt dæmi, munu þau fleiri
og verða þó enn fleiri á næstu ár-
um með auknum ferðamanna-
straum að sumarlagi, sem krefst
fjölgunar á sumargististöðum víðs-
vegar um land. Þar verður farið
eins að — reist milljónabygging,
sem stendur auð og ónotuð vetrar-
langt, skammt frá annarri milljóna-
byggingu, sem stendur auð og ó-
notuð sumarlangt--------
Og skammt frá stendur þriðja
milljónabyggingin, auð og ónotuð
nema rétt um helgar, og þó ekki
nema að litlu leyti, séu þar ekki á
ferðinni danshljómsveitir úr höfuð-
staðnum eða nálægum kaupstöðum,
sem „trekkja að“ — og mun þó
nokkur vafi leika á um menningar-
áhrifin af þeim samkomum, að ekki
sé meira sagt.
„Er þetta hæet, Matthias?“
Drómundur.