Vikan - 21.06.1962, Side 14
Norðurpól, 21. júní 1962.
Kæri Brandur.
Þú segir aíi ég hafi gleymt a8 minnast á „lávarða-
mublurnar“. ÞaS var ekki ætlun mín, enda sjálf-
sagt að fræða þig svolitið um það fyrirbrigði í ís-
lenzku þjóðlifi. — Þegar styrjöldin skall ú lapti
islenzk alþýða dauðann úr krákuskel. Þá var atvinnu-
leysi, peningaleysi, húsnæðisleysi, klæðleysi og mat-
arleysi. Þegar Bretarnir hernámu landið 10. maí
1940, heyrði ég marga menn spyrja: „Ætli þa§ fylgi
þessu ekki mikil vinna?“ — Og innan tiðar kom í
ljós að grunur þeirra var réttur. Vinnan óx og það
hljóp ofvöxtur í hana. Allir fengu meira en nóg að
gera — og sumir „unnu“ meira en þeir unnu, eins
og ég hef áður minnzt á. Þá byrjaði „hasarinn“.
Peningarnir streymdu að úr ölluni áttum og menn
kunnu sér ekki læti. Það var svo að segja hægt að
græða á öllu. Og styrjöldin hélt áfram til blessunar
fyrir okkur íslendinga, en bölvunar fyrir flesta aðra.
Loftárásirnar hófust á London og fleiri borgir á
Englandi, hús voru lögð í rúst. Enska þjóðin varð
að þrengja að sér á allan hátt. Verðmæti, sem hægt
var að koma í peninga, lágu þar svo að segja á
lausu. Einhverjum braskaranum hér kom í hug að
flytja inn gömul og notuð húsgögn frá Bretlandi —
og var svo tilkynnt, að þau væru úr heimilum rikra
manna þar á meðal margra aðalsmanna. En auk
húsgagnanna voru fluttir inn allskonar aðrir munir:
skrækjandi og spilandi borðklukkur, veggklukkur,
spiladósir, flúraðir speglar og þar fram eftir göt-
unum. Þeir, sem mest höfðu grætt hér næstu mán-
uðina á undan urðu sem óðir og þá fyrst og fremst
konur jæirra. Skranið var haft til sölu og s.ýnis i
stóra salnum á Hótel fsland — og þar var mikil
þröng. Það kátlega atvik skeði þar, að tvær konur
tókust á í vondu út af sófa, sem þær töldu víst að
væri „aðalsmannssófi“, en raunar var hann kom-
inn að fótum fram, enda hafði hann staðið Jjarna
í horninu í aldarfjórðung. — Einu sinni kom ég
inn í íbúð kaupmanns nokkurs, sem mikið hafði
grætt i mjög stuítum tíma. Þar varð varla þverfót-
að fyrir „lávarðamublum" og auk þess allskonar
hafurtaski. Þar á meðal voru þrjár klukkur þannig
gerðar að fuglar komu æðandi út úr þeim og tístu
og tvær aðrar klukkur sem spiluðu Iög. Geysistór
spegill var á hurðinni cð innan i skrifstofu kaup-
mannsins. Það var auðséð að kaupmaður var orð-
inn tajigaveikiaður. li: nn spratt upp'nr stólnum í
hvert skipti sem fuglarnir komu eins og þeytispjöld
út úr klukkunum. ET i arið var að dyrum hrökk hann
við og ei.t sinn er h nn æílaði að skreppa fram fyrir
vegn-- erindis mins rann Iiann beint á spegilinn.
Maðurínn var orðinn iaugaveiklaður af öllu þessu
helvír' a iim-tangi. Ve'di hans er lokið. Hann lagð-
ist í drykkjuskap. — Og hér með þykist ég hafa
gefið þér nasasjón af lávarðnmublutimabi'inu.
Þú fræðir mig um það að á Arnarnesinu e.igi að
stofnsetja burgeisahverfi, það er, að j)ar geti ekki
byggt og fái ekki að byggja aðrir en rikir menn
og „fínir“. — Jæja, er nú farið að sortéra fólkið
á þennan hátt. Þú virðist telja það sama að vera
rikur og gáfaður. En þarna skjátlast j)ér hrapalega.
Ég þekki marga nautheims'ka menn, sem eru ríkir
og ég þekki fjöldann allgn af mönnum, sem eru
stórlega vel gefnir — og'fátækir. Menn þekki ég
meira að segja sem hafa orðið heimskir af því að
eignast peninga. En sleppum þessu. Ég fellst á það,
að það verður aldrei hægt að gera alla jafna, enda
hefur engum manni dottið ])að í liug. Hins vegar
láta menn þær vonir uppi, að hægt verði að gefa
öllum jafngóð tækifæri. Guð og lukkan, hæfileikarn-
ir og framtakssemin. verða svo að skera úr um það
hvernig tækifærin nýtast.
Þú segir sögu af því, að rikur bilstjóri hafi ætlað
að kaupa lóð á Arnarnesinu, en bílstjórinn hafi ekki
þótt nógu „fínn“ til þess að vera innan um hina.
Framhald á bls. 36.
Watthíaá Jt
onaááon
SAMVIZKU-
NAUÐ
0G
SKRIFTIR
OK SYNDARINNAR.
örlög manna ráðast oft af þvi, hvernig til tekst með aðlögun frumsjálfsins að
siðakröfum samfélagsins. Ef eðlislægar hvatir barnsins festast i tilhneigingum,
sem samfélagið bannfærir, leiðir það til bælingar og duldamyndunar, sem raskar
heilbrigðu samræmi sálarlifsins. Slík röskun er ekki fátið, þó að liún sé oftast
vandlega falin í hálfrökkri dulvitundarinnar. Við ráðum hana af ýmsum ein-
kennum í hegðun og atferli manna.
Sjúklegur ótti og vanmetakennd eru gleggstu og algengustu auðkenni þessa
misræmis. Óttinn birtist í margs konar gervi. Hann litar myndir draumsins,
magnar ógnir hjátrúarinnar, titrar í geði manns við minnstu snertingu líkt og
særð taug. Og hann nagar sjálfstraustið. Manni, sem haldinn er slíkri kennd,
verður eigin tilvera að lokum til ásteytingar. Hann útskúfar sjálfum sér, jafn-
framt því sem hann heldur dauðahaldi i lystisemdir sinnar forboðnu ástríðu.
En eftir þessa sundrun er persónuleikinn oft ekki nema flak sinnar uppruna-
legu gerðar. Hér er dæmi um það. Kona á miðjum aldri lýsir sjálfri sér þannig:
„Það var ekki nema von, að hann skildi við mig. Ég er svo ómöguleg, að enginn
maður getur búið með mér . . . Jú, þér getið ekki trúað þvi, livað ég er ómögu-
leg. Ég hef aldrei verið honum nein kona, ég hef aldrei getað hugsað um hgnn
eins og á að vera. Það var ekki nema von,
að hann skildi við mig.“
Þessi örvilnun á sér langan aðdraganda.
Smátt og smátt þokast minningarnar fram:
Stnangleiki móðurinnar, sem túlkar sið-
ferðilegan voða inn i barnabrek viðkvæmr-
ar smátelpu, meyrlyndi föðurins, sem vill
vera telpunni eftirlátur, en dregur sig i hlé
fyrir ráðriki móðurinnar. Dulvituð afbrýði
telpunnar vegna föðurins veldur henni vax-
andi innri erfiðleikum. Móðirin hefur um
margt að vanda, en viðlcvæðið, sem entist
fram á unglingsár telpunnar, var þetta: „Þú
ert ómöguleg“ eða „Þú ert ómöguleg kona“.
Þegar stúlkan giftist, fannst henni þessi
dómur ásannast. Svo langt sem hún mundi
hafði hún blygðazt sín fyrir kynfæri sitt
og á gelgjuskeiðinu höfðu eðlilegar kynlifs-
hræringar vakið henni sektar\jtund. Nú
vöktu samfarir við eiginmanninn henni við-
bjóð og kvíða. Það hefði slitnað upp úr hjónabandinu þegar i stað, ef mannin-
um hefði ekki þótt svo innilega vænt um hana. Ást hans megnaði samt ekki að
stæla Iamað sjálfstraust hennar. Einkunnin, sem móðirin hafði svo oft gefið
henni: „ómöguleg koua“, læddi inn í dulvitund hennar j)eim geig, sem markaði
kynhegðun hennar og allt samlíf við makann.
Og vonbrigði hjónasængurinnar gripu brátt yfir á hinn meginstuðul sambúðar-
innar: borðið. Konan gafst smám saman upp við matargerð og önnur heimilis-
störf, eftir því sem móðursýkin greii) um sig í eðli hennar; hún fann sér ýmis
tilefni eða gleymdi blátt áfram tímanum, svo að eiginmaðurinn kom heim frá
vinnu að auðu borði og tómu búri. Út frá þcssu stigi málsins hafði konan því
vissulega rétt fyrir sér, ])egar hún staðfesti dóm móðurinnar um óhæfni sina.
Sjúklegur ótti og
vanmetakennd
eru auðkenni
þess misræmis sem verður
þegar frumsjálfið
aðlagast ekki
siðalögmáli
samfélagsins.
JÁTNING OG AFLAUSN.
í slikri innri nauð hefir trúað fólk löngum kropið að skriftum frammi fyrir
sálusorgara sínum. Siðferðilegar yfirsjónir þess gátu virst léttvægar í venjulegri
merkingu, en fólk lúlkaði inn í þær sálræna vanlíðan sína og miklaði þær þannig
fyrir sér. Þvi varð syndabyrðin oft einbert yfirvarp. Skriftabarnið kom til þess
að sefa dularfullan óróa sinn og útskúfunarkennd. Við játningarnar slaknaði á
sársaukafullri innri spennu, duldirnar misstu nokkuð af örlagavaldi sinu og hinn
hrjáði öðlaðist fró um skeið og hreinsaðist jafnvel með öllu, ef ekki af synd
sinni, þá af taugaveikluninni.
En hlutverk skriftaföðurins var ærnum vanda bundið, og svo er enn. Likt og
i lækningastarfi sálgreinandans er árangurinn því háður, að skriftabarnið skýri
með fölskvalausri einlægni og í fullum trúnaði frá þrengingum sínum. Næmur
skriftafaðir hlerar ekki fyrst og fremst eftir yfirsjónum og synd, heldur eftir þeiin
sársaukafullu hræringum sálarlífsins, sem knúðu skriftabarnið að fótum hans.
Um leið og hann heyrir þær, skilur þær og geymir í órofa trúnaði, léttir á geði
hins hrjáða, hann réttir sig við og honum vakna að nýju sjálfstraust og öryggis-
Framhald á bls. 43.
14 VIKAN